Ég sé fram á að sprengja þakið á gagnamagninu hjá mér mjög fljótt ef ég hef ekki tök á að lækka myndgæðin á netflix og hulu. Því sný ég mér til ykkar og spyr, hefur einhver fundið út hvort og þá hvernig ég get stillt myndgæði (og þar með lækkað gagnanotkun) á netflix, hulu og amazon instant video í FireTV?
Síðustu 3 daga hefur tæplega helming af gagnanotkun þessa mánaðar átt sér stað, samt er netflix/hulu/amazon instant video ekkert mikið meira í notkun yfir þá 3 daga samanborið við dagana fyrir aðfangadag, þvi er eini munurinn myndgæðin (enda er munurinn á medium (0.7 GB/hour) og high (3 GB/hour) á netflix mjög mikill í gagnanotkun sem dæmi).
TL;DR: Hvernig get ég breytt myndgæðum á netflix/hulu/amazon instant video á Amazon FireTV?