Síða 1 af 1

LOST - nýlegir viðburðir (spoiler fyrir seina)

Sent: Þri 04. Mar 2008 08:39
af hallihg
Eigum við eitthvað að ræða þetta sem er í gangi með Desmond?

Hérna er síða með kenningu um þetta og hvernig rauði þráðurinn í þáttunum sé í rauninni tímaflakk: http://timelooptheory.com/the_timeline.htm

Þessi tengill spoilar fyrir ykkur ef þið eruð ekki búnir að sjá nýjasta þáttinn.

Ég hef nú fylgst með Lost eiginlega frá upphafi (með nokkrum hléum þegar mér finnst fullmikið verið að teygja lopann) en nú virðist eitthvað vera að draga til tíðinda. Þeir hafa alla vega fangað athygli mína aftur.

Sent: Þri 04. Mar 2008 11:54
af elfmund
mikið er ég feginn að ég gafst upp á þessu rusli í seríu 2

guð minn almáttugur

Sent: Þri 04. Mar 2008 13:21
af appel
Haha :)

Já, síðasti þátturinn var góður. Núna eru þeir byrjaðir að þora að segja frá því sem er að gerast.

En samt, þetta eru orðnir gríðarlega þreyttir þættir.

Sent: Þri 04. Mar 2008 14:11
af ManiO
Sería 2 var svo hrikalega langdregin að það var ómögulegt að halda áfram að horfa á þetta rugl. Man einhver líka eftir því þegar JJ Abrams sagði að allt sem gerðist í þættinum væri möguleiki í raunveruleikanum?

Sent: Þri 04. Mar 2008 14:40
af halldorjonz
sería 1 var góð... núna má segja að ég horfi á þetta bara til að horfa á þetta déskotans langdregið helv´tii

Sent: Þri 04. Mar 2008 15:14
af CraZy
Seinasti þáttur var með þeim bestu í langan tíma, núna er loksins eitthvað farið að gerast!
Þetta staðfestir það sem maður hefur haldið lengi, tíminn er öðruvísi á eyjunni en annarstaðar.

Sent: Þri 04. Mar 2008 17:18
af Pandemic
Ég las tímaflakks theory-una fyrir löngu og var henni nokkuð trúr út 2-3 seríu með nokkrum köflum sem tóku manni útaf sporinu, en eitt er samt á hreinu að JJ Abrams er ekki skilin við það að rugla okkur.

En svona fyrir þá sem nenna ekki að horfa á þætti þótt það komi lélegir kaflar inná milli ættu bara að sleppa því að horfa á sjónvarp, einu þættirnir sem gera þetta ekki eru CSI en eins og þið sjáið þá er hver einasti þáttur nákvæmlega eins.

Sent: Þri 04. Mar 2008 18:49
af vldimir
Búinn að fylgjast með þessu af bullandi áhuga frá upphafi.

Sería 1 var snilld,
Sería 2 var nokkuð langdregin á köflum,
Sería 3 átti nokkra rosalega þætti,
Það sem komið af seríu 4 er ekkert nema brilljant.

Nýjasti þátturinn, um Desmond, er bara með betri þáttum sem ég hef séð. Vonandi halda þeir svona áfram með alla seríuna.

Sent: Þri 04. Mar 2008 21:01
af GuðjónR
LOST = TÍMASÓUN

Sent: Þri 04. Mar 2008 22:10
af ÓmarSmith
þegiðu og koddu þér í rúmið Guðjón.. its past yer bedtime :D