Síða 1 af 1

Stýra kælingu í sjónvarpsskáp

Sent: Fim 29. Jan 2015 09:11
af peturm
Sælir vaktarar

Ég er með lokaðan skáp þar sem magnari, STB, Roku, SAT og álíka dót situr.
Til að halda lífinu í þessu þá er ég með tvær viftur, önnu blæs inn og hin út.
Þessum viftum er stýrt með termo sem er inn í skápnum og kveikir á þeim þegar ákveðnum hita er náð.

Að auki er ég með eina svona
http://store.antec.com/cooling/av-cooler.html
Þetta eru í raun bara viftur sem blása loftinu frá magnaranum og aftur í skápinn þar sem hinvar vifturnar taka við og koma heitu lofti út.
Gallinn við þetta er að ég vil helst ekki stýra þessu með sama termo og hinar vifturnar eru á en ég vil heldur ekki hafa alltaf kveikt á þessu.

Þá kemur að spurningunni:
Vitið þið til þess að ég get einhvern vegin stýrt því að það sé slökkt/kveikt á þessu eins og magnarinn?
Þ.e. þegar ég kveiki á magnaranum þá kveiknar á þessu og öfugt.

Re: Stýra kælingu í sjónvarpsskáp

Sent: Fim 29. Jan 2015 09:15
af svanur08
Best væri bara að vera ekki með þetta í lokuðum skáp, þetta á eftir að fyllast allt af ryki á no time.

Re: Stýra kælingu í sjónvarpsskáp

Sent: Fim 29. Jan 2015 09:23
af peturm
svanur08 skrifaði:Best væri bara að vera ekki með þetta í lokuðum skáp, þetta á eftir að fyllast allt af ryki á no time.


Well, I´m working with what I got...

Geri mér grein fyrir að þetta er ekki besti mögulegi kosturinn en þetta er það sem ég þarf að notast við núna.

Re: Stýra kælingu í sjónvarpsskáp

Sent: Fim 29. Jan 2015 09:32
af svanur08
kannski finnur eitthvað hérna ----> https://www.youtube.com/results?search_ ... in+cabinet

Re: Stýra kælingu í sjónvarpsskáp

Sent: Fim 29. Jan 2015 09:54
af kubbur
náðu þér í avo mæli og opnaðu magnarann, reyndu að finna jörð og plús með sömu spennu og viftan, prufaðu svo að slökkva á magnaranum og sja hvort spennan fari, þannig myndi é´g allavega gera það

Re: Stýra kælingu í sjónvarpsskáp

Sent: Fim 29. Jan 2015 13:10
af peturm
kubbur skrifaði:náðu þér í avo mæli og opnaðu magnarann, reyndu að finna jörð og plús með sömu spennu og viftan, prufaðu svo að slökkva á magnaranum og sja hvort spennan fari, þannig myndi é´g allavega gera það


Magnarinn er í ábyrgð svo ég læt það eiga sig :)

Re: Stýra kælingu í sjónvarpsskáp

Sent: Fim 29. Jan 2015 14:13
af playman
Fljótlegasta og örugglega ódýrasta reddingin væri að fá sér fjöltengi ef on/off rofa og tengja
í hann það sem að þú vilt nota með viftunum.

Annars dettur mig í hug að nota eitthvað sem að nemur spennu frá hátalaratengjum og lætur svo switch vita að hann eigi að
starta sér upp og hleipa rafmagni í gegnum sig. þannig fer hann bara í gang þegar að þú hefur kveikt á magnaranum, og ekkert fikt við
magnaran á sér stað og því heldur þú ábyrgðinni.

Re: Stýra kælingu í sjónvarpsskáp

Sent: Fim 29. Jan 2015 14:35
af kubbur

Re: Stýra kælingu í sjónvarpsskáp

Sent: Fim 29. Jan 2015 15:45
af hagur
Hvernig magnari er þetta? Minn magnari er með trigger output einmitt til að gera svona hluti.

Re: Stýra kælingu í sjónvarpsskáp

Sent: Fös 30. Jan 2015 08:28
af peturm
hagur skrifaði:Hvernig magnari er þetta? Minn magnari er með trigger output einmitt til að gera svona hluti.


Þetta er svona græja:
Mynd

Re: Stýra kælingu í sjónvarpsskáp

Sent: Fös 30. Jan 2015 09:46
af svanur08
Það er aðalega trigger á mögnurum sem eru í dýrari kantinum.