Alexa getur pásað YouTube Music í fartölvunni + þráður um snjallhátalarafídusa
Sent: Mið 01. Apr 2020 04:50
Nota Alexa tengt við Logitech hátalarasett. Alexa er líka bluetooth móttakari fyrir hljóð úr fartölvunni. Þannig ég nota Alexa til að tengja fartölvuna við hátalarana. Allt annað líf að losna við kaplana. Ef ég er að lesa í fartölvunni uppi í rúmi segi ég Alexa að setja á ambient (tónlist). Ef ég byrja að spila vídjó í tölvunni þá pásar Alexa tónlistina og auðvitað spilar hljóðið úr vídjóinu. Ef ég pása vídjóið þá unpausar Alexa ambientið. Ef ég vil svo frekar hlusta og horfa á tónlistarvídjó frá YouTube Music á meðan ég geri líkamsrækt þá bara set ég það í gang í fartölvunni, svo get ég notað Alexa til að skipta um vídjó eða pása þau eða hækka og lækka, þarf ekki einu sinni að fara af þrekhjólinu. Þvílík snilld. Fattaði þetta allt bara með því að nota hana sem bluetooth receiver fyrir hátalarana. Þurfti ekki að setja neitt upp, bara tengja bluetooth.
Ef þið hafið einhverjar álíka sögur eða skemmtilegar fídusafrásagnir af snjallhátölurum eða jafnvel öðrum snjallgræjum þá meigið þið deila.
Ef þið hafið einhverjar álíka sögur eða skemmtilegar fídusafrásagnir af snjallhátölurum eða jafnvel öðrum snjallgræjum þá meigið þið deila.