Síða 1 af 1

Vélbúnaðir í smáspennutöflu

Sent: Lau 23. Apr 2022 17:14
af slapi
Heilir vaktarar

Hefur einhver prófað að vera með vélbúnað í smáspennutöflu.
Er að flytja í nýja íbúð og er í pínu vandræðum með staðsetningar á router og einni lítilli Dell Optiplex tiny sem mun tengjast beint í ljósleiðarabox.

Þetta er samanlagt um 60W-70W á álagstímum þegar þetta er í gangi og hef pínu áhyggjur að þetta muni hitna inní svona skáp eins og er á myndinni með svonalitlum loftgötum.
Er einhver með góða hugmynd um að gera þetta? T.d að bæta kælingu?
Mynd

Re: Vélbúnaðir í smáspennutöflu

Sent: Lau 23. Apr 2022 19:09
af talkabout
Taka hurðina af og hafa skápinn bara opinn?

Re: Vélbúnaðir í smáspennutöflu

Sent: Lau 23. Apr 2022 19:37
af jonsig
Hægt að kaupa þunnar 120mm viftur og setja á lokið. Kaupa líka ryksíu í kísildal til að hafa yfir viftugatinu.


Síðan þetta sett í töfluna til að spnenu fæða með 12V din mount töfluspennir

Re: Vélbúnaðir í smáspennutöflu

Sent: Sun 24. Apr 2022 15:03
af slapi
talkabout skrifaði:Taka hurðina af og hafa skápinn bara opinn?


Ef ég myndi ráða þá væri stór opinn server skápur þarna en betri helmingurinn myndi ekki taka það í mál að hafa þetta opið :lol:

Re: Vélbúnaðir í smáspennutöflu

Sent: Sun 24. Apr 2022 16:10
af rapport
Prófaði EdgerouterX í svona skáp á sínum tíma, virkaði ekki.

Tölva væri enn meira no no.

Hætti að reyna þetta hjá mér, vildi ekki gera loftgöt á hurðina því þetta er inn í þvottahúsi þar sem barkalaus þurrkari er að störfum = ryk og hiti.