Góðan daginn. Ég bý í stóru húsi þar sem eru mörg sjónvörp, 6 held ég. En við erum bara með 1 afruglara frá Vodafone, Amino 140
http://www.vodafone.is/sjonvarp/myndlyklar/amino140. En foreldrar mínir eru frekar miklir þverhausar og þau segja að eina leiðin til að dreifa merkinu frá afruglaranum um húsið sé að gera það í gegnum gamalt video tæki. En við þetta tapast myndgæði auk þess sem afruglarinn er ekki einu sinni tengdur við neitt sjónvarp og því þarf maður að labba langa leið til að skipta um stöð á afruglaranum, auk þess sem maður sér ekkert hvaða stöð maður er að skipta á
Ég er nokkuð viss um að það eigi að vera hægt að gera þetta einhvern veginn öðruvísi, en veit þó ekki hvernig. Getið þið komið með einhverjar tillögur?
Og foreldrar mínir eru að fara til USA eftir tvær vikur ef það er eittvað ódýrt að kaupa það sem þarf þar....