Síða 1 af 1

Samsung S95B QD-OLED virðist reyna að svindla á mælingum

Sent: Mán 25. Apr 2022 22:47
af njordur9000
https://www.youtube.com/watch?v=rhto9MmiExE

Mjög athyglisvert myndband frá Vincent Teoh frá HDTVTest um nýju Samsung QD-OLED sjónvörpin sem beðið hefur verið eftir með eftirvæntingu. Það er eins og Samsung hafi stillt tækin sérstaklega til að ofmetta liti en þó á lævísan hátt þannig að það sé líklegt að þeir sem mæli það yfirsjáist það.

Það var Samsung líkt að ofmetta liti og er í sjálfu sér engin dauðasynd en að vera svona undirförlir og reyna að fela það er óafsakanlegt. Sýnir bara að Sony A95K með sama skjá verði örugglega peninganna virði yfir Samsunginn þótt það verði ábyggilega dýrara.

Re: Samsung S95B QD-OLED virðist reyna að svindla á mælingum

Sent: Mið 27. Apr 2022 00:00
af jonsig
Kemur það niður á endingu ? Er verið að keyra leddurnar harðar svo þær lifi skemur fyrir einhver sýndar flottheit , eða hvernig virkar þetta ?