Síða 1 af 1
Gervihnattadiskar og SKY
Sent: Lau 27. Des 2025 14:33
af SBen
Er enn sniðugt að fá sér gervihnattadisk eins og áður? Ég var með SKY móttakara hér áður og disk en var að pæla hvort þetta væri enn sniðugt.
Re: Gervihnattadiskar og SKY
Sent: Lau 27. Des 2025 17:22
af braudrist
Ég mundi bara fá þér IPTV -- ódýrara og betra. Ég er með um 25000+ stöðvar og borgaði um 200 dollara fyrir lifetime subscription. Reyndar alltaf vesen á íslensku stöðvunum hjá mér en allt annað virkar fínt.
Re: Gervihnattadiskar og SKY
Sent: Lau 27. Des 2025 17:45
af nonesenze
braudrist skrifaði:Ég mundi bara fá þér IPTV -- ódýrara og betra. Ég er með um 25000+ stöðvar og borgaði um 200 dollara fyrir lifetime subscription. Reyndar alltaf vesen á íslensku stöðvunum hjá mér en allt annað virkar fínt.
alltaf styðja íslenska efnið

ég downloada flestu erlendu efni bara til að hafa það í betri gæðum 4k dv hdr10 og allt það, en borga samt fyrir eiginlega allt með netflix, syn, sjónvarp símans, via play og hbo
Re: Gervihnattadiskar og SKY
Sent: Lau 27. Des 2025 18:35
af Vaktari
Bara málið með besta pakkann hjá sýn þá kostar hann 22 k og þá fyrir utan farsíma eða myndlykil t.d.
Það munar um þessar krónur, ég hef ekki efni a þessu t.d. bara til að horfa á enska boltann
Re: Gervihnattadiskar og SKY
Sent: Fös 02. Jan 2026 00:11
af Tiger
IPTV eða janfvel SKY Now í gegnum netið er aldrei í sömu gæðum og diskurinn, hef prufað bæði oftar en einu sinni. Að segja að iptv sé betra en gervihnattadiskurinn er eins og segja að hlaupabrettið mig sé betri en Benz.. það er ódýrara, that's it.
Eico er hætt held ég, SATIS hefur verið með "löglegt" sky now, en veit ekki hvort þeir bjóði uppá disk, en þessi virði að prufa ef þú hefur pláss fyrir hann, ég hef það því miður ekki lengur.