Smá-Íslensk og Erlend Reynsla af Fake Capacity SD kortum / USB drifum

Skjámynd

Höfundur
Stuffz
Kerfisstjóri
Póstar: 1240
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 80
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Smá-Íslensk og Erlend Reynsla af Fake Capacity SD kortum / USB drifum

Pósturaf Stuffz » Fim 04. Apr 2024 15:31

Gamalt og gott tól til að prófa alvöru stærð https://h2testw.en.lo4d.com/windows

Til að forðast fake stærðar varning þá hef ég alltaf keypt af official framleiðanda búðum á t.d. amazon en ekki 3rd party, hef nefnilega lent í/reynt á að kaupa fake Sandisk áður af 3ja aðila (oft með lélega áprentun), ég nú bara fór frammá að skila því korti og fékk heimilisfang sem ég prentaði mynd út á google maps með hring utnum bygginguna og sendi með kortinu til baka, viku seinna þegar ég tékkaði aftur þá var það farið af google maps lol

Kingston kort og usb lyklar hafa lengi verið feikuð, í meira en áratug, sendi 2012 kingston email um 128gb usb sem verið var að selja á ebay á 28 dollara* sem annars kostaði 500 dollara hjá þeim, þeir sögðu mér að ekkert af þessu væri á vegum þeirra og 3 dögum seinna var þetta allt farið af ebay.

Fyrir nokkrum árum sá ég Kingston kort til sölu hérlendis af aðila sem flutti inn húsgögn frá kína, grunaði að væri sama dæmið svo fór og keypti og prófaði og fann að væri fake, fór og sagði honum frá því og að hætta að selja þetta en hann fór að tala um cloud backup og að sum kort gætu verið biluð og væri hægt að skila og fá annað, ég sagði þetta er fake það er ekki rétt stærð á þessum kortum og ef þetta færi til neytendasamtakanna þá myndu þau sennilega ekki sjá þetta sömu augum og hann svo hann lofaði að hætta að selja þetta, skildist að honum hefði boðist að selja þetta af sama aðila og hann fékk húsgögnin frá.

Mig líka grunar að skipulagðir glæpamennirnir úti sem selja þetta sendi alvöru kort fyrst til endurseljandanna en svo skipta þeim út fyrir fake (bait and switch) seinna þegar aðilar eru komnir á spenann, og segja að þetta séu allt high capacity en B vara til að útskýra lága verðið og hærri bilanatíðni þegar er í raun hræódýr rebranded fake capacity kort, og fólk talar svo illa um "kínverskt drasl" og kínverskir endursöluaðilar gefa sér að maður sé fólk sem er mögulega illar við sig og vilji skapa sér vandamál með óþarfa umkvörtunum.. svo þegar ég hef haft samband þá hef ég lagt ríka áherslu á að þeir test kortin sjálfir til að sjá að maður er að segja satt og þeir séu líklega fórnarlömb þessa skipulögðu glæpamanna líka.

Mér finnst eiginlega alveg ótrúlegt hvað lítið hefur verið spornað við þessarri plágu í á annann áratug, og vorkenni þeim sem í sakleysi sýnu tapa mögulega persónulegum/mikilvægum gögnum vegna þess að voru að reyna að spara sér eitthverjar krónur, hef sjálfur misst mikið af gögnum þegar tölva var tekin af mér í DC++ cirkusinum og fékk ónýtu 80gb drifi skilað sem mögulega var c drifið mitt, þetta var 2004.


smá aukreitis, hérna er gamalt skjágrips-videó (illa reencodað af youtube) sem ég setti inn fyrir 9 árum þar sem er skoðandi hverning þetta var á amazon þá
https://www.youtube.com/watch?v=maoerALqS5c&t=51s

*sem ég keypti og prófaði sjálfur áður

Edit: smá hreinritun
Síðast breytt af Stuffz á Fim 04. Apr 2024 20:40, breytt samtals 3 sinnum.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
Rafskjótar: KS-16S, KS-S22. CAMS: Insta360 X3, FLOW, GO, ACE Pro. Skydio 2 TikTok
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


Viggi
FanBoy
Póstar: 736
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 110
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smá-Íslensk og Erlend Reynsla af Fake Capacity SD kortum / USB drifum

Pósturaf Viggi » Fim 04. Apr 2024 16:10

Nú hef ég keypt öll minn minniskort og USB lykkla og meiraðsegja kína branded (kingspec)m.2 diska af aliexpress og engin og átt í mörg ár og svínvirkar allt enþá. Enda kynni ég mér búðirnar vel og dómana frá kaupendum. Ssd reyndar notaðir bara undir torrent/leiki. Haugur af svindlum á ollum mörkuðum svo maður þarf að hafa varan á


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.


dadik
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 103
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Smá-Íslensk og Erlend Reynsla af Fake Capacity SD kortum / USB drifum

Pósturaf dadik » Fim 04. Apr 2024 17:22

You are doing the Lord's work


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

Höfundur
Stuffz
Kerfisstjóri
Póstar: 1240
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 80
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smá-Íslensk og Erlend Reynsla af Fake Capacity SD kortum / USB drifum

Pósturaf Stuffz » Fim 04. Apr 2024 20:31

dadik skrifaði:You are doing the Lord's work


lol bara nokkur skipti sem ég nennti að standa í þessu á löngum tíma þegar manni blöskraði nógu mikið, ekki vinsælt en every BIT helps ;)


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
Rafskjótar: KS-16S, KS-S22. CAMS: Insta360 X3, FLOW, GO, ACE Pro. Skydio 2 TikTok
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

rostungurinn77
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Smá-Íslensk og Erlend Reynsla af Fake Capacity SD kortum / USB drifum

Pósturaf rostungurinn77 » Fös 05. Apr 2024 09:44

Fyrsta svona tilfellið sem ég man eftir tengdist reyndar CF kortum og átti sér líklegast stað fyrir 20 árum.

Einhver aðili á Ljosmyndakeppni.is hafði komist í feitt og fengið 2 Gb Sandisk II Ultra á hlægilegu verði og var að selja þau til annara notenda á vefnum.

Hef ekki hugmynd um hversu mörg kort viðkomandi seldi en þau skiptu allavega tugum ef ekki hundruðum.

Einhverju seinna bárust síðan fréttir af því að það væru fölsuð Sandisk kort til sölu á Ebay og nákvæmar leiðbeiningar til þess að bera kennsl á fölsuðu kortin.

Ég á mitt kort ennþá og það var sannarlega 2 Gb og hefur aldrei bilað en frá Sandisk var það ekki.



Skjámynd

Höfundur
Stuffz
Kerfisstjóri
Póstar: 1240
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 80
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smá-Íslensk og Erlend Reynsla af Fake Capacity SD kortum / USB drifum

Pósturaf Stuffz » Lau 06. Apr 2024 01:09

rostungurinn77 skrifaði:Fyrsta svona tilfellið sem ég man eftir tengdist reyndar CF kortum og átti sér líklegast stað fyrir 20 árum.

Einhver aðili á Ljosmyndakeppni.is hafði komist í feitt og fengið 2 Gb Sandisk II Ultra á hlægilegu verði og var að selja þau til annara notenda á vefnum.

Hef ekki hugmynd um hversu mörg kort viðkomandi seldi en þau skiptu allavega tugum ef ekki hundruðum.

Einhverju seinna bárust síðan fréttir af því að það væru fölsuð Sandisk kort til sölu á Ebay og nákvæmar leiðbeiningar til þess að bera kennsl á fölsuðu kortin.

Ég á mitt kort ennþá og það var sannarlega 2 Gb og hefur aldrei bilað en frá Sandisk var það ekki.


ef það er örugglega rétt stærð á því en samt ekki frá framleiðandanum þá er það ekki fake capacity, einungis Brand fölsun.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
Rafskjótar: KS-16S, KS-S22. CAMS: Insta360 X3, FLOW, GO, ACE Pro. Skydio 2 TikTok
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2313
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 397
Staða: Ótengdur

Re: Smá-Íslensk og Erlend Reynsla af Fake Capacity SD kortum / USB drifum

Pósturaf Moldvarpan » Lau 06. Apr 2024 06:43

why?

Afhverju ekki að fara í næstu verslun staðin fyrir að panta hinu meginum á hnettinum?




Tesli
spjallið.is
Póstar: 470
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Smá-Íslensk og Erlend Reynsla af Fake Capacity SD kortum / USB drifum

Pósturaf Tesli » Lau 06. Apr 2024 12:11

Sirka 2012 þá kaupa tveir vinnufélagar 128GB USB Kingston kubba hræódýrt á Amazon.
Ég vildi ekki vera með í þessum kaupum af því ég treysti þessu ekki af augljósum ástæðum.
Svo fá þeir kubbana í hendurnar í þvílíkt premium pakkningum, eins og að opna iphone.
Svo handleikum við kubbana og þeir voru með mikið detail og rifflað plast á þeim, premium fílingur að halda á þeim.
Á þessu stigi fara þeir að stríða mér og segja mér að ég hafi misst af dílnum.
Ég vildi fá einn í hendurnar og prófa hann. Held á honum og hugsa, "shit, varla geta þeir feikað svona vandaðar pakkningar og vöru" :-k
Ég sting honum í tölvuna og viti menn, 128GB!
Þeir eru farnir að stríða mér enn meira og ég alveg að fara að gefast upp og játa mig sigraðan.
En ég byrja að henda tveim bíómyndunum á kubbinn og afrita þær aftur og aftur, þegar ég er búinn að afrita 70GB inn á kubbinn þá sé ég að allar skrár eru til staðar, ekkert óeðlilegt við færsluna á gögnunum og ekkert skrítið við upplýsingar sem ég sé.
Þarna eru félagarnir farnir að kalla mig þrjóskan, sem ég var klárlega rétt hjá þeim vegna þess að þeir hættu ekki að nudda mér upp úr að ég ætti ekki svona fínan kubb og missti af dílnum..
Þarna var ég við að taka kubbinn úr og játa mig sigraðan en ákveð að reyna að opna skrárnar sem ég var búinn að afrita. Fyrstu virkuðu, svo þegar ég var kominn yfir fyrstu 8GB skrárnar þá hættu skrárnar að opna sig og voru corrupted!!!
Loksins meikaði heimurinn sens aftur og ég gat náð þeim til baka með pirrandi brosi sem stakk meira en nokkur orð \:D/

TLDR:
Vinnu félagar keyptu 128GB Kingston kubba.
Það sem mér fannst magnað er að pakkningarnar og húsið utan um lyklinn voru líklega úr sömu verksmiðju og upprunalegu kubbarnir.
Ekki nóg með það, heldur var búið að eiga við hardware og software svo þú sást ekkert óeðlilegt þótt þú settir á hann 128GB af efni.
Það kom aðeins í ljós við opnun á skrám eftir 8GB og þá var allt corrupted.



Skjámynd

Höfundur
Stuffz
Kerfisstjóri
Póstar: 1240
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 80
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smá-Íslensk og Erlend Reynsla af Fake Capacity SD kortum / USB drifum

Pósturaf Stuffz » Sun 07. Apr 2024 00:16

Moldvarpan skrifaði:why?

Afhverju ekki að fara í næstu verslun staðin fyrir að panta hinu meginum á hnettinum?


ég hef aldrei séð kort hérna heima sem hafa verið samkeppnishæf og svo bíð ég og kaupi oftast á prime degi í júlí eða black friday í Nóvember fyrir enn betri díl

man t.d. eftir að kaupa kort á 12þús sem bara einn aðili var að selja hérna heima á 30þús.. átti samt sérstaklega við um stærri capacity kortin.. sem ég hef mest áhuga á.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
Rafskjótar: KS-16S, KS-S22. CAMS: Insta360 X3, FLOW, GO, ACE Pro. Skydio 2 TikTok
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

Höfundur
Stuffz
Kerfisstjóri
Póstar: 1240
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 80
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smá-Íslensk og Erlend Reynsla af Fake Capacity SD kortum / USB drifum

Pósturaf Stuffz » Sun 07. Apr 2024 01:25

Tesli skrifaði:Sirka 2012 þá kaupa tveir vinnufélagar 128GB USB Kingston kubba hræódýrt á Amazon.
Ég vildi ekki vera með í þessum kaupum af því ég treysti þessu ekki af augljósum ástæðum.
Svo fá þeir kubbana í hendurnar í þvílíkt premium pakkningum, eins og að opna iphone.
Svo handleikum við kubbana og þeir voru með mikið detail og rifflað plast á þeim, premium fílingur að halda á þeim.
Á þessu stigi fara þeir að stríða mér og segja mér að ég hafi misst af dílnum.
Ég vildi fá einn í hendurnar og prófa hann. Held á honum og hugsa, "shit, varla geta þeir feikað svona vandaðar pakkningar og vöru" :-k
Ég sting honum í tölvuna og viti menn, 128GB!
Þeir eru farnir að stríða mér enn meira og ég alveg að fara að gefast upp og játa mig sigraðan.
En ég byrja að henda tveim bíómyndunum á kubbinn og afrita þær aftur og aftur, þegar ég er búinn að afrita 70GB inn á kubbinn þá sé ég að allar skrár eru til staðar, ekkert óeðlilegt við færsluna á gögnunum og ekkert skrítið við upplýsingar sem ég sé.
Þarna eru félagarnir farnir að kalla mig þrjóskan, sem ég var klárlega rétt hjá þeim vegna þess að þeir hættu ekki að nudda mér upp úr að ég ætti ekki svona fínan kubb og missti af dílnum..
Þarna var ég við að taka kubbinn úr og játa mig sigraðan en ákveð að reyna að opna skrárnar sem ég var búinn að afrita. Fyrstu virkuðu, svo þegar ég var kominn yfir fyrstu 8GB skrárnar þá hættu skrárnar að opna sig og voru corrupted!!!
Loksins meikaði heimurinn sens aftur og ég gat náð þeim til baka með pirrandi brosi sem stakk meira en nokkur orð \:D/

TLDR:
Vinnu félagar keyptu 128GB Kingston kubba.
Það sem mér fannst magnað er að pakkningarnar og húsið utan um lyklinn voru líklega úr sömu verksmiðju og upprunalegu kubbarnir.
Ekki nóg með það, heldur var búið að eiga við hardware og software svo þú sást ekkert óeðlilegt þótt þú settir á hann 128GB af efni.
Það kom aðeins í ljós við opnun á skrám eftir 8GB og þá var allt corrupted.


passar mjög vel, það voru einmitt mikið af þessum Kingston fake capacity kortum í umferð á þessum tíma og 128gb kortin og minnislyklar voru einmitt real capacity 8gb.. ég á ennþá eitthverja sem ég prófaði, ég líka var að bera saman umbúðir og lesa vefsíður sem voru með upplýsingar um þetta og þetta var ekki frá sömu verksmiðju en leit credible út þegar ekki með alvöru vöruna til samanburðar, prentunin á kortunum var líka oftast ekki með mjög skarpar línur, í dag er þetta miklu betri prent gæði á sumum dýrari fake capacity kortunum.

var að leita á gömlum harðadiskum en fann bara þetta fake sandisk hér sem ég sendi til baka..


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
Rafskjótar: KS-16S, KS-S22. CAMS: Insta360 X3, FLOW, GO, ACE Pro. Skydio 2 TikTok
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack