Síða 1 af 1

Einkaskilaboð

Sent: Sun 01. Des 2013 15:05
af tanketom
Sælir Vaktarar.

Ég er frekar ósattur hvað skilaboð eiga til að festast í Úthólf! Er fleirri að lenda í því?

Re: Einkaskilaboð

Sent: Sun 01. Des 2013 15:16
af Haflidi85
Er þetta ekki þannig að þau eru í úthólfi þangað til hinn aðilinn á móti skoðar þau, held allavegana að það sé þannig, ef það er ekki þannig þá eru jú skilaboðin að festast mikið í úthólfi.

Re: Einkaskilaboð

Sent: Sun 01. Des 2013 15:19
af GuðjónR
Jú það er þannig, þú veist þvi alltaf hvenær hinn aðilinn er búinn að opna skilaboðin.

Re: Einkaskilaboð

Sent: Sun 01. Des 2013 15:19
af Plushy
Einkaskilaboð sitja í úthólfsmöppunni þangað til að aðilinn sem þú sendir til er búinn að lesa það.

Þar af leiðandi geturðu t.d. farið og skoðað skilaboðið og breytt því ef þú vilt áður en aðilinn sem þú sendir það til skoðar það.

Re: Einkaskilaboð

Sent: Sun 01. Des 2013 15:20
af tanketom
já svoleiðis, Takk fyrir þetta gott að vita :happy

Re: Einkaskilaboð

Sent: Sun 01. Des 2013 17:14
af rapport
Muna bara 6 mánaða regluna um vistun fjarskipta :mad

Re: Einkaskilaboð

Sent: Sun 01. Des 2013 17:31
af GuðjónR
rapport skrifaði:Muna bara 6 mánaða regluna um vistun fjarskipta :mad

hehehehe ætli einkaskilaboð/tölvupóstar teljist til fjarskiptalaga, þá er Facebook/gmail heldur betur brotlegt. :no