App fyrir lócal sjónvarp


Höfundur
telemakkus
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Fös 01. Maí 2009 13:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

App fyrir lócal sjónvarp

Pósturaf telemakkus » Fim 07. Júl 2022 18:01

Eftir að hafa verið notandi að smart tv og ekki notað loftnet í nokkur ár. þá er skrítið að þurfa alltaf að styðjast við aukabúnað eins og androidbox e.tc. til að ná local stöðvum. Ég hefði haldið að það væri akkur sjónvarpsframleiðenda og seljenda að bjóða uppá app sem neytandinn gæti auðveldlega tengt sínum heimastöðvum. Það væri líka hagur sjónvarpsstöðvanna. Fleiric áhorfendur, fleiri auglýsingar. Svona forrit eins og novatv, stöð2 appið eða rúv virðast ekki vera svo mikil forritanleg stórvirki að það myndi kosta nema hluta af því sem þessi fyrirtæki eyða í auglýsingar. Og hver vill ekki hvort sem maður býr í Reykjavík eða Rúandali hafa aðgang að sínu heimasvæði?



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: App fyrir lócal sjónvarp

Pósturaf appel » Fim 07. Júl 2022 19:09

Sjónvarpstækjaframleiðendur geta selt sjónvörp sín á lægra verði því þau rukka aðila fyrir að vera með öpp sín á þeirra platformi. Það er ekkert ókeypis í þessum heimi, allir vilja sitt kött.

T.d. borgar Netflix ákveðið mikið til Samsung fyrir að hafa appið þeirra pre-installað og þeir borga líklega fyrir hvern user.
Síðast breytt af appel á Fim 07. Júl 2022 19:10, breytt samtals 1 sinni.


*-*


orn
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: App fyrir lócal sjónvarp

Pósturaf orn » Fim 07. Júl 2022 19:33

NovaTV er fáanlegt á Samsung og LG sem og öllum sem nota AndroidTV, s.s. Sony og Philips. Tækin þurfa samt að vera sæmilega nýleg. Samsung yngra en 2017 sem dæmi.




Höfundur
telemakkus
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Fös 01. Maí 2009 13:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: App fyrir lócal sjónvarp

Pósturaf telemakkus » Fim 07. Júl 2022 20:51

Gaman að heyra þetta með novatv á samsung, ég hélt satt að segja að ég hefði hlaðið því inn sjálfur án þess að muna það. En það sem ég er að tala um er ekki bara íslenskar aðstæður heldur það að hvar sem þú ert í heiminum getirðu valið þér stöðvar sem eru hvort eð er opnar. Það er auðvitað hægt að kaupa iptv þjónustu með 1000 stöðvum en það er bara random dót og ólíklega nein lítil lócal stöð, eins og td Hringbraut eða stöð frá einhverjum smábæ í Texas eða hvar sem þú býrð.