Pósturaf beatmaster » Mán 18. Feb 2008 10:59
Ég gæti ekki verið meira sammála þér TechHead, það þarf að fara að taka alvarlega á þessu, ég hef meira að segja snúið áliti mínu á
þessu máli til baka, það þarf að fara að taka heilmikið til hérna og ættu hans stjórnunaraðferðir að henta ágætlega til þess!
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.