Síða 1 af 1

Einföld öryggismyndavél

Sent: Fim 09. Feb 2023 11:43
af dedd10
Er að leita mér að ódýrri og einfaldri öryggismyndavél til þess að fylgjast með kettinum þegar við erum ekki heima.

Er að hugsa um 360 gráðu myndavél sem hægt að stýra bara með appi í símanum, rakst á þessar hjá elko:

https://elko.is/vorur/tp-link-c200-3mp- ... 3/TAPOC210

https://elko.is/vorur/d-link-dcs-6500lh ... /DCS6500LH

Einhver með reynslu af þessum eða getur mælt með öðrum?

Re: Einföld öryggismyndavél

Sent: Fim 09. Feb 2023 13:30
af elri99
Er með Tapo C110. Gott app og góð myndgæði.

Re: Einföld öryggismyndavél

Sent: Fim 09. Feb 2023 17:05
af dedd10
Þarf einhvern auka búnað eða er bara nóg að tengja með WiFi við app?

Re: Einföld öryggismyndavél

Sent: Fim 09. Feb 2023 20:14
af elri99
Þú þarft minniskort sem myndavélin tekur uppá. Ég er með 16GB sem durgar fyrir mig. Svo notarðu appið til að skoða beint streymi eða það sem vélin hefur tekið upp þegar hún skynjaði hreyfingu. Allskonar stillingar í boði. Tengist við wifi.

https://www.amazon.de/-/en/TP-Link-Tapo ... =8-30&th=1

Re: Einföld öryggismyndavél

Sent: Fös 10. Feb 2023 09:35
af Hjaltiatla
TP link er ágætis merki , eru yfirleitt ekki löt við að koma með Firmware/software uppfærslur á sín tæki og ef þú ert að leita ódýrri vél þá held ég að TP-Link C200 sé rétta valið.

Re: Einföld öryggismyndavél

Sent: Fös 10. Feb 2023 10:18
af TheAdder
Ég þekki til nokkurra með Mi vélar, sem hafa virkað fínt til síns brúks. Ég hef verið þeim innan handar með uppsetningu og notkun. Hingað til hefur komið til einu sinni að þurfti að power cycla myndavél sem var frosin.
https://www.mii.is/voruflokkur/heimilid ... skynjarar/

Re: Einföld öryggismyndavél

Sent: Sun 12. Feb 2023 09:18
af dedd10
Hugsa ég skoði þessa c200 vél, eitthvað annað sem ég ætti að skoða ?