Síða 1 af 1

Brennt circuit board í load cell pedala

Sent: Fim 14. Apr 2022 09:09
af Robotcop10
Daginn,

Ég gerði mjög heimskuleg mistök þegar ég var að tengja Fanatec load cell pedala, einsog á myndinni fyrir neðan (4) á að tengja annaðhvort LC með USB í PC eða RJ12 cable í wheel base.
Tengdi svo báða á sama tíma þegar það var kveikt á wheel base og fann bruna lykt. Pældi ekkert í því fyrst nema eftir að vera búin að troubleshoot í 30min. Fæ núna ekki LC+throttle til að virka með þegar ég tengi annað hvort USB eða RJ12 cable einsog er leiðbeint.

Ég er nokkuð viss að þetta fellur ekki undir því að geta fengið nýtt senda með RMA. Er búin að senda support ticket, en mér langar að vita hvort það sé möguleiki að gera við þetta hjá öðrum en framleiðanda þar sem það er engin ábyrgð sem heldur utan um svona fyrirbyggjandi mistök.

Það er samt eitt að LC+throttle "virkar" ef ég er með báðar snúrurnar tengdar, vildi samt vita hvort ég get gert meiri skaða heldur en er búin.

Edit: Ef einhver hér treysti sér að kíkja á þetta má endilega senda mér PM

Mynd

Re: Brennt circuit board í load cell pedala

Sent: Fim 14. Apr 2022 12:57
af playman
Lítið hægt að segja nema að sjá inní pedalan, það eru þó nokkrir hérna heima sem að gætu lagað þetta án efa.