Síða 2 af 5

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Fim 20. Okt 2022 10:23
af nonesenze
Já. Quantum dot er alveg annað og ég var alveg að spá í að fara í það en eins og er allavega vill ég frekar oled. Samsung loksins að koma á sjónvarps markaðinn eftir möörg ár

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Fim 20. Okt 2022 15:12
af jardel
Er rugl að fara í 75 tommur?
Verður tækið að vera oled?

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Fim 20. Okt 2022 15:26
af Hausinn
jardel skrifaði:Er rugl að fara í 75 tommur?
Verður tækið að vera oled?

Við vitum ekkert hvernig rými þitt lítur út svo að það er erfitt að svara því. Því lengra sem þú situr frá því, því stærra væri hæfilegra að hafa það. Tækið *þarf* auðvitað ekki að vera OLED, og ef að rými þitt er bjart með lítin valkost til þess að draga frá gluggum myndi OLED ekki henta þér vel.

Ef að þú vilt vera nokkurnveginn öruggur á því myndi ég halda áfram að safna aðeins þar til næstu útsölu og kaupa eitthvað gott tæki. Þessi þráður hér er með nokkuð góðar upplýsingar um hvaða sjónvörp eru þess virði:
https://www.reddit.com/r/HTBuyingGuides ... on_buying/

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Fim 20. Okt 2022 17:20
af Skaz
LG OLED er bara eina málið fyrir mig allavega. Ég get ekki lýst því hversu mikill munur það er á þessum panelum og gamla LG sjónvarpinu mínu.

Annars sýnist mér Sony vera á uppleið og stela merkjavöru titlinum af Samsung á næstu árum. Samsung er bara farið að kosta of mikið fyrir það eitt að heita Samsung.

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Fim 20. Okt 2022 19:38
af svanur08
Ef ég myndi kaupa nýtt TV í dag yrði það Panasonic OLED eða LG OLED, ekki alveg sáttur við mitt Samsung LCD.

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Fös 21. Okt 2022 00:25
af Bengal
Hef verið með Samsung QLED 55" síðan 2017 - aldrei slegið feilpúst en það kostaði líka smá monsa (340-50 ca.)

Ég er einmitt sjálfur í sjónvarps hugleiðingum, helst 75"
Miðað við hvað Samsung tækið núverandi er solid þá sé ég mig ekki annarsstaðar en að fara aftur í samsung.

SmartThings er líka svo næs

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Fös 21. Okt 2022 19:27
af Hlynzi
jardel skrifaði:Er rugl að fara í 75 tommur?
Verður tækið að vera oled?


Oftast ekki - stofan verður að ráða við það. Þumalputtan reglan hjá mér er að 65" í 4K lítur svipað stór út og 55" í Full HD. Svo 75" 4K er ca. eins og 65" í Full HD...í sjónrænni stærð.

OLED er flott tækni en ég persónulega tími ekki að borga meira en 300 þús. í hvert skipti fyrir sjónvarp, vil helst vera nær 100 þús. kr. og bíða þá bara örlítið lengur þangað til flottari tækin lækka. Af þessum tækjum sem eru komin með local dimming zones blæðir svarti liturinn mun minna yfir (þegar það er baklýsing verður svartur pínu gráleitur þar sem baklýsingin lekur í gegn, OLED pixill er bæði sín eigin baklýsing og litir svo svarti liturinn verður svartari og litir oft meira vibrant í þeim.

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Fös 21. Okt 2022 23:48
af jardel
Hvernig virkar þetta með oled tækin.
Þarf tækið að vera í stofu þar sem er allaf myrkur.
Má maður ekki hleypa neinu sólarljósii inn í stofuna?
Er maður þá að eyðileggja tækið?

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Fös 21. Okt 2022 23:52
af TheAdder
jardel skrifaði:Hvernig virkar þetta með oled tækin.
Þarf tækið að vera í stofu þar sem er allaf myrkur.
Má maður ekki hleypa neinu sólarljósii inn í stofuna?
Er maður þá að eyðileggja tækið?

OLED tækin eru ekki jafn björt og QLED tækin frá Samsung, ekki jafn þægilegt að sjá á þau í mikilli birtu. Ég er með OLED og dreg oftast fyrir þegar ég er að horfa á tækið, það er alveg hægt að horfa á það í fullri dagsnirtu, en litirnir eru ekki eins lifandi.

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Sun 23. Okt 2022 11:20
af jardel
Hvaða fídus þarf ég að hafa í huga varðandi bolta áhorf.
Tækið sem ég á er ekki að gera sig, allt of mikið flökkt á boltanum.

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Sun 23. Okt 2022 14:07
af pattzi
Er með 50" samsung smart tv síðan 2015... og enn í góðu lagi (er nuna inni herbergi)
Erum svo með 65" Sharp smart tv sem við keyptum í janúar á 99.990 á útsölu inní stofu (held samt 2019/2020 týpa)

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Sun 23. Okt 2022 15:38
af TheAdder
Ég held að í sambandi við íþróttagláp, þá sé refresh rate og GtG hraði það sem þú vilt skoða, til þess að vera með sem minnst ghosting. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, en ég held að QLED tækin séu framar á þessu sviði.

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Sun 23. Okt 2022 19:16
af jardel
TheAdder skrifaði:Ég held að í sambandi við íþróttagláp, þá sé refresh rate og GtG hraði það sem þú vilt skoða, til þess að vera með sem minnst ghosting. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, en ég held að QLED tækin séu framar á þessu sviði.


Takk fyrir svarið. Er semsagt best að verlsa 120 hz tæki
frekar en 60hz? Er það eina sem ég þarf að hafa í huga.

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Sun 23. Okt 2022 20:17
af TheAdder
jardel skrifaði:
TheAdder skrifaði:Ég held að í sambandi við íþróttagláp, þá sé refresh rate og GtG hraði það sem þú vilt skoða, til þess að vera með sem minnst ghosting. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, en ég held að QLED tækin séu framar á þessu sviði.


Takk fyrir svarið. Er semsagt best að verlsa 120 hz tæki
frekar en 60hz? Er það eina sem ég þarf að hafa í huga.

Ég er alls ekki vel að mér á þessu sviði, en ég hefd að GtG hraðinn skipti meira máli en refresh rate upp á að horfa á íþróttir, ef ég er að muna og skilja rétt, þá er það það sem minnkar "ghosting" sem gerur komið þegar hlutir hreyfast hratt á tækinu.

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Sun 23. Okt 2022 21:15
af jardel
TheAdder skrifaði:
jardel skrifaði:
TheAdder skrifaði:Ég held að í sambandi við íþróttagláp, þá sé refresh rate og GtG hraði það sem þú vilt skoða, til þess að vera með sem minnst ghosting. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, en ég held að QLED tækin séu framar á þessu sviði.


Takk fyrir svarið. Er semsagt best að verlsa 120 hz tæki
frekar en 60hz? Er það eina sem ég þarf að hafa í huga.

Ég er alls ekki vel að mér á þessu sviði, en ég hefd að GtG hraðinn skipti meira máli en refresh rate upp á að horfa á íþróttir, ef ég er að muna og skilja rétt, þá er það það sem minnkar "ghosting" sem gerur komið þegar hlutir hreyfast hratt á tækinu.



Veist þú hvar ég get séð upplýsingar um þennan GtG spec.
Þá er ég að meina þegar ég að skoða specs af ákveðnu tæki t.d þessu hér fyrir neðan.

https://www.displayspecifications.com/en/model/489c25c7

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Sun 23. Okt 2022 21:27
af TheAdder
Ég sé það hvergi þarna, og verð satt að segja að viðurkenna að mín takmarkaða þekking á þessu er þrotin eins og er. Gangi þér vel með að finna hentugt tæki.

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Mán 24. Okt 2022 16:21
af jardel
TheAdder skrifaði:Ég sé það hvergi þarna, og verð satt að segja að viðurkenna að mín takmarkaða þekking á þessu er þrotin eins og er. Gangi þér vel með að finna hentugt tæki.



Já þetta er erfitt fyrir neytendur að átta sig á þessu

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Mán 24. Okt 2022 16:40
af Moldvarpan
Þú ert með alltof háar kröfur miðað við budget.

Það er betra að hafa 120hz fyrir íþróttir útaf hraðanum.

Og 120hz 75" tæki munu öll kosta meira en 200k

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Mán 24. Okt 2022 17:08
af Hausinn
Moldvarpan skrifaði:Það er betra að hafa 120hz fyrir íþróttir útaf hraðanum.

En engin sjónvarpstöð er að senda út í 120fps, þó. 120hz ætti ekki að skipta neinu máli nema þú ert að leitast eftir "motion interpolation" sem gefur myndinni "plat" 120fps með insettum römmum.

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Mán 24. Okt 2022 17:24
af appel
Ef þið eruð með myndlykil og eruð að horfa á þessar fóboltastöðvar þar, þá myndi ég mæla með að stilla myndlykilinn á 50hz.
Hann er default í 60hz, þ.e. ef sjónvarpið er 60hz, veltur á sjónvörpum, flest eru í 60hz.

Vandamálið er að allar þessar sjónvarpsstöðvar með fótbolta eru í 25hz, og ef þú stillir sjónvarpið á 50hz þá gengur það upp, sami myndrammi í tvö skipti. En ef þú ert með þetta í 60hz þá færðu judder, svona jerky hreyfingar.

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Mán 24. Okt 2022 17:30
af Slayer
ég fíla qled betur og keyti 65 tommu samsung hjá ormson árið 2018
yfir 600 þúsund krónur fyrir youtube aðalega á meðan ég er að lesa bækur.

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Mán 24. Okt 2022 21:45
af jardel
Rosalega er þetta ruglingslegt. Sumir mæla með að það sé styllt á 50hz meðan aðrir tala um 120hz fyrir fótbolta áhorf. Ég er orðin ringlaður

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Mán 24. Okt 2022 22:15
af Hausinn
jardel skrifaði:Rosalega er þetta ruglingslegt. Sumir mæla með að það sé styllt á 50hz meðan aðrir tala um 120hz fyrir fótbolta áhorf. Ég er orðin ringlaður

Myndi ekkert vera að yfirhugsa þetta of mikið. Safnaðu bara aðeins þar til næstu útsölu og keyptu eitthvað gott OLED frá Sony eða LG eða eitthvað gott QLED frá Samsung. :happy

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Mið 26. Okt 2022 21:13
af jardel
Já þarf að skoða þetta, hallast frekar að qled finnst oled tækin of dökk.
Það sem ég er leita eftir er góðu tæki fyrir fótboltan og 4k efni. Ef þið mælið með einhverjum tækjum endilega hendið linkum hér inn.
Ég er að hugsa um 65"+ budget 220.000

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Sent: Fim 27. Okt 2022 10:37
af appel
jardel skrifaði:Já þarf að skoða þetta, hallast frekar að qled finnst oled tækin of dökk.
Það sem ég er leita eftir er góðu tæki fyrir fótboltan og 4k efni. Ef þið mælið með einhverjum tækjum endilega hendið linkum hér inn.
Ég er að hugsa um 65"+ budget 220.000


Skoðaðu líke QD-OLED frá Samsung, það eru oled tæki en bjartari.