Panasonic Viera G20

Skjámynd

Höfundur
REX
Nörd
Póstar: 115
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 18:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Panasonic Viera G20

Pósturaf REX » Mán 28. Feb 2011 21:04

Er í sjónvarpshugleiðingum.

Þetta tæki: http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=TXP42G20

Panasonic Viera TX-P42G20 42" Plasma.

Ég varð bara að búa þennan þráð til, því það er sama hvaða review á finn um þetta tæki á netinu, það fær allstaðar toppeinkunn.

Nú hef ég bara verið að einbeita mér að LCD sjónvörpum hingað til, trúlega útaf því að Plasma tæki hafa alltaf einhvernveginn verið ekkert sérstaklega í uppáhaldi hjá fólki útaf einhverjum gömlum orðrómi giska ég á og LCD hrósað meira.

Er Plasma nokkuð lakara en LCD sjónvörp?

Mér hefur heldur ekki dottið í hug að fara eyða yfir 150 þús kalli í sjónvarp en þessar umfjallanir um þetta Panasonic G20 tæki eru svei mér þá næstum því búnar að fá mig yfir í það að borga kannski þennan 220 þús kall fyrir það.

Á einhver hérna svona?



Skjámynd

Hörde
Ofur-Nörd
Póstar: 242
Skráði sig: Mið 12. Feb 2003 15:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Panasonic Viera G20

Pósturaf Hörde » Mán 28. Feb 2011 21:38

Ég er með svona og þetta eru frábær tæki. Fór úr LCD tæki síðasta sumar og sé ekki eftir því.

Það eru kostir og gallar við bæði LCD og plasma og eru fleiri en tekur að telja upp. En í grófum dráttum þá er plasma að flestu leyti betra fyrir bæði bíómyndagláp og tölvuleiki. Ein ástæðan er sú að LCD tækni byggir á því að varpa LED/flúor ljósi í gegnum LCD filmuna og veldur því að ljósið skíni í gegn þegar það á ekki að gera það. Á hinn bóginn sjá plasma sellurnar sjálfar um að lýsa myndina og því mun auðveldar fyrir plasma tæki að ráða við dimmar myndir án þess að baklýsingin skíni í gegn (vegna þess að það er engin). Sömuleiðis sleppur plasma algjörlega við 'backlight bleed' (þar sem baklýsingin skín sterkar í gegn á vissum stöðum á skjánum en annars staðar) þannig að myndin er alls staðar jafn 'dimm' á skjánum.

Það spilar auðvitað mun fleira inn í, og t.d. myndi plasma aldrei virka jafn vel og LCD sem almennur tölvuskjár. En þegar kemur að sjónvörpum er ég hrifnari af plasma en LCD.



Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1403
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 41
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Panasonic Viera G20

Pósturaf ZoRzEr » Mán 28. Feb 2011 21:44

Er með Panasonic TXP42GT20 tækið.

Holy hot sauce drenched monkey balls.

Hef aldrei séð sjónvarpstæki sem er jafn skírt, frábært viewing angle, með þægilegra viðmót, þægilega farstýringu, gjörsamlega troðfullt af fídusum og, að mínu mati, flott. Einfallt í útliti, skírt og nóg af tengimöguleikum. Getur ekki beðið um mikið meira.

Keep in mind að ég er með GT20 tækið. Eiginlega sama tækið fyrir utan einn auka fídus og aðeins meira dynamic contrast.

Valið var á milli GT20 og G20 þegar ég var að velja hér fyrir stuttu.


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini


hsm
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
Reputation: 0
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Panasonic Viera G20

Pósturaf hsm » Mán 28. Feb 2011 22:07

ZoRzEr skrifaði:Er með Panasonic TXP42GT20 tækið.

Holy hot sauce drenched monkey balls.

Hef aldrei séð sjónvarpstæki sem er jafn skírt, frábært viewing angle, með þægilegra viðmót, þægilega farstýringu, gjörsamlega troðfullt af fídusum og, að mínu mati, flott. Einfallt í útliti, skírt og nóg af tengimöguleikum. Getur ekki beðið um mikið meira.

Keep in mind að ég er með GT20 tækið. Eiginlega sama tækið fyrir utan einn auka fídus og aðeins meira dynamic contrast.

Valið var á milli GT20 og G20 þegar ég var að velja hér fyrir stuttu.

Er ekki GT20 tækið líka 3D en ekki G20 ?
Hvaðan er tækið þitt "það er að segja frá hvaða verzlun :)"


**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard


Gretz
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Þri 28. Nóv 2006 23:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Panasonic Viera G20

Pósturaf Gretz » Mán 28. Feb 2011 22:37

G30 er að koma. Ættir kanski að ath það ef það er eitthvað fyrir þig.



Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1403
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 41
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Panasonic Viera G20

Pósturaf ZoRzEr » Mið 02. Mar 2011 16:31

hsm skrifaði:
ZoRzEr skrifaði:Er með Panasonic TXP42GT20 tækið.

Holy hot sauce drenched monkey balls.

Hef aldrei séð sjónvarpstæki sem er jafn skírt, frábært viewing angle, með þægilegra viðmót, þægilega farstýringu, gjörsamlega troðfullt af fídusum og, að mínu mati, flott. Einfallt í útliti, skírt og nóg af tengimöguleikum. Getur ekki beðið um mikið meira.

Keep in mind að ég er með GT20 tækið. Eiginlega sama tækið fyrir utan einn auka fídus og aðeins meira dynamic contrast.

Valið var á milli GT20 og G20 þegar ég var að velja hér fyrir stuttu.

Er ekki GT20 tækið líka 3D en ekki G20 ?
Hvaðan er tækið þitt "það er að segja frá hvaða verzlun :)"


GT20 er 3D Ready.

Tækið er úr Heimilstækjum.


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini

Skjámynd

Höfundur
REX
Nörd
Póstar: 115
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 18:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Panasonic Viera G20

Pósturaf REX » Fim 10. Mar 2011 22:31

Gretz skrifaði:G30 er að koma. Ættir kanski að ath það ef það er eitthvað fyrir þig.

Hvað er langt í 2011 línuna frá Panasonic?



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2493
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Panasonic Viera G20

Pósturaf svanur08 » Fim 10. Mar 2011 22:48



Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

Höfundur
REX
Nörd
Póstar: 115
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 18:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Panasonic Viera G20

Pósturaf REX » Fim 10. Mar 2011 23:05

Sýnist 2011 línan eiga koma út í Mars-Apríl.

http://www.flatpanelshd.com/article.php ... 1297857148

TX-P42G30 (42”) 1200 Euro

TX-P46G30 (46”) 1475 Euro
TX-P50G30 (50”) 1730 Euro

Mun þetta ekki að kosta vel yfir 200 kallinn hvernig er það?



Skjámynd

Olafst
Ofur-Nörd
Póstar: 285
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 12:29
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Panasonic Viera G20

Pósturaf Olafst » Fim 10. Mar 2011 23:09

REX skrifaði:Sýnist 2011 línan eiga koma út í Mars-Apríl.

http://www.flatpanelshd.com/article.php ... 1297857148

TX-P42G30 (42”) 1200 Euro

TX-P46G30 (46”) 1475 Euro
TX-P50G30 (50”) 1730 Euro

Mun þetta ekki að kosta vel yfir 200 kallinn hvernig er það?


Töluvert
Það eru 25% vörugjöld og 7,5% tollur sem leggjast ofaná sjónvörp, og svo auðvitað 25,5% vaskur
Sjá nánar hér: http://www.tollur.is/upload/files/calc_ ... 822%29.htm
flokkurinn er "Aðrir skjáir og sjónvarpstæki"



Skjámynd

Hörde
Ofur-Nörd
Póstar: 242
Skráði sig: Mið 12. Feb 2003 15:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Panasonic Viera G20

Pósturaf Hörde » Fös 11. Mar 2011 15:59

REX skrifaði:Sýnist 2011 línan eiga koma út í Mars-Apríl.

http://www.flatpanelshd.com/article.php ... 1297857148

TX-P42G30 (42”) 1200 Euro

TX-P46G30 (46”) 1475 Euro
TX-P50G30 (50”) 1730 Euro

Mun þetta ekki að kosta vel yfir 200 kallinn hvernig er það?


Jú. Þú mátt ekki gleyma að þessi G20 verð hjá SM.is eru 'tilboðsverð'; þegar þau voru ný þá voru 42" tækin í kringum 320þús kallinn í flestum búðum. Ég fékk mitt 42" G20 sérpantað í gegnum Elko (sem eru með verðvernd) á 290þús í júní í fyrra og það var algjört lágmarksverð sem ég gat fengið.

BTW, þá beið ég sérstaklega eftir G20 í staðinn fyrir að kaupa G10 á svipuðu verði og þú ert að sjá á G20 í dag. Eftir á að hyggja hefði ég betur sparað mér þennan 70þús kall og tekið G10. Eini marktæki munurinn sem ég sé á G20 og G30 er þessi 'Infinite Black 2' panell sem þarf ekki endilega að þýða neitt upp á myndgæði.



Skjámynd

Höfundur
REX
Nörd
Póstar: 115
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 18:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Panasonic Viera G20

Pósturaf REX » Fös 11. Mar 2011 16:38

Já, miðað við þessa reiknivél þá er 42 tommu sjónvarpið að fara kosta í kringum 330 þús kallinn.

G30 er svolítið meira heillandi þar sem það virðist hafa meira svona elegant lúkk heldur en G20. Er þó aldrei að fara borga 100 þúsundum í viðbót bara fyrir fallegra sjónvarp. Hef reyndar ekki ennþá náð að líta G20 augum í eigin persónu, getur vel verið að það komi fallega út, gráa ES týpan er kannski kúl líka.

En þarna ættu myndgæðin í G20 ekki að vera þau sömu í 46 tommunni eins og í 42"? Væri vígalegt að eiga 46" G20, færi aldrei í 50 tommurnar held ég, bæði vegna þess að það er augljóslega orðið mjög dýrt og svo hefur maður lesið um að allt yfir 46" sé farið að tapa myndgæðum og "teygjast".



Skjámynd

Hörde
Ofur-Nörd
Póstar: 242
Skráði sig: Mið 12. Feb 2003 15:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Panasonic Viera G20

Pósturaf Hörde » Fös 11. Mar 2011 17:03

Myndgæðin í 42" og 46" ættu að vera þau nákvæmlega sömu. Persónulega myndi ég jafnvel skoða þetta GT20 tæki sem er með þrívíddarfítus og kostar ekki nema 20 kalli meira; það er ekkert ólíklegt að panellinn sé einhverju betri en í G20 þó munurinn sé kannski lítill. Þrívíddarfítusinn er svosem misgagnlegur en hann skemmir ekki fyrir heldur.

Ef þú ert að spá í 50" þá gætirðu í raun alveg eins tekið S20 tækið á 260þús. Munurinn á S20 og G20 er í raun frekar lítill og snýst að flestu leyti um licensing mál frekar en myndgæði. S20 er með eldri kynslóðar panel og skortir THX mode (sama og G10) en, eins og ég sagði, þá sé ég hálfpartinn eftir því að hafa ekki tekið G10. Þessi THX stilling er örlítið betri en svonefnd True Cinema á G10/S20 en ég efast um að ég hefði saknað þess.

Ég myndi heldur ekki hafa áhyggjur af töpuðum myndgæðum í tækjum yfir 46 tommum. Það veltur kannski á því hversu nálægt tækinu þú situr en að öllu jöfnu er þetta bara þvæla.



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2493
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Panasonic Viera G20

Pósturaf svanur08 » Fös 11. Mar 2011 17:41

Er þetta sjónvarp sem hann er að tala um ekki THX certified ?


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

Hörde
Ofur-Nörd
Póstar: 242
Skráði sig: Mið 12. Feb 2003 15:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Panasonic Viera G20

Pósturaf Hörde » Lau 12. Mar 2011 02:59

svanur08 skrifaði:Er þetta sjónvarp sem hann er að tala um ekki THX certified ?


Það fer eftir því hvaða sjónvarp þú meinar, en G-línan er certified frá og með G20 módelinu. S-línan er það ekki.

Annars snýst þetta ekki beint um certification á tækinu sem slíku. Það er hins vegar stilling í boði á þessum tækjum sem á að vera calibrateuð skv. einhverjum THX staðli. Flatskjáir eru allir með stillingar eins og 'dynamic', 'normal', 'cinema', 'game' og þess háttar á meðan þessi svokölluðu THX certified tæki eru með eina stillingu í viðbót undir THX nafninu. Í sjálfu sér er þetta ekkert sem fólk getur ekki gert sjálft en til þess þyrfti litamæla og þess háttar.

Þetta er samt frekar svona nice-to-have fítus en eitthvað krítískt. Ef valið stæði á milli þessa fítuss og stærri skjás (fyrir sama verð) þá myndi ég persónulega frekar taka stærri skjáinn ef ég þyrfti. Munurinn á THX og Cinema er a.m.k. frekar lítill á tækinu mínu, og það er hægt að lesa sér til á netinu ef maður vill tjúna þetta til. Verðmunurinn er einfaldlega vegna þess að Panasonic þarf að borga aukalega fyrir THX nafnið frekar en það sé einhver marktækur munur á skjáunum sem slíkum.

Ég er ekki að segja að það sé ekki þess virði að borga aukalega fyrir þessa stillingu og vita að litirnir séu nokkurn veginn 100% fyrir bíómyndir í tækinu. Það er auðvitað ástæðan fyrir því að fólk eins og ég kaupir þessi tæki á annað borð. Ég myndi bara ekki kalla það deal breaker.




akarnid
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Lau 04. Nóv 2006 22:35
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Panasonic Viera G20

Pósturaf akarnid » Lau 12. Mar 2011 11:11

G20 er sá flottasti panell sem ég hef séð, hands down. Tengdu góða 1080p source í hann og við réttu skilyrðin er þetta betra en bió. Alveg sikimjúkt framerate alltaf, hef ekki séð það hökta, og black levels eru alveg crazy góðir. Þetta er er skjár fyrir kröfuharða, sem vilja bara það besta. Ef þú ætla hins vegar mestmegnis að vera að horfa á SD sources (sjónvarp) þá eru til betri valkostir sem eru ekki eins dýrir. En ef þú ætlar að horfa á Blu-Ray (diska eða rips) þá er þetta alveg 110% málið.



Skjámynd

Höfundur
REX
Nörd
Póstar: 115
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 18:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Panasonic Viera G20

Pósturaf REX » Þri 15. Mar 2011 18:26

Margir að kvarta yfir 'floating blacks' í skjánum á erlendum spjallborðum. Menn orðið varir við þetta? Hörde?
Nenni ekki að splæsa pening í þetta flotta sjónvarp ef það er með einhver svona leiðindi.



Skjámynd

Hörde
Ofur-Nörd
Póstar: 242
Skráði sig: Mið 12. Feb 2003 15:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Panasonic Viera G20

Pósturaf Hörde » Mið 16. Mar 2011 15:20

Jú, ég var líka búinn að lesa um þetta áður en ég keypti sjónvarpið mitt og ákvað að taka sénsinn. Þetta er samt ofmetið issjú og eitthvað sem maður hefði sennilega ekki spáð í ef maður hefði ekki heyrt af því (og er ástæðan fyrir að ég minntist ekki á þetta fyrr). Vinnufélagi minn sem benti mér á þetta (hann er sjálfur með eldri Panasonic plasma með sama vandamál) sá þetta aldrei á sínu sjónvarpi og veit ekki einu sinni að hans tæki falli undir þetta því ég vil ekki segja honum það. Þú getur litið á þetta þannig að það tók 4-5 ár áður en fólk tók eftir þessu.

Annars er þetta basically bara dynamic contrast eins og maður sér á mörgum/flestum LCD sjónvörpum. Það er ekki nema örsjaldan sem ég sé þetta poppa upp, og í raun bara þegar myndir eru í widescreen með svörtum borða fyrir ofan og neðan mynd (þegar myndin er meira widescreen en sjónvarpið). Ég hef aldrei tekið eftir þessu þegar myndin er í réttum 16:9 hlutföllum (þ.e. fullscreen) eða í tölvuleikjum, og síðan ég keypti sjónvarpið í júní hafa verið kannski 10-15 tilfelli þar sem ég tók eftir þessu.