Síða 1 af 1

Fréttir af Verðvaktinni - 27.feb 2003

Sent: Þri 25. Feb 2003 01:50
af kiddi
Verðstríð hefur farið af stað milli verslana hvað varðar DDR-333mhz vinnsluminni, lækkanir hafa verið allt frá 40%-60% ! Gott mál! Tími til kominn að koma sér yfir í 1GB'ið eins og mann hefur alltaf dreymt!

GeforceFX er kominn á klakann, nánar tiltekið í húsakynni Boðeindar, það verður forvitnilegt að sjá hvernig hann selst... :lol:

Að auki vil ég nefna að iSoft hefur ákveðið að yfirgefa okkur af Verðvaktinni, þeir eru þó ekki hættir... vona ég! Við þökkum þeim fyrir að hafa tekið þátt fram að þessu og óskum þeim alls þess besta í framtíðinni. :D

Sent: Þri 25. Feb 2003 10:19
af Castrate
Þessar lækkanir á minni er það með kingston minni eða? Hvaða verslanir selja kingston önnur en þór hf. djö eru þeir dýrir :( Og hvernig er með þetta mushkin minni sem start.is er með hefur einhver einhverja reynslu af því? Er þetta einhvað svipað kingston? Málið er að ég verð að hafa einhvað kröftugt eins og kingston á móðurborðinu mínu. Ef ég set venjulegt minni að þá fara að koma errorar og læti. Er með Shuttle AK35GT2.

Sent: Þri 25. Feb 2003 12:45
af OverClocker
Ef þú vilt alvöru minni fáðu þér þá cas222 minni frá Mushkin eða Corsair.
Það er bara rugl að vera með flotta vél en kaupa svo noname minni !!

Sent: Þri 25. Feb 2003 13:28
af Plugger
hvar fær maður svoleiðis minni ef ég má spyrja??

Sent: Þri 25. Feb 2003 14:09
af Atlinn
Castrate skrifaði:Hvaða verslanir selja kingston önnur en þór hf. djö eru þeir dýrir :(


ég veit að http://www.td.is flytja það inn, það er örugglega hægt að kaupa af þeim, kanski selja þeir bara fyrirtækjum

Sent: Þri 25. Feb 2003 14:52
af mind
Reyndar þá er þetta ekki það dýrt hjá þór ,,, ég var að picka upp 512 kingston kubb fyrir 9500 kall þar.

Sent: Þri 25. Feb 2003 17:12
af Castrate
wow 512 Kingston á 9500kr ? var þetta DDR333? eða þeir kosta alveg 20k hjá þeim eða svo segir á síðunni þeirra. alveg ógeðslega dýrt

Sent: Þri 25. Feb 2003 17:25
af halanegri
http://www.start.is selur mushkin minni, og líka high performance mushkin minni sem er dýrara en ræður við betri "CAS timings" (nenni ekki að þýða :) )

Sent: Þri 25. Feb 2003 19:20
af MezzUp
Atlinn skrifaði:ég veit að http://www.td.is flytja það inn, það er örugglega hægt að kaupa af þeim, kanski selja þeir bara fyrirtækjum


Tekið af http://www.td.is
Innflutningsfyrirtækið Tölvudreifing hf. var stofnað árið 1994 og dreifir tölvubúnaði eingöngu í heildsölu til endursala. :(

Sent: Þri 25. Feb 2003 19:46
af kiddi
Ég myndi ekkert vera að grenja, Tölvudreifing eru sjaldan ódýrastir! og ef þeir eru ódýrari á annaðborð þá eru það bara einhverjar krónur, ef Kingstoninn er til í Þór, farið þangað og segið þeim að lækka verðið :D

Sent: Þri 25. Feb 2003 19:46
af Castrate
halanegri skrifaði:www.start.is selur mushkin minni, og líka high performance mushkin minni sem er dýrara en ræður við betri "CAS timings" (nenni ekki að þýða :) )


CAS timings?

Sent: Þri 25. Feb 2003 21:41
af MezzUp

Sent: Mið 26. Feb 2003 11:14
af mind
Castrate

jamm .. ég að vísu keypti svolítið mikið í einu svo ég fékk afslátt og þetta var seinasta minnið sem var til. Jámm DDR333 512 Kingston 2.5Cas.

Hringdu bara í þá og spurðu hvað kostar.