Lenovo IPS skjár með backlight bleed. Ábyrgð?


Höfundur
L0ki
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Mið 04. Ágú 2021 20:43
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Lenovo IPS skjár með backlight bleed. Ábyrgð?

Pósturaf L0ki » Þri 11. Jan 2022 00:13

Er með 3 vikna gamlann Lenovo IPS skjá sem ég keypti handa guttanum mínum.

Tók eftir smá backlight bleed í einu horninu á honum þegar hann var tekinn úr kassanum, dauft glow sem þekur ca 15% af skjánum með svart í display.
Guttinn hélt það myndi ekki trufla sig en hafði rangt fyrir sér, það er farið að pirra hann ógurlega mikið.

Vitiði hvort þetta teljist nægileg ástæða fyrir útskiptum á skjá í ábyrgð hjá Origo?
Síðast breytt af L0ki á Þri 11. Jan 2022 00:14, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1817
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 177
Staða: Ótengdur

Re: Lenovo IPS skjár með backlight bleed. Ábyrgð?

Pósturaf Nariur » Þri 11. Jan 2022 01:34

Ég stórefa það. Það er fátt eðlilegra en backlight bleed á IPS skjá.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1244
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 372
Staða: Ótengdur

Re: Lenovo IPS skjár með backlight bleed. Ábyrgð?

Pósturaf Njall_L » Þri 11. Jan 2022 10:05

Ég hef sjálfur fengið Dell IPS skjá skipt út hjá Advania vegna óeðlilega mikils backlight bleed, en það tilfelli var gríðarlega slæmt. Miðað við hvernig þú lýsir þessu þá efast ég um að þetta sé nokkuð óeðlilegt miðað við IPS, en sakar ekki að hafa samband við Origo og spyrja.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2806
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 195
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Lenovo IPS skjár með backlight bleed. Ábyrgð?

Pósturaf CendenZ » Þri 11. Jan 2022 12:01

Ertu búinn að gúgla týpunúmerið og fá review um þetta ? Ef þetta er algengt og menn tala um það, sérstaklega ef þú nærð ekki að draga úr þessu með að lækka brightness, myndi ég einfaldlega vilja skipta í dýrari týpu og fá afslátt. Það er náttúrulega ólíðandi að stóru fyrirtækin séu enn að selja skjái með mikið bleed, hvernig sleppur þetta frá þeim ?

Minn skjár, s2721dgf, er tildæmis með litla sjáanlega blæðingu - algjörlega ásættanlega, en ég hef séð á reddit alveg svakalega ólíðandi blæðingu í sömu týpu. Blæðing sem fer þegar rammanum er ýtt varlega saman. Þá getur maður ímyndað sér að límingin nær ekki að halda rammanum saman milli horna útaf verpingu. Eiga fyrirtæki eins og Dell að selja skjái fyrir 100-150+ kall með slíkt quality control :-k