ég spyr nú hvaða Þráðlausu leikjaheyrnatól er best að versla sér?
Hvað er best a markaðinum í dag
var að spá í þessum
http://tl.is/product/vengeance-2100-71- ... aheyrnatol
Thormaster1337 skrifaði:Góðan dag/kvöldið vaktrarar
ég spyr nú hvaða Þráðlausu leikjaheyrnatól er best að versla sér?
Hvað er best a markaðinum í dag![]()
var að spá í þessum
http://tl.is/product/vengeance-2100-71- ... aheyrnatol
machinefart skrifaði:Ef leikjaaðstaðan leyfir þér að spila með opin heyrnartól þá myndi ég allavega rannsaka þessi hér frekar http://www.tolvutek.is/vara/sennheiser- ... heyrnartol
lætur 10 þúsund kallinn fara í borðstandandi mic.
Allavega ef þú ert að hugsa út í skotleiki þá myndi ég forðast þetta 5.1 og 7.1, það er bara sölutrick

Sallarólegur skrifaði:Afhverju í ósköpunum viltu 7.1 headphones?
Þetta er markaðssetningarbrella.
Frantic skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Afhverju í ósköpunum viltu 7.1 headphones?
Þetta er markaðssetningarbrella.
Af hverju er það brella?
Þurfum að venja okkur á þegar við fullyrðum eitthvað að backa það upp.
Annað hvort með linkum eða rökum.
Hvaða specca á maður að eltast við í headphones hunting?
SolidFeather skrifaði:Eru ekki bara samtals 2 driverar í þessum tólum og svo eitthvað software sem sér um að drullumixa hljóðið?
machinefart skrifaði:Tjah, í þessu tilviki finnst mér nánast betra að spyrja hvort þú viljir ekki bara finna grein sem bakkar upp 5.1?
ef ég gef þér töfrapillu til þess að þú verðir súperman, er það þá orðið þitt hlutverk að sýna fram á að pillan virki ekki?
5.1 heyrnartól staðsetja svo sannarlega ekki 5 hátalara vel dreyfða í kringum þig inni í rými og 1 bassabox í rýmið. Heilinn notar tímasetningu hljóða til þess að reikna út staðsetningu hluta. Hvernig getur þá hjálpað þér eitthvað að senda hljóð úr 5 hljóðdósum sem allar eru roughly in the same spot? Ég googlaði þetta, finn ekki grein sem er eitthvað marktæk vísindalega, en eins og ég segi, eigum við virkilega að fara að setja sönnunarbyrði á claim fyrirtækja á einstaklinginn? Get bara sagt af eigin reynslu að þessi heyrnartól eru villandi ef eitthvað er.
Það eru tvær leiðir sem að minni reynslu hjálpa við það að fá surround sound, annars vegar hugbúnaður og hins vegar opin heyrnartól. Skal fara aðeins nánar í þetta, opin heyrnartól eru universally accepted að hafa víðara soundstage heldur en lokuð, þetta hefur eitthvað með það að gera að það bergmálar meira innan í lokuðum heyrnartólum því hljóðið sem kemur út um bakhluta hljóðdósarinnar sleppur ekki út sem virðist rugla heilann eða af einhverjum ástæðum valda því að skynjunin á staðsetningu versnar. Það eru margir faktorar sem hafa áhrif á upplifunina og því miður lítið að finna annað en spjall á forums.
Hugbúnaðar hliðin er einfaldari, að mínu mati er besta leiðin fyrir surround sound á náttúrulegan máta í tölvuleik að velja headphones mode í sound stillingum en þetta er ekki alltaf í boði. Þá eru hljóð í vinstri og hægri rás spiluð og reiknuð miðað við það að hátalararnir (heyrnartólin í þessu tilviki) séu þá við vinstra og hægra eyra en ekki fyrir framan einstaklinginn, síðan er bara leikið á heilann með því að láta hljóð berast af mismunandi styrk og á mismunandi tímasetningum í eyrun. Þarna eru eflaust einhver líkön sem eru notuð til útreiknings en ég nenni ekki að finna það (vonandi chimar einhver bara inn).
Síðan er líka til hugbúnaður með hljóðkortum sem menn hafa notað með misgóðum árangri sem á að vinna hljóðið áður en það fer í tólin og mynda svona "virtual surround".
Ég ætla að ljúka þessu surround dæmi með videoi sem er búið til með því að hafa hljóðnema í hvoru eyra, þá myndast alveg creepy gott hljóðrými í kringum mann https://www.youtube.com/watch?v=IUDTlvagjJA og vil benda á að það má finna binaural upptökur af tónlist í einhverju mæli núorðið
Varðandi spekka á heyrnartólum þá eru þeir því miður að verða minna og minna marktækir. Að sjálfsögðu má horfa á t.d. frequency range sem er yfirleitt gefið, sá spekk er hinsvegar alveg svakalega misleiðandi. Það eina sem hann segir er á hvaða tíðnisviðum heyrnartólin geta framkallað hljóð, ekkert um hversu hátt hljóð heyrist.
Spekkar sem eru praktísk atriði eru mikilvægir í réttu vali, það er t.d. sensitivity, resistance og hvort þau séu opin eða lokuð. Sensitivity og resistance gefa saman góða hugmynd um hversu öflugan magnara þú þarft og hversu hátt hljóðið úr heyrnartólunum verður úr hverjum magnara fyrir sig.
Besta leiðin til þess að fá eitthvað út úr "spekkum" fyrir heyrnartól er að skoða frequency response gröf, þá er hljóð sweepað frá lægstu tíðni á hæstu og útslag hljóðsins (volume) mælt, þetta gefur þér hugmynd um hvernig hljóð mun hljóma úr ákveðnum tólum, þar getur þú þá t.d. lesið út hversu mikill bassi er í heyrnartólunum og fleira. Rökin hér eru að því flatari lína sem fæst úr því grafi (lítil breyting á hljóði eftir tíðni), því "betri" eru heyrnartólin því þá ertu að fá hljóm sem er hvað líkastur því hvernig sá sem samdi tónlistina heyrði hana - hinsvegar er það augljóst að hér ræður smekkur máli.
Önnur leið til þess að mæla heyrnartól eru kassabylgjur og impúlsar sem mæla betur real world aðstæður en eru flóknari að lesa úr, hér má lesa aðeins um það http://www.innerfidelity.com/content/he ... e-response

machinefart skrifaði:SolidFeather skrifaði:Eru ekki bara samtals 2 driverar í þessum tólum og svo eitthvað software sem sér um að drullumixa hljóðið?
þeir claima margir að það séu fleiri en 2 driverar, http://www.razerzone.com/gaming-audio/razer-tiamat-71
ég held reyndar að þau claims séu alveg rétt. Sumt af þessu drullumixi er ágætt í því að ýkja upp skynjun staðsetningar en eru ekki kannski jafn góð í því að halda nákvæmni. Hér er ein hugbúnaðarlausn sem gengur út á að skapa þrívíddarupplifun https://www.massdrop.com/buy/out-of-you ... r-software
þetta virkar að vísu ekki í tölvuleiki því mér skilst það sé dágott delay á þessu, einnig skilst mér að raunafurðin sé talsvert lakari en samplin
Frantic skrifaði:Good ass svar!
SolidFeather skrifaði:machinefart skrifaði:SolidFeather skrifaði:Eru ekki bara samtals 2 driverar í þessum tólum og svo eitthvað software sem sér um að drullumixa hljóðið?
þeir claima margir að það séu fleiri en 2 driverar, http://www.razerzone.com/gaming-audio/razer-tiamat-71
ég held reyndar að þau claims séu alveg rétt. Sumt af þessu drullumixi er ágætt í því að ýkja upp skynjun staðsetningar en eru ekki kannski jafn góð í því að halda nákvæmni. Hér er ein hugbúnaðarlausn sem gengur út á að skapa þrívíddarupplifun https://www.massdrop.com/buy/out-of-you ... r-software
þetta virkar að vísu ekki í tölvuleiki því mér skilst það sé dágott delay á þessu, einnig skilst mér að raunafurðin sé talsvert lakari en samplin
Já, en þessi tilteknu tól sem sem OP linkar á eru bara 2.0 sýnist mér og "7.1" mixað með software-i. Sýnist þetta vera svipað og CMSS sem er að finna á creative kortunum: Það hefur aldrei virkað vel IMO. Þetta er kannski töff ef maður er 12 ára.
Thormaster1337 skrifaði:ég á Sennheiser HD595 sem eg er buinn að eiga síðan 2008 sem eru opinn og mjög góður hljómur frá þeim.
Og að auki líka Sennheiser HD465 sem eru líka opinn. og lokuð Sennheiser PC330 G4ME með mic. svo Razer Kraken pro/með mic , sem eru lokuð..
Eru þessi hérna þá eitthvað betri en þessi þráðlausu sem eg linkaði á?
"The world's first true 7.1 Gaming Headset"
http://www.razerzone.com/gaming-audio/razer-tiamat-71
ég er mikið fyrir að spila fps leiki btw. eins og Battlefield 3 og 4 , Counterstrike og fleira
machinefart skrifaði:Thormaster1337 skrifaði:ég á Sennheiser HD595 sem eg er buinn að eiga síðan 2008 sem eru opinn og mjög góður hljómur frá þeim.
Og að auki líka Sennheiser HD465 sem eru líka opinn. og lokuð Sennheiser PC330 G4ME með mic. svo Razer Kraken pro/með mic , sem eru lokuð..
Eru þessi hérna þá eitthvað betri en þessi þráðlausu sem eg linkaði á?
"The world's first true 7.1 Gaming Headset"
http://www.razerzone.com/gaming-audio/razer-tiamat-71
ég er mikið fyrir að spila fps leiki btw. eins og Battlefield 3 og 4 , Counterstrike og fleira
Af því sem þú nefnir eru HD595 langbest í fps leikina. Lestu nú það sem ég hef skrifað að ofan. Ég talaði um að fleiri en 1 driver per earcup væri absolute crap, þessi headphone frá op eru ekki svoleiðis reyndar. Það er því einhver séns þeim sé bjargandi ef það er hægt að slökkva á þessu virtual surriound dæmi (sem þeir kalla 7.1) og ef þau hljóma ágætlega, eina leiðin til að prófa það er að prufa þau. Op er með mjög skýrar kröfur varðandi heyrnartólin sín og það er í raun alveg galtómur markaður sem hann sjoppar á, hugsa að þessi corsair gætu svosum verið allt í lagi fyrst það má ekki beygja frá neinum kröfum, er ekki viss um að það sé allavega hægt að gera betur, reyndar heyrði ég góða hluti um skullcandy PLYR (það kom mér verulega á óvart).
Til þess að fara aftur í tilgang þráðsins þar sem op er í raun að leita sér að þráðlausu headsetti og er ekki með kröfu á 7.1 (sem var bara í raun misleiðandi í titli) þá eru þessi corsair einn möguleiki og hinn er skullcandy plyr. Ekki dæma þessi tól eftir verði, dæmdu þau eftir hljóði og þægindum. Ég er búinn að gefa nóg af ráðum sem ganga út á það að OP fái sér öðruvísi týpu en hann vill