Hreinsa og/eða gera við magnara.

Skjámynd

Höfundur
audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1564
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hreinsa og/eða gera við magnara.

Pósturaf audiophile » Mið 03. Maí 2023 21:46

Gott kvöld!

Þannig er mál með vexti að ég er með tvo magnara í eldri kantinum, einn stereó magnara og einn 5.1 magnara. Þeir hafa verið lítið notaðir síðustu ár og verið í geymslu. Þeir eru báðir með svipað vandamál sem lýsir sér þannig að önnur rásin verður hljóðlátari en hin og stundum smá skruðningur. Þetta er ekki alltaf sama rásin og þetta lagast oftast við að hækka snögglega. Er oftast að hlusta á frekar lágum hljóðstyrk.

Nú þykir mér líklegt að hreinsun og mögulega einföld útskipti á einhverjum íhlutum myndi kannski bjarga þessu eða hvað? Mig minnir að það séu einhverjir fróðir menn hér og jafnvel rafeindavirkjar sem gætu bent mér á einhvern sem gæti tekið að sér að gera upp svona magnara helst fyrir lítinn pening?

Væri allavega til í að koma öðrum magnaranum í gott stand því hann er þrusu góður og keypti mér nýjan ódýran Sony magnara til að koma í hans stað en það er bara steindautt og sterílt hljóðið i nýja magnaranum miðað við gamla kvikindið.

Magnararnir sem um ræðir er Kenwood KA-5090R og hinn er NAD AV-716 og hátalararnir eru Dali 505.

Takk fyrir áheyrnina.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

brain
vélbúnaðarpervert
Póstar: 976
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 134
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa og/eða gera við magnara.

Pósturaf brain » Mið 03. Maí 2023 21:52

Myndi fara með í Són
http://sonn.is/

Þetta ætti að vera hreinsun á stillum og rofum.



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 409
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 122
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa og/eða gera við magnara.

Pósturaf Hauxon » Fim 04. Maí 2023 12:36

Það fyrsta sem ég myndir gera er að sprauta contact spreyji inn í pottana (volume/treble/bass/balance osfrv). Miðað við hvernig þú lýsir þessu er það mögulega ástæðan.

Annar möguleiki er að þéttar séu að þorna upp. Til þess að laga það þarftu að hafa smá reynslu með lóðboltann.

Mæli með að taka YouTube rúnt áður en þú ferð að gera eitthvað.
Síðast breytt af Hauxon á Fim 04. Maí 2023 12:38, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa og/eða gera við magnara.

Pósturaf Viktor » Fim 04. Maí 2023 20:26

Þarft að setja nýtt viðnám sem stillir hljóðstyrkinn

https://www.ebay.com/sch/i.html?_nkw=au ... eo&_sop=12

Getur tengt framhjá viðnáminu og haft hæsta styrk þangað til.

Stillir þá hljóðstyrkinn í tækinu sem spilar hljóðið.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Moquai
Gúrú
Póstar: 597
Skráði sig: Fös 12. Nóv 2010 22:23
Reputation: 3
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa og/eða gera við magnara.

Pósturaf Moquai » Fös 05. Maí 2023 11:32

Myndi alls ekki tengja framhjá neinu viðnámi, keyptu contact spray sem er með smá olíu og snúðu stilliviðnámunum í lægsta og hæsta eins oft og þú nennir, klára svo með olíulausu contact sprayi eða bremsuhreinsi af hæstu gæðum(skilur ekkert eftir)


Samsung S27A950D 27" 120Hz - NZXT Phantom - GTX 1060 - i5 3570k @ 4.70GHz /w Noctua NH-D14 - Mushkin 4x4GB Redline 1866MHz - MSI H77MA-G43 - Sennheiser HD 598 /m Xonar STX Essence

Skjámynd

Höfundur
audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1564
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa og/eða gera við magnara.

Pósturaf audiophile » Fös 05. Maí 2023 21:08

Takk fyrir góð svör!

Held að ég byrji á að prófa contact spray. Eru einhver sem þið mælið með umfram önnur og hvar myndu þau fást?

Svo á ég lóðbolta einhversstaðar í geymslunni ef kæmi til þess.

Vona allavega að ég komi þessu einhvernveginn aftur í gagnið því mér hreinlega brá hvað Sony magnarinn er þunnur og dapur miðað við NAD magnarann þrátt fyrir að hafa fengið góða dóma og nægt afl samkvæmt speccum. Ætli maður fái ekki það sem maður borgar fyrir :)


Have spacesuit. Will travel.


Sinnumtveir
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 149
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa og/eða gera við magnara.

Pósturaf Sinnumtveir » Lau 06. Maí 2023 00:10

audiophile skrifaði:Takk fyrir góð svör!

....
Ætli maður fái ekki það sem maður borgar fyrir :)


Með talsverðum frávikum hér og þar en ekki síst: upp að vissu marki :)




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa og/eða gera við magnara.

Pósturaf Tbot » Lau 06. Maí 2023 10:24

audiophile skrifaði:Takk fyrir góð svör!

Held að ég byrji á að prófa contact spray. Eru einhver sem þið mælið með umfram önnur og hvar myndu þau fást?

Svo á ég lóðbolta einhversstaðar í geymslunni ef kæmi til þess.

Vona allavega að ég komi þessu einhvernveginn aftur í gagnið því mér hreinlega brá hvað Sony magnarinn er þunnur og dapur miðað við NAD magnarann þrátt fyrir að hafa fengið góða dóma og nægt afl samkvæmt speccum. Ætli maður fái ekki það sem maður borgar fyrir :)


Getur pantað að utan eða prófað t.d. Íhluti í Skipholti.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4967
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 870
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Hreinsa og/eða gera við magnara.

Pósturaf jonsig » Sun 07. Maí 2023 17:26

Var mikið að gera upp marantz þegar ég var í skólanum.

Venjulega gerir contact spray eitthvað. En ég færi varlega í að keyra upp gamla magnara nema þú vitir hvað þú ert að gera.
Sérstaklega ef þetta eru magnarar sem þarf að stilla útgangana á magnaranum (Quiescent current)

Annars færðu þetta aldrei vel gert fyrir lítinn pening. Jafnvel sónn geta verið að flýta sér ef þetta á að vera budget.

Ef þú ætlar að gera þetta sjálfur þá er þetta ágætis apparöt til að æfa sig á. Amk auðvelt að ná íhlutum uppúr þessu. Allavegana töluvert skemmtilegra en að draga solid state þétta uppúr 8-10 laga pcb með 0.2mm clearance á víunum sem tht componentarnir lóðast í.

Slæmu fréttirnar eru að flest af þessum lóðboltum, tinsugum og lóðtin á Íslandi eru bölvað sorp. Og auðvelt að skemma treisa með því. En þá lærir þú kannski trace repair.


Alltaf vera með aðra hendina í vasanum ef þú ert að vesenast í bulk þéttunum (afgárunarþéttar) . Bögg að fá í sig 320VDC, þeir geta verið hlaðnir í margar klst. Og ekkert sniðugt að afhlaða þá með skrúfjárni eins og margir proffarnir gera á youtube
Síðast breytt af jonsig á Sun 07. Maí 2023 17:30, breytt samtals 1 sinni.




EinnNetturGaur
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Mán 21. Maí 2018 12:41
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa og/eða gera við magnara.

Pósturaf EinnNetturGaur » Þri 19. Sep 2023 22:31

[quote="jonsig"]Var mikið að gera upp marantz þegar ég var í skólanum.

Venjulega gerir contact spray eitthvað. En ég færi varlega í að keyra upp gamla magnara nema þú vitir hvað þú ert að gera.
Sérstaklega ef þetta eru magnarar sem þarf að stilla útgangana á magnaranum (Quiescent current)

hverjir eru að selja contact spray? er í sama vandamáli og OP ætla prófa spreyja græuna með contact spreyi til að byrjameð veit bara ekki hverjir eru að selja þetta lengur þar sem það eru þó nokkur ár síðan ég var að læra um rafmagnið.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3095
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 443
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa og/eða gera við magnara.

Pósturaf hagur » Þri 19. Sep 2023 23:06

Þú færð contact sprey á ihlutir.is



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4967
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 870
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Hreinsa og/eða gera við magnara.

Pósturaf jonsig » Mið 20. Sep 2023 09:53

IPA sprey á kúk og kanil í kemi.is IPA er standardinn í framleiðslu á rafeindabúnaði.

Nota oft berner eða wurth bremsuhreinsi á rafbúnað.
Svosem ekkert sniðugt að nota bremsuhreinsi nema maður skilji innihaldslýsinguna. Sumir bremsuhreinsar eru mjög agressívir á plastefni.