Munið þið eftir SDRAM verðstríðinu fyrir einu og hálfu ári tæpu? Það varð svo hlægilega ódýrt að það tók varla bensínkostnaðinum að fara út og kaupa það, margir sátu á sér... og svo hækkaði það aftur... margir sáu eftir því að hafa ekki farið og keypt. Nú fáið þið annað tækifæri, DDR vinnsluminni er að ná verðbotninum að okkar mati, ekki missa af þessu! Farið og fyllið minnisraufarnar á móðurborðunum meðan færið gefst! Svo ber að nefna að Pentium4 örgjörvar eru að lækka með meiri hraða en nokkurntíman fyrr, WesternDigital 80GB 8MB eru einnig að slást um grænu reitina ásamt fleiri diskum.
Gerum nú vel við elskurnar okkar, þær eiga þetta skilið!