Tbot skrifaði:Fæstir brunar hafa verið vegna ísskápa. Algengara að þetta séu þurrkarar og sjónvörp
Ertu samt viss um að algengir brunavaldar séu sjónvörp? Samkvæmt skýrslu frá Mannvirkjastofnun (
http://goo.gl/4ssthJ - Brunar og slys af völdum rafmagns) sem er þó frá árunum 2006-2009 segir:
Algengustu einstöku brunavaldar voru eldavélar, (35%), rafmagnstöflur og dreifkerfi, (10%), raflagnir (5%) og þvottavélar (5%). Aðrir helstu brunavaldar voru í raflögnum, töflum og dreifikerfum, kælitækjum, uppþvotta- og þvottavélum. Sjónvarpsbrunum hefur fækkað verulega frá því sem áður var.
Ég geri ráð fyrir að tækin séu nú orðin talsvert fullkomnari og því brunahættan orðin mun minni.
kiddi skrifaði:Getur þetta ekki verið pínu catch-22? Þ.e. það er líklegra að tækin muni bila (og valda bruna) þegar það er stöðugt verið að kötta á strauminn og skella honum svo aftur á með látum, og ólíklegra að tækin bili, fái þau að vera tengd?
Jú hefði einmitt haldið það.