Sælir félagar,
Langar að henda einni spurning á samfélagið.  Málið er að ég er að spá í heimabíó.  Og þar sem mér finnst ég ekki geta haft bakhátalarana standandi var ég að spá í tvennt.  Annars vegar að setja þá inn í vegginn, eða þá að setja á statíf sem eru upp undir loftið og beina þeim niður.  Hafa menn einhverja reynslu af því að setja hátalara inn í vegg, eða er einfaldast að setja þá undir loftið (en þá eru snúrurnar meira vandamál, hafði hugsað mér að fræsa rönd í vegginn fyrir snúrurnar ef ég setti hátalarana inn í vegginn).  
Væri gaman að fá athugasemdir við þessu.