juliosesar skrifaði:Kvöldið
Þvert a ykkur hef eg slæma sögu af segja fra Tölvuvinum, systa for með fartölvu sina til hans, það þurfti að virushreinsa og setja upp aftur windows kerfið auk þess bað systa serstaklega þess að hann myndi halda eftir teikningum hennar en hun er myndlistakona og gifurleg vinna liggur a bak við þær
Hun fær tölvuna og reikning uppa 25 þus, alltilæ nema hvað þegar heim er komið þa eru teikningar horfnar ur tölvunni, það er farið aftur til Tölvuvina.
Í staðinn fyrir að biðjast afsökunar mættir hun donaskap og það væri ekki hægt að na teikningum tilbaka.
Þetta þykir mer mjög leleg vinnubrögð vægast sagt
Góða kvöldið góðir vaktarar

Já það er ýmislegt sem að dúkkar uppá, og auðvitað mættum við hafa verið miklu sneggri til við að þakka þær góðu umsagnir sem að við höfum fengið hérna á síðunni. En er það bara ekki svo mannlegt eitthvað, að þegar að neikvæð krítik kemur, þá fer maður strax í vörn, og það ætla ég að gera núna.
Við stofnuðum fyrirtækið í ágúst í fyrra eftir að hafa verið með um það bil árs fyrirvara á stofnununni.
Hingað á Suðurlandsbrautina hafa síðan þá komið til okkar um það bil 400 viðskiptamenn með vélar sínar í viðgerð. Ég man bara eftir einu skipti þar sem að viðskiptamaður var ósáttur við okkur, og við sömuleiðis við hann. Sagan af þeirri frásögn er á heimasíðunni okkar,en hún fólst í grófum dráttum í því að viðkomandi viðskiptamaður notaði smurolíu á vélina sýna til þess að smyrja höfuðlegur eins og hann orðaði það á kæliviftunni í fartölvunni sinni. Auðvitað varð vélinni ekki bjargað í það skiptið.
Nokkuð hefur borið á því að menn séu að rugla verkstæðinu okkar við verkstæði Tölvulistans sem að er einungis 10 húsum neðar á suðurlandsbrautinni. Ég hef tekið símann í nokkur skipti, og án þess að fá rönd við reist, þá erum við skammaðir undir drep, fyrir eitthvað sem að við könnumst bara ekki við. Svo þegar málið er skoðað nánar, þá kemur í ljós að viðkomandi ætlaði að hringja í Tölvulista verkstæðið, en ekki okkar.
Í þessu tilviki, kannast ég ekkert við hvað um er rætt, og finnst mér það í raun ósennilegt að við höfum getað átt í þessum viðskiptum, meðal annars vegna þess, að fyrir það fyrsta, þá er dýrasta viðgerðin hjá okkur samkvæmt taxta um 20000 þús kr, þegar við skiptum um rafmagnstengi á móðurborði fartölvna. Ég get líka bara fullvissað ykkur og alla aðra um það að svo lengi sem ég man, sem að er nokkuð langt, að þá höfum við aldrei átt í útistöðum við einn né neinn.
Það er til dæmis algjört mottó og vinnuregla hjá okkur, að ef að við getum ekki lagað eitthvað eða ef að við hugsanlega völdum einhverjum tjóni, þá bætum við það að fullu.
Að ofansögðu, þá vil ég bjóða þeim sem að setti fram þessa athugasemd, að koma til okkar með reikning viðkomandi verkstæðis, svo hægt sé að staðfesta að um okkur hafi verið að ræða. Við erum að sjálfsögðu ekki fullkomnir frekar en aðrir, en heiðarleiki og kurteisi eru í hávegum höfð hjá okkur, enda höfum við með það að leiðarljósi aflað okkur ótrúlega margra viðskiptamanna á undraskömmum tíma.
Með kærrri kveðju til ykkar allra.
Ólafur Baldursson
Tölvuvinur nr, 1