Síða 1 af 1

Hvort tækið ætti maður að taka?

Sent: Fim 24. Mar 2016 08:26
af dedd10
Sælir

Nu stendur valið svona eiginlega a milli tveggja tækja.

http://ht.is/product/49-uhd-sjonvarp

Eða

http://ht.is/product/50-uhd-smart-tv-android

Eg svona hallast meira i áttina að LG, hvað segja menn herna?

Re: Hvort tækið ætti maður að taka?

Sent: Fim 24. Mar 2016 10:22
af reyniraron
Sko, LG tækið hefur náttúrulega þann kost að það styður HEVC. Hins vegar er Android TV (Philips tækið) örugglega talsvert betra en þetta smart dæmi hjá LG. Með Android TV hefur þú náttúrulega aðgang að fullt af Android forritum s.s. Kodi. Ég myndi frekar taka Philips byggt á þessu en ég myndi samt fara út í búð og skoða bæði tækin upp á myndgæði að gera.

Re: Hvort tækið ætti maður að taka?

Sent: Fim 24. Mar 2016 10:43
af dedd10
Ja finnst eiginlega eini munurinn vera smart tv vs android en geri ekki ráð fyrir að nota það neitt vegna þess að eg er bæði með android tv box og mac mini tengt við tæki.

En annars er LG með quad core og philips bara með dual core örgjörva. Er það ekki frekar mikill munur uppa keyrlslu?

Re: Hvort tækið ætti maður að taka?

Sent: Fim 24. Mar 2016 13:10
af russi
dedd10 skrifaði:Ja finnst eiginlega eini munurinn vera smart tv vs android en geri ekki ráð fyrir að nota það neitt vegna þess að eg er bæði með android tv box og mac mini tengt við tæki.

En annars er LG með quad core og philips bara með dual core örgjörva. Er það ekki frekar mikill munur uppa keyrlslu?



Þar sem þú ert með Set-Top box og tölvu tengda við, þá er LG líklega málið. Þú ættir bara að fá bera þau almennilega saman sjálfur með sömu mynd og fá að fikta aðeins í stillingum á meðan til að skoða. Það að annað tækið styður HEVC er þá ertu strax kominn með sterkan kost.

Re: Hvort tækið ætti maður að taka?

Sent: Fim 24. Mar 2016 13:13
af reyniraron
Þess má geta að ég skrifaði þetta á undan russa, hann póstaði bara aðeins á undan mér. Sammála því sem hann sagði:
Ég veit voða lítið um þessi sjónvörp svo ég get ekki sagt með vissu hvort quad vs. dual-core skipti máli (hugbúnaðurinn er örugglega misvel optimizaður). Fyrst að þú ert með Android TV og Mac mini skipta smart TV fídusar þig ekki máli og örgjörvinn hefur þá ekkert um það að segja hvort tækið henti þér betur. Ég mæli með því að þú kíkir í HT og skoðir tækin. Fáir kannski að setja einhverja mynd á bæði tækin (á USB eða eitthvað). Svo tekurðu bara það tæki sem þér finnst gefa betri mynd. Ef lítill munur er á væri HEVC stuðningur náttúrulega ekki verri.

Re: Hvort tækið ætti maður að taka?

Sent: Fim 24. Mar 2016 20:45
af dedd10
HEVC, hvað gerir það nákvæmlega ?

Re: Hvort tækið ætti maður að taka?

Sent: Fim 24. Mar 2016 23:23
af reyniraron
HEVC gerir ekkert í sjálfu sér. Það er vídeóformat (eins og MPEG2, MPEG4, H.264, ProRes, Windows Video o.s.frv.). HEVC er nýjasta kynslóð H.26X (MPEG4) formatanna og er því stundum kallað H.265. Síðustu ár hefur H.264 verið mikið notað til að þjappa vídeóum á netinu þar sem að það býður upp á góð myndgæði við tiltölulega lágt bitrate (ekki þung vídeó). H.264 er t.d. notað á YouTube, Vimeo, Netflix, Sarpinum og í raun flestum öðrum vídeóþjónustum á netinu. HEVC er tiltölulega nýr staðall en hann kemur í stað H.264. Þjöppunin er mikið betri og t.a.m. geta verið sambærileg myndgæði í 2 Mb/s HEVC vídeói og í 8 Mb/s H.264 vídeói. Með tilkomu 4K vídeós á netinu er HEVC mjög gagnlegt þar sem það minnkar bandvíddarþörf til muna. Eins og er eru ekki mjög mörg tæki sem eru með hardware HEVC decoder en þetta sjónvarp virðist vera eitt þeirra.
tl;dr:
HEVC kemur til með að vera notað mikið í framtíðinni og er góður eiginleiki upp á future-proofing að gera.

Re: Hvort tækið ætti maður að taka?

Sent: Fös 25. Mar 2016 19:07
af dedd10
Ja eg skil svo þetta hefur engin áhrif a td hvernig myndir sem eru i verri gæðum koma upp a skjánum eins og eg hafði hugsað mer haha

Re: Hvort tækið ætti maður að taka?

Sent: Fös 25. Mar 2016 19:11
af svanur08
dedd10 ef þú vilt horfa á 4K blu-rays þarftu HEVC stuðning svo það er must ef þú ætlar í 4K.

Re: Hvort tækið ætti maður að taka?

Sent: Fös 25. Mar 2016 20:39
af dedd10
svanur08 skrifaði:dedd10 ef þú vilt horfa á 4K blu-rays þarftu HEVC stuðning svo það er must ef þú ætlar í 4K.


Ja eg skil, er lika buin að prufa horfa a bæði tækin. Reyndar 55" útgáfuna af philips en það er nákvæmlega eins. Og se litinn sem engan mun þannig sed a myndgæðum. En hljóðið i LG er mun betra finnst mer, eru þeir ekko frekar framarlega þegar kemur að soundi i sjónvörpum i dag?

Re: Hvort tækið ætti maður að taka?

Sent: Fös 25. Mar 2016 21:03
af svanur08
Þetta er það sem er komið í 4K blu-ray allt í HEVC.

http://www.blu-ray.com/movies/search.ph ... ion=search

Re: Hvort tækið ætti maður að taka?

Sent: Fös 25. Mar 2016 22:48
af hagur
svanur08 skrifaði:dedd10 ef þú vilt horfa á 4K blu-rays þarftu HEVC stuðning svo það er must ef þú ætlar í 4K.


Það er Blu-Ray spilarinn sem sér um HEVC decoding, ekki sjónvarpið.

Re: Hvort tækið ætti maður að taka?

Sent: Lau 26. Mar 2016 19:04
af dedd10
Svoleiðis, hvað gerir þetta þá?

Re: Hvort tækið ætti maður að taka?

Sent: Lau 26. Mar 2016 20:08
af frappsi
dedd10 skrifaði:Svoleiðis, hvað gerir þetta þá?

Þetta gerir það að verkum að sjónvarpið getur höndlað 4k streymi, t.d. frá Netflix eða youtube, án þess að þú sért með einhvern millilið.

Re: Hvort tækið ætti maður að taka?

Sent: Sun 27. Mar 2016 20:09
af dedd10
Okei það er reyndar mjög góður kostur. Held að LG verði fyrir valinu, er einhver hérna sem á svona tæki?