Quad græjur


Höfundur
elri99
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Þri 05. Apr 2011 16:45
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Quad græjur

Pósturaf elri99 » Mán 16. Des 2024 20:01

Er með tvo Quad 405-2 magnara ásamt Quad 34 preamp og Quad FM4 Tuner.
Búin að eiga þetta í yfir 35 ár. Magnararnir voru upphaflega víraðir sem mono-blocks en eru núna settir upp sem orginal stereo. Átti líka Quad ESL-63 hátalara en lét þá fara.
Síðast var kveikt á þessu fyrir yfir 10 árum og þá virkað þetta ágætlega, smá hiss frá öðrum magnaranum.
Þetta lítur allt óðafinnanlega út.
Er að spá í hvað ég eigi að gera við þetta. Langar mikið að uppfæra þetta, skipta um þétta og þess háttar en er kannski orðin of gamall í þessháttar aðgerðir.
Það hefur verið mikið fjallað um þessa magnara á netinu. Allskonar upplýsingar um hvernig sé best að uppfæra og endurbæta. Mikið á YouTube.
Hvað á ég að gera, eiga þá bara áfram, herða upp hugan og uppfæra eða selja á slikk?




ABss
Nörd
Póstar: 147
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Quad græjur

Pósturaf ABss » Mán 16. Des 2024 20:23

Ef þú treystir þér í stússið, láttu vaða. Í versta falli verður þetta fallegt stofustáss. Ef þér tekst að laga þetta, þá er það geggjað. Flottur gripur.

Svo gætir þú haft upp á áhugasömum rafeindavirkja og látið lappa uppá þetta fyrir þig. Svarar líklega ekki kostnaði, en flottur hlutur sem er mögulega með tilfinningalegt gildi.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1595
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 138
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Quad græjur

Pósturaf audiophile » Mán 16. Des 2024 20:54

Quad voru og eru flottar græjur. Þarf eðlilega viðhald komið á þennan aldur. Frændi minn er reynslubolti í Quad og heldur mikið upp á þá. Hann á Quad II monoblocks og einnig Quad 303/33. Spilar tónlist af reel to reel teipi inn á þetta eins og meistari :megasmile

Ef þú ákveður að losa þig við þetta þá myndi ég endilega vilja koma þér í samband við hann upp á að þetta komist í góðar hendur.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2274
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 181
Staða: Ótengdur

Re: Quad græjur

Pósturaf kizi86 » Mán 16. Des 2024 22:34

hvernig var hljóðið úr þessum esl-63? á par af Martin Logan Sequel II, og hef ekki heyrt betri hljóm koma úr hátalara <3 ef ert að spá í sölu, á mögnurunum, hvað væri verðmiðinn? :D


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


Höfundur
elri99
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Þri 05. Apr 2011 16:45
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Quad græjur

Pósturaf elri99 » Mán 16. Des 2024 23:05

Hef aldrei heyrt betra sound, fyrr né síðar, frá því ég var með þetta uppsett með ESL hátölurunum. Það voru helst nágranarnir sem kvörtuðu.




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 175
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Quad græjur

Pósturaf Sinnumtveir » Mán 16. Des 2024 23:11

Þú átt að selja MÉR þetta á slikk en ef það er ekki nógu kræsilegt áttu nottla að herða upp hugann :)
Þetta gamalt dót ætti að vera einfalt í viðgerð en hugsanlega nær óviðráðanlegt í varahlutum.




Televisionary
FanBoy
Póstar: 736
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Re: Quad græjur

Pósturaf Televisionary » Mán 16. Des 2024 23:19

Flemming R. Madsen er maðurinn sem þú þarft að ná í. Hann getur ráðlagt þér heilt í þessu.

Ég myndi alla daga tala við hann. Hann tók 33 og 303 settið mitt í gegn um árið.




Höfundur
elri99
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Þri 05. Apr 2011 16:45
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Quad græjur

Pósturaf elri99 » Mán 16. Des 2024 23:25





Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 175
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Quad græjur

Pósturaf Sinnumtveir » Þri 17. Des 2024 00:18

elri99 skrifaði:Það er vel hægt að fá varahluti fyrir þetta:
https://www.youtube.com/watch?v=OiG3_nfsRTE
https://nick.desmith.net/Electronics/QUAD_upgrades.html


Það eru fínar fréttir. Stundum er high-end dót með exotic spenna eða extra spes þétta, osfrv. Auðvitað oftast hægt að laga á einn eða annan hátt en ekki endilega í upprunalega gæði. Það veldur hjá mér smá hamingjutilfinningu ef í þessu tilfelli er auðvelt að koma græjunum í upprunalegt ástand eða betra ástand.

Og nei, það þarf ekkert að selja mér þetta á slikk :) Bara koma draslinu í gang.



Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 796
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 54
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Quad græjur

Pósturaf Squinchy » Þri 17. Des 2024 08:37

Televisionary skrifaði:Flemming R. Madsen er maðurinn sem þú þarft að ná í. Hann getur ráðlagt þér heilt í þessu.

Ég myndi alla daga tala við hann. Hann tók 33 og 303 settið mitt í gegn um árið.


+1 á Flemming, hann er færastur á landinu þegar kemur að svona brasi. Svo er líka bara hægt að setja í samband, tengja hátalara og athuga hljóminn :megasmile


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

HP Z840 | TrueNAS Scale | 2 x Xeon 2650 V3 | 32GB DDR4 ECC | 20TB RaidZ1 | Eaton 5SC 1000i UPS


Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 642
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 135
Staða: Ótengdur

Re: Quad græjur

Pósturaf Frussi » Þri 17. Des 2024 10:46

Televisionary skrifaði:Flemming R. Madsen er maðurinn sem þú þarft að ná í. Hann getur ráðlagt þér heilt í þessu.

Ég myndi alla daga tala við hann. Hann tók 33 og 303 settið mitt í gegn um árið.



Hvernig kemst maður í samband við Flemming? Stutt gúggl skilaði mér ekki miklu


Ryzen 9 5900x // ROG STRIX X570-F // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz

Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 796
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 54
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Quad græjur

Pósturaf Squinchy » Þri 17. Des 2024 12:33

Frussi skrifaði:
Televisionary skrifaði:Flemming R. Madsen er maðurinn sem þú þarft að ná í. Hann getur ráðlagt þér heilt í þessu.

Ég myndi alla daga tala við hann. Hann tók 33 og 303 settið mitt í gegn um árið.



Hvernig kemst maður í samband við Flemming? Stutt gúggl skilaði mér ekki miklu


Old school símtal er leiðin, finnur hann á já.is, býr á akranesi


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

HP Z840 | TrueNAS Scale | 2 x Xeon 2650 V3 | 32GB DDR4 ECC | 20TB RaidZ1 | Eaton 5SC 1000i UPS


Höfundur
elri99
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Þri 05. Apr 2011 16:45
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Quad græjur

Pósturaf elri99 » Sun 13. Apr 2025 20:43

Tók mig til og setti báða magnarana í gang, tengda með dim bulb tester við rafmagn til öryggis.

Báðir virka ágætlega, smá hiss frá öðrum magnaranum eins og áður.

Pantaði alla helstu þéttana frá mouser.com og skipti um. Allt virkar nú óðafinnanlega og hissið horfið.

Setti RCA tengi á audio in í staðin fyrir orginal din tengin.

Er nú með annan magnarann tengdan við Dali Spector 2 hátalarana mína (https://www.whathifi.com/dali/spektor-2/review) og Wiim pro plus streamer (https://www.whathifi.com/reviews/wiim-pro-plus).

Mjög ánægður með útkomuna.

Takk fyrir góðar ábendingar og hvatningu.



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 442
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Quad græjur

Pósturaf Hauxon » Þri 15. Apr 2025 21:11

Quad hljómtæki eru enn með stóra fylgjendahópa á netinu og auðvelt að finna upplýsingar um viðgerðir, uppfærslur og íhluti.

Sjálfur eignaðist ég Quad II lampa mónóblokkir og Quad 22 formagnara. Hátt í 60 ára gamalt en sándar guðdómlega. Þetta eru magnararnir sem fólk dreymdi um að eiga þegar Bítlarnir, Pink Floyd, Zepoelin, Black Sabbath, Miles Davis, Abba, Dire Straits osfrv voru að taka upp plöturnar sínar. :megasmile



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 442
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Quad græjur

Pósturaf Hauxon » Þri 15. Apr 2025 21:18

Svona til að bæta aðeins við. Þá eignaðist ég í vetur magnara skipti þar sem ég get matchað levelið og skipt á milli tveggja magnara. Ég gat sem sagt borið saman nýjan 200w Cambridge Audio 851W við Quad II lampamagnara frá 1967 sem er 15w. Og það sem kom mér mest á óvart var og það var MJÖG erfitt að heyra mun á þessum tveim gjörólíku mögnurum. Næstum ómögulegt.