Snúrur undir nýtt parket


Höfundur
lexusinn
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Mán 25. Ágú 2014 19:33
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Snúrur undir nýtt parket

Pósturaf lexusinn » Mið 15. Jún 2016 14:08

Sælir!
Ég veit að það er búið að fjalla um þetta áður, en engin var með lausnina.
Er hægt að leggja hátalarasnúrur fyrir bakhátalara í undirlag undir harðparket og ef þá hvernig snúrur ?

kveðja s.e.




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Snúrur undir nýtt parket

Pósturaf Dúlli » Mið 15. Jún 2016 14:22

Getur þú ekki lagt meðfram listanum ?

Ef þú vilt leggja undir parketið sjálft mynd ég þá fræsa rauf, Hugsa að sama hvernig snúru þú leggur undir, undirlagið þá muni koma skekkja í parketið.

Þarft ekki að leggja nein spes snúru, getur svosem notað lampasnúru sem er 0,75q eða 1q þá ertu safe. Hugsa að það skipti máli hvernig hátalara þú sért með.

En það er ekkert að því að setja þetta beint undir parketið og undirlagið myndi aldrei gerast neitt við snúruna, Þetta er frekar málið um það hvort það kæmi bunga eða svona upplifting.

Mátt pósta update og myndum um hvernig þú munt enda við að framkvæma þetta :)



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3095
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 443
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Snúrur undir nýtt parket

Pósturaf hagur » Mið 15. Jún 2016 17:10

Ef þú ferð með þetta undir parketið myndi ég klárlega fræsa í gólfið, það er minna mál en maður heldur. Hægt að leigja fræsara t.d hjá Byko og plugga ryksugu á hann. Annars bara fara meðfram parketinu og setja svo gólflistana yfir.




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1753
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 140
Staða: Ótengdur

Re: Snúrur undir nýtt parket

Pósturaf blitz » Mið 15. Jún 2016 18:39

Fræsa í gólfið og leggja rör fyrir snúruna.


PS4

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1246
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 374
Staða: Ótengdur

Re: Snúrur undir nýtt parket

Pósturaf Njall_L » Mið 15. Jún 2016 20:44

Getur líka notað eitthvað í þessa áttina til að sleppa við alla fræsingu
http://www.ebay.com/itm/50ft-16AWG-Pure ... 2142523111


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5496
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1018
Staða: Ótengdur

Re: Snúrur undir nýtt parket

Pósturaf appel » Mið 15. Jún 2016 21:19

Er ekki eitthvað nokkura millimetra lag af einangrun lagt undir parket? Hví ekki að taka dúkahníf og "fræsa" hann þannig fyrir þessum þunnu hátalasnúrum?


*-*


Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Snúrur undir nýtt parket

Pósturaf Dúlli » Mið 15. Jún 2016 21:25

appel skrifaði:Er ekki eitthvað nokkura millimetra lag af einangrun lagt undir parket? Hví ekki að taka dúkahníf og "fræsa" hann þannig fyrir þessum þunnu hátalasnúrum?


Held að það sé engin regla á bakvið þetta.

Það er bara fallegast og snyrtilegast að fræsa eða setja í listann, Fer líka allt eftir því hvernig snúru hann ætli að nota.

Held að það sé ekki sniðugt að slíta þessa einangrun í sundur þar sem hún veitir einangrun frá steipu. En Þetta er bara smekkst atriði, fer allt eftir því hvað hann sé tilbúin að eyða mikið og hvernig hann vill ganga frá þessu.

Þótt þessi framkvæmd sé sama hvernig hann geri þetta, er hún ekki dýr.



Skjámynd

brain
vélbúnaðarpervert
Póstar: 976
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 134
Staða: Ótengdur

Re: Snúrur undir nýtt parket

Pósturaf brain » Fim 16. Jún 2016 02:36

Sá að í parketlistum í Byko, er rauf aftan á eimitt fyrir kapla.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4972
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 870
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Snúrur undir nýtt parket

Pósturaf jonsig » Fim 16. Jún 2016 20:03

mjög líklega þarftu bara mjög þunna kapla .




siddi85
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Þri 08. Mar 2011 19:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Snúrur undir nýtt parket

Pósturaf siddi85 » Fim 16. Jún 2016 22:25

Klárlega fræsa, ekki hugsa um neitt annað. Skáborar svo upp vegginn og setur "eftir á" dós.




Diddmaster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 352
Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
Reputation: 70
Staðsetning: Reykjanesbæ
Staða: Ótengdur

Re: Snúrur undir nýtt parket

Pósturaf Diddmaster » Fim 16. Jún 2016 23:18

fyrir nokrum árum setti ég síma snúru undir parket lagði hana í samskeitinn á unditlagjinu sem var þykkara en þetta hvíta var grænt á litinn kom eingin bunga en ég veit ekki hvort þetta virkar enn því ég seldi 2007 svo að skera rauf fyrir hátallara snúru í undirlag get ég ekki séð að það sé eitthvað að því


Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum