Síða 1 af 1

Tölva endurræsir sig.

Sent: Sun 26. Des 2021 10:33
af NennuSiggi
Góðan dag.

Ég er með tölvu sem tekur upp á því að endurræsa sig þegar ég er að spila leiki. Tengi þetta við þegar mikið action er í leiknum.

Gæti þetta verið út að því að ég sé með lìtið powersupply? 500W. Þetta er ágætis turn úr computer.is sem ég keypti samsettan og í honum var geforce 1650 kort en svo fékk ég frá félaga asus rog strix 2080ti sem væntanlega þarf meiri orku.

Er með i5 9400F , 2 harðadiska ef það skiptir máli.

Kv siggi

Re: Tölva endurræsir sig.

Sent: Sun 26. Des 2021 10:37
af CendenZ
Hver setti tíkall í trúðinn ?
Já, þú þarft amk almennilegt 750w psu, ekkert cheapstuff svo railið gefi nóg afl

Re: Tölva endurræsir sig.

Sent: Sun 26. Des 2021 10:41
af gunni91
Hef keyrt 2080Ti a 650w bronze rated án vandræða en 500w er vel stretching it.

Nýjan stærri aflgjafa.

Re: Tölva endurræsir sig.

Sent: Sun 26. Des 2021 11:33
af Klemmi
Vandaður 500w myndi alveg ráða við þetta, en ódýr 500w getur vel verið vandamálið, sérstaklega ef þetta byrjaði í kjölfarið af því að þú skiptir um skjákort.

En svo getur auðvitað líka verið að kortið sé bilað, en við vonum ekki :)

Re: Tölva endurræsir sig.

Sent: Sun 26. Des 2021 11:42
af CendenZ
Klemmi skrifaði:Vandaður 500w myndi alveg ráða við þetta, en ódýr 500w getur vel verið vandamálið, sérstaklega ef þetta byrjaði í kjölfarið af því að þú skiptir um skjákort.

En svo getur auðvitað líka verið að kortið sé bilað, en við vonum ekki :)



Ef maður ætlar á annað borð að fá sér almennilegan aflgjafa fyrir öflugt gpu myndi ég nú aldrei kaupa mér 500/650 á 21/22 þús þegar maður fær 750 á 25 ;)

Re: Tölva endurræsir sig.

Sent: Sun 26. Des 2021 12:01
af audiophile
Ég lenti í svipuðu og þetta var aflgjafinn að syngja sitt síðasta. Skipti í nýjan og þá lagaðist það.

Re: Tölva endurræsir sig.

Sent: Sun 26. Des 2021 12:04
af kunglao
CendenZ skrifaði:
Klemmi skrifaði:Vandaður 500w myndi alveg ráða við þetta, en ódýr 500w getur vel verið vandamálið, sérstaklega ef þetta byrjaði í kjölfarið af því að þú skiptir um skjákort.

En svo getur auðvitað líka verið að kortið sé bilað, en við vonum ekki :)



Ef maður ætlar á annað borð að fá sér almennilegan aflgjafa fyrir öflugt gpu myndi ég nú aldrei kaupa mér 500/650 á 21/22 þús þegar maður fær 750 á 25 ;)



Fínt að eiga bara 850 til 1000W aflgjafa og málið er dautt, Future proof einnig :megasmile

Re: Tölva endurræsir sig.

Sent: Sun 26. Des 2021 12:55
af NennuSiggi
Já splæsi í alvöru powersupply. Takk fyrir upplýsingarnar. =D>

Re: Tölva endurræsir sig.

Sent: Sun 26. Des 2021 16:25
af audiophile
NennuSiggi skrifaði:Já splæsi í alvöru powersupply. Takk fyrir upplýsingarnar. =D>


Hvort sem það mun laga vandamálið eða ekki er það viturlegt fjárfesting að eiga gott PSU.

Re: Tölva endurræsir sig.

Sent: Sun 26. Des 2021 20:05
af Klemmi
CendenZ skrifaði:Ef maður ætlar á annað borð að fá sér almennilegan aflgjafa fyrir öflugt gpu myndi ég nú aldrei kaupa mér 500/650 á 21/22 þús þegar maður fær 750 á 25 ;)


Ekkert á móti því að fólk kaupi sér öfluga aflgjafa, mega gera það mér og mínum að meinalausu :D

Vona bara að sem flestir átti sig á algenga misskilningnum um að watta talan skipti mestu máli. Ég les það m.a. úr upprunalega innlegginu hér, þar sem OP segir eingöngu frá því að það sé 500W aflgjafi í tölvunni, en ekki hvernig 500W aflgjafi :)

Punkturinn hjá mér er kannski sá að flestir væru t.d. betur settir með þennan 550W sem kostar 18þús, heldur en þennan 720W sem kostar 8þús, en ekkert víst að allir átti sig á því.