Síða 1 af 1

Fréttir af Verðvaktinni - 26. maí 2003

Sent: Mán 26. Maí 2003 23:44
af kiddi
Heit sólin... randaflugur og unglingar í sumarvinnu, góðir tímar framundan, vonandi fyrir utan tölvuherbergið ;-)

Nýjar kynslóðir af örgjörvum eru að verða fáanlegar í íslenskum verslunum, t.d. P4 á 800FSB brautarhraða & 64-bita Opteron örgjövarnir frá AMD.

Þetta þýðir auðvitað að verðin lækka á eldri örgjörvum sem er ekkert annað en frábært! Ég persónulega held mig alltaf í næst-nýjustu tölvuvörunum, því þær eru hagstæðustu og skynsömustu kaupin.

Harðir diskar eru að komast á þægileg verð, vinnsluminnin eru nú þegar á mjööög svo þægilegum verðum, en hér kemur beiðni til tölvuverslanna: Komið einhverri hreyfingu á skjákortin !! Maður finnur enga löngun til að uppfæra þegar verðin eru farin að safna svona miklu ryki!

PS. Ætlar einhver að fylgjast með sólmyrkvanum um helgina?

Sent: Þri 27. Maí 2003 01:14
af Voffinn
Yeah, ekki oft sem maður fær tækifæri til þess :)

Sent: Þri 27. Maí 2003 08:13
af elv
Hverjir eru með Opteron :)

Sent: Þri 27. Maí 2003 18:13
af Castrate
Ég ætla að reyna að ná sólmyrkvanum ég bý í keflavík og hann á víst að sjást héðan en...þetta fer líka eftir því hvort það verði heiðskírt eður ei annars sér maður þetta ekkert :(

Sent: Þri 27. Maí 2003 19:21
af MezzUp
ohh, mig hlakkar til að fá mér 64bita platform :)

Sent: Þri 27. Maí 2003 21:56
af elv
Mig líka, er að spá að fá kannski Alpha en er ekki viss hvort maður ætti að henda pening í svoleiðis

Sent: Mið 28. Maí 2003 18:31
af Atlinn
elv skrifaði:Hverjir eru með Opteron :)


AMD

Sent: Mið 28. Maí 2003 18:40
af elv
Atlinn skrifaði:
elv skrifaði:Hverjir eru með Opteron :)


AMD



Hverjir eru að selja þá..... hefði átt að ver skýrari áður :wink: :H

Sent: Fös 30. Maí 2003 17:04
af gumol
lol