Media center

Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 894
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Media center

Pósturaf FriðrikH » Fös 13. Nóv 2009 20:59

Sælir, ég er nú ekki mikill sérfræðingur þegar kemur að því að tengja tölvur við sjónvörp. En ég er að skoða það að fá mér media center tölvu, en er með túbusjónvarp. Áður en ég eyði mörgum klukkutímum í að lesa mig til þá vildi ég leita ráða hér.

Er hægt að fá einhverja media center tölvu sem er hægt að tengja við túbusjónvarp (með s-video tengi) sem væri svo líka hægt að nota áfram þegar ég fjárfesti í nýrra sjónvarpi?

Ég var jafnvel að velta fyrir mér hvort það væri góð hugmynd að kaupa bara einhverja frekar basic tölvu, með skjákorti sem er með tv-out tengi sem maður gæti þá bara skift út þegar maður fengið sér almennilegt sjónvarp, fengið þá skjákort með hdmi tengi?

Ef þetta væri góð hugmynd, hvaða tölvu munduð þið mæla með undir þetta, þyrfti maður mjög öfluga tölvu?

Mundi náttúrulega ekki vilja hafa full size turn fyrir þetta, en allt í lagi að hafa svona old-scholl kassa sem liggur flatur. Svo gæti maður bara fengið sér þráðlaust desktop?

Öll ráð í þessu væru mjög vel þegin.



Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 894
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Media center

Pósturaf FriðrikH » Fös 13. Nóv 2009 21:36

Hvað með eitthvað í líkingu við þetta

http://cgi.ebay.com/Mini-ITX-PC-w-Zotac-IONITX-D-E-M2-ATX-2G-RAM-160Gb_W0QQitemZ160375830817QQcmdZViewItemQQptZDesktop_PCs?hash=item255724f921

Mundi þetta höndla alveg höndla HD afspilun?

Eða er ég alveg úti á túni með þessar pælingar?




SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Media center

Pósturaf SteiniP » Fös 13. Nóv 2009 21:47

Þessi ræður alveg bókað við 720p H.264
Ég hef prófað það á tölvu með þessum örgjörva og einhverri drasl intel skjástýringu. Hún hökti samt slatta á 1080p, ætti samt að vera fín í það með skjákortinu.

Tölvutaækni eru að selja svipaða vél, minni, hdd og kassi er selt sér.
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ed70621dfd




Krisseh
Ofur-Nörd
Póstar: 245
Skráði sig: Sun 11. Maí 2008 17:24
Reputation: 4
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðinu
Staða: Ótengdur

Re: Media center

Pósturaf Krisseh » Fös 13. Nóv 2009 21:55

SteiniP skrifaði:Þessi ræður alveg bókað við 720p H.264
Ég hef prófað það á tölvu með þessum örgjörva og einhverri drasl intel skjástýringu. Hún hökti samt slatta á 1080p, ætti samt að vera fín í það með skjákortinu.

Tölvutaækni eru að selja svipaða vél, minni, hdd og kassi er selt sér.
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ed70621dfd


Var sjálfur að pæla kaupa nákvamlega þetta dual core með wifi, og svo bættist kassi, hdd, drif og kostnaðurinn er frekar hár, færð skilst mér pakkan tilbúin á eitthvern 99.990 hjá tolvutek, þar sem ég var nú með fínasta aukatölvu til hliðar ákvað ég að hafa hana sem media center, er núna bara að nota vga snúru úr pc yfir í sony bravia en ætla svo að færa mig yfir í eitthvað hdmi skjákort


i712700KF [TG Contact Frame] - Asus TUF z690 pluswifi - Asus TUF 3070 Ti OC [CMG Copper Plate] - G.Skill TridentZ5 32GB (2x16) 6000MHz CL36 - Boot:Samsung 980Pro M.2NVMe - BeQuiet! Silent Base 802 & SP11 850W Platnium


Some0ne
spjallið.is
Póstar: 449
Skráði sig: Fös 11. Okt 2002 01:22
Reputation: 3
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Media center

Pósturaf Some0ne » Fös 13. Nóv 2009 21:57

http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ed70621dfd

Fullbúin media center tölva?

Svo fer að koma á markað hérna nýja útgáfan af Western Digital TV flakkaranum sem er með möguleika á tengingu við innranet.

Svo er hérna frekar kickass "flakkari"

http://www.popcornhour.com/onlinestore/ ... on=catalog

Hægt að nota hann harðdiskslausann og streymt bara frá pc tölvu, hægt að setja disk í hann líka, og hægt að setja bluray drif í hann og þá er þetta orðinn blurayspilandi megaflakkari!

Hann spilar 1080p full hd vandræðalaust, og að mörgu leiti finnst mér svona flakkari ekkert verri lausn en margmiðlunartölva.



Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 894
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Media center

Pósturaf FriðrikH » Fös 13. Nóv 2009 22:31

Þakka skjót svör, en mundi ég geta tengt þessar tölvur frá tölvutækni vandræðalaust við túbusjónvarp? Með s-video tengi öðru megin og einhverju öðru í tölvuna?




Krisseh
Ofur-Nörd
Póstar: 245
Skráði sig: Sun 11. Maí 2008 17:24
Reputation: 4
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðinu
Staða: Ótengdur

Re: Media center

Pósturaf Krisseh » Fös 13. Nóv 2009 23:37

fridrih skrifaði:Þakka skjót svör, en mundi ég geta tengt þessar tölvur frá tölvutækni vandræðalaust við túbusjónvarp? Með s-video tengi öðru megin og einhverju öðru í tölvuna?


• Skjákort: Nvidia GeForce 9400M með sjálfstæðu minni, VGA, DVI og HDMI útgangur . Ef þú finnur snúru með VGA, DVI eða HDMI öðru megin og eitthvað sem passar í túpuna hinum megin þá já


i712700KF [TG Contact Frame] - Asus TUF z690 pluswifi - Asus TUF 3070 Ti OC [CMG Copper Plate] - G.Skill TridentZ5 32GB (2x16) 6000MHz CL36 - Boot:Samsung 980Pro M.2NVMe - BeQuiet! Silent Base 802 & SP11 850W Platnium


viddos
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Þri 17. Nóv 2009 21:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Media center

Pósturaf viddos » Þri 17. Nóv 2009 21:44

http://www.bestbuy.com/site/Western+Dig ... st=Western Digital&cp=1&lp=1
Þetta er nýja græjan frá WD ég held að þetta sé málið í dag. Lang ódýrasta lausnin....