Síða 1 af 1

Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Lau 13. Jan 2024 18:03
af hfwf
Kvöldið

Kominn tími til að skipta út einni 15sirka ára gamalli Electrolux vél

https://ht.is/siemens-upptvottavel-45cm-iq500-stal.html
https://ht.is/bosch-upptvottavel-45cm-stal.html

Þessar tvær koma til greina, en aðra koma vel til greina ef einhver hefur góða reynslu
Eina sem hún þarf að vera er með stál framhlið og 45cm.

Endilega ef einhver er sniðugur endilega dæla inn

mbk HFWF

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Lau 13. Jan 2024 18:50
af svanur08
15 ár nice, samsung sem ég var með 7 ár.

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Lau 13. Jan 2024 18:54
af Ghost
Þú vilt ekki halda þér í Electrolux fyrst hún entist svona lengi? :-k

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Lau 13. Jan 2024 18:57
af Gunnar
af þessum 2 þá siemens allveg 100%. hún er með hnífaparahillu efst sem er rosalega þægilegt.

en afhverju er ein af kröfunum að hún verður að vera með stál framhlið?

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Lau 13. Jan 2024 18:57
af hagur
hfwf skrifaði:Kvöldið

Kominn tími til að skipta út einni 15sirka ára gamalli Electrolux vél

https://ht.is/siemens-upptvottavel-45cm-iq500-stal.html
https://ht.is/bosch-upptvottavel-45cm-stal.html

Þessar tvær koma til greina, en aðra koma vel til greina ef einhver hefur góða reynslu
Eina sem hún þarf að vera er með stál framhlið og 45cm.

Endilega ef einhver er sniðugur endilega dæla inn

mbk HFWF


Bara ekki Samsung með "waterwall", þær eru garbage.

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Lau 13. Jan 2024 18:59
af axyne
Allavega ekki fá þér LG miðan við þessa frásögn. Snjallþvottavélin hans er með 11 GB af internetumferð á viku.

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Lau 13. Jan 2024 19:04
af moltium
ég myndi mæla með því að fara í ELKO, mikið úrval þar, og ræða við starfsmenn, segja frá því hvaða kröfur þú ert með svosem dB, hnífaparaskúffu, lit, kerfi og finna út hvað hentar ykkar þörfum best

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Lau 13. Jan 2024 19:05
af hfwf
axyne skrifaði:Allavega ekki fá þér LG miðan við þessa frásögn. Snjallþvottavélin hans er með 11 GB af internetumferð á viku.

LG var held ég líka aldrei option hér :), sá þetta einmitt um daginn.

Ghost skrifaði:Þú vilt ekki halda þér í Electrolux fyrst hún entist svona lengi? :-k

Hef bara ekki fundið Electrolux vék með stál framhlið, nema það hafi bara farið framhjá mér :)

Gunnar skrifaði:af þessum 2 þá siemens allveg 100%. hún er með hnífaparahillu efst sem er rosalega þægilegt.

en afhverju er ein af kröfunum að hún verður að vera með stál framhlið?


Bosch vélin er líka með hnífaparahillu held ég alveg örugglega, hvítt passar bara ekki lengur við innréttinguna sem var sett upp fyrir nokkrum árum.

hagur skrifaði:
Bara ekki Samsung með "waterwall", þær eru garbage.

Einmitt heyrt illa með þær, á vaktin líka með þvottavélarnar t.d.

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Lau 13. Jan 2024 19:34
af rapport
hfwf skrifaði:Kvöldið

Kominn tími til að skipta út einni 15sirka ára gamalli Electrolux vél

https://ht.is/siemens-upptvottavel-45cm-iq500-stal.html
https://ht.is/bosch-upptvottavel-45cm-stal.html

Þessar tvær koma til greina, en aðra koma vel til greina ef einhver hefur góða reynslu
Eina sem hún þarf að vera er með stál framhlið og 45cm.

Endilega ef einhver er sniðugur endilega dæla inn

mbk HFWF


AEG er eitt af undirbröndum Electrolux (EDIT: hún er uppseld...) - https://rafha.is/product/ffb73507zm-26- ... -45-cm-aeg

En Rafha virðist vera með svaka úrval sem stenst þessar kröfur hjá þér - https://rafha.is/products/mjorri-45-cm

EDITII: Vann hjá LSH í innkaupum um tíma og þar voru rafvirkjanir með kröfu um að nota helst bara Siemens eða Miele því þær biluðu sjaldnast af þeirra reynslu og svo kom í ljós að krafa frá Sýkingavarnadeild um að vélar væru með klukkutímaprógram þar sem vatnið væri yfir 65-70 gráðum í a.m.k. hálftíma. Kom svo þægilega á óvart að einu vélarnar sem gátu gert þetta (á þeim tíma) voru Siemens og Miele.

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Lau 13. Jan 2024 20:00
af svanur08
Smá off topic, símar endast hvað 2-3 ár, en HDTVs í dag, 10 ár plús? hver tekur undir það?

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Lau 13. Jan 2024 20:24
af rostungurinn77
svanur08 skrifaði:Smá off topic, símar endast hvað 2-3 ár, en HDTVs í dag, 10 ár plús? hver tekur undir það?


Prufaðu að fleygja sjónvarpinu þinu nokkrum sinnum í gólfið. Fara með það inn og út úr húsi í -10°C og inn í 25°C, mögulega geyma það inni á baði á meðan þú ferð í sturtu. Og eitthvað fleira sem símar upplifa en nánast engin önnur raftæki og styttir líftíma þeirra verulega.

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Lau 13. Jan 2024 20:32
af mikkimás
axyne skrifaði:Allavega ekki fá þér LG miðan við þessa frásögn. Snjallþvottavélin hans er með 11 GB af internetumferð á viku.


Almáttugur minn, svona tæki þurfa ekki að vera nettengd.

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Lau 13. Jan 2024 21:42
af nidur
Var að skipta minni út 2007 model, 17 ára. Aðalega af því að nú þarf ég innbyggða vél.

Ákvað að prufa Asko, en ég ætlaði í alltaf í AEG með lyftunni.

Er ennþá að venjast henni en speccarnir mjög flottir.
https://elko.is/vorur/asko-uppthvottave ... I8557MMXXL

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Lau 13. Jan 2024 23:16
af Sinnumtveir
Gunnar skrifaði:af þessum 2 þá siemens allveg 100%. hún er með hnífaparahillu efst sem er rosalega þægilegt.

en afhverju er ein af kröfunum að hún verður að vera með stál framhlið?


Hmm, þessar fokkins hnífaparahillur er ekki öllum að skapi. Þær eru ekki ókeypis því þær eyðileggja í raun aðal efri hillu þvottavélarinnar.

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Lau 13. Jan 2024 23:29
af Sinnumtveir
mikkimás skrifaði:
axyne skrifaði:Allavega ekki fá þér LG miðan við þessa frásögn. Snjallþvottavélin hans er með 11 GB af internetumferð á viku.


Almáttugur minn, svona tæki þurfa ekki að vera nettengd.


Að netvæða öll heimilistæki er einhver klikkaðasta hugmynd sögunnar en á að giska er ekki langt þangað til ekkert annað verður í boði.

Á þeim öllum ætti að lágmarki að vera ~ hnappur: Engin nettenging, engin wifi-mengun!!! Þess utan: ekki tengja þessi tæki við netið ykkar!!! Vonandi stígur ESB inn í þetta dæmi, kannski hefur það þegar gerst.

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Sun 14. Jan 2024 07:44
af Gunnar
hagur skrifaði:
Gunnar skrifaði:af þessum 2 þá siemens allveg 100%. hún er með hnífaparahillu efst sem er rosalega þægilegt.

en afhverju er ein af kröfunum að hún verður að vera með stál framhlið?


Bosch vélin er líka með hnífaparahillu held ég alveg örugglega, hvítt passar bara ekki lengur við innréttinguna sem var sett upp fyrir nokkrum árum.



nei bosch vélin er með hnífaparakörfu. sést bæði á mynd og í lýsingu.
Tegund hnífaparahirslu : Hnífaparakarfa


Sinnumtveir skrifaði:
Gunnar skrifaði:af þessum 2 þá siemens allveg 100%. hún er með hnífaparahillu efst sem er rosalega þægilegt.

en afhverju er ein af kröfunum að hún verður að vera með stál framhlið?


Hmm, þessar fokkins hnífaparahillur er ekki öllum að skapi. Þær eru ekki ókeypis því þær eyðileggja í raun aðal efri hillu þvottavélarinnar.


ja það er ekki jafn hátt til lofts í efstu hillunni útaf skúffuni en ég personulega myndi alltaf taka hilluna yfir körfu. bæði þægilegra að raða í og taka úr, þarft ekki að beygja þig i hvert skipti sem þú setur skeið i vélina og engin hætta á að stinga þig á hníf sem stendur upp.
efsta hillan á samt allveg að vera það stór að það komast diskar og glös og flestallt í hana að hæðin ætti ekki að vera vandamál.

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Mán 15. Jan 2024 12:31
af GullMoli
moltium skrifaði:ég myndi mæla með því að fara í ELKO, mikið úrval þar, og ræða við starfsmenn, segja frá því hvaða kröfur þú ert með svosem dB, hnífaparaskúffu, lit, kerfi og finna út hvað hentar ykkar þörfum best


Guð minn góður hvað ég myndi ekki gera þetta. Við vorum að setja upp nýtt eldhús í fyrra og fórum í allnokkrar verslanir að skoða bakaraofna, helluborð og fleira.

VERSTA þjónustan og þekkingin var í Elko. Manneskjurnar þurftu að leita að tækjunum, lesa á verðmiðana til að vita hvaða fídusar voru, eitthvað sem ég get alveg eins gert sjálfur og svo vantaði ótal tæki í sýningarsalinn.

BESTA þjónustan var í Smith og Norland, þvílík þekking og liðleiki, svör við öllu og meira en það. Mun eingöngu versla við þau hvað varðar stór raftæki héðan í frá.

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Mán 15. Jan 2024 13:04
af moltium
GullMoli skrifaði:
moltium skrifaði:ég myndi mæla með því að fara í ELKO, mikið úrval þar, og ræða við starfsmenn, segja frá því hvaða kröfur þú ert með svosem dB, hnífaparaskúffu, lit, kerfi og finna út hvað hentar ykkar þörfum best


Guð minn góður hvað ég myndi ekki gera þetta. Við vorum að setja upp nýtt eldhús í fyrra og fórum í allnokkrar verslanir að skoða bakaraofna, helluborð og fleira.

VERSTA þjónustan og þekkingin var í Elko. Manneskjurnar þurftu að leita að tækjunum, lesa á verðmiðana til að vita hvaða fídusar voru, eitthvað sem ég get alveg eins gert sjálfur og svo vantaði ótal tæki í sýningarsalinn.

BESTA þjónustan var í Smith og Norland, þvílík þekking og liðleiki, svör við öllu og meira en það. Mun eingöngu versla við þau hvað varðar stór raftæki héðan í frá.


Auðvitað eru starfsmenn mismunandi eins og þau eru mörg. Ég myndi allavegana ekki dæma heilt fyrirtæki fyrir þjónustu eins einstaklings sem þú fékkst, en klárlega að fara á fleiri staði og fá tilboð.

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Mán 15. Jan 2024 14:27
af Baldurmar
Ég er mikill aðdáandi hnífaparahillunnar.
Svo viltu að hún opnist sjálfkrafa þegar hún klárar.

Annars kemur það ekki til greina á mínu heimili að heimilistæki fái internet tengingu !

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Mán 15. Jan 2024 14:37
af Jón Ragnar
Sinnumtveir skrifaði:
mikkimás skrifaði:
axyne skrifaði:Allavega ekki fá þér LG miðan við þessa frásögn. Snjallþvottavélin hans er með 11 GB af internetumferð á viku.


Almáttugur minn, svona tæki þurfa ekki að vera nettengd.


Að netvæða öll heimilistæki er einhver klikkaðasta hugmynd sögunnar en á að giska er ekki langt þangað til ekkert annað verður í boði.

Á þeim öllum ætti að lágmarki að vera ~ hnappur: Engin nettenging, engin wifi-mengun!!! Þess utan: ekki tengja þessi tæki við netið ykkar!!! Vonandi stígur ESB inn í þetta dæmi, kannski hefur það þegar gerst.



The S in IoT stands for security

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Mán 15. Jan 2024 14:51
af Hausinn
Baldurmar skrifaði:Svo viltu að hún opnist sjálfkrafa þegar hún klárar.

Tek undir með því. Foreldrarnir mínir eru með þannig uppþvottavél og það hjálpar mjög mikið varðandi þurrkun að gera.

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Mán 15. Jan 2024 15:46
af hfwf
GullMoli skrifaði:
moltium skrifaði:ég myndi mæla með því að fara í ELKO, mikið úrval þar, og ræða við starfsmenn, segja frá því hvaða kröfur þú ert með svosem dB, hnífaparaskúffu, lit, kerfi og finna út hvað hentar ykkar þörfum best


Guð minn góður hvað ég myndi ekki gera þetta. Við vorum að setja upp nýtt eldhús í fyrra og fórum í allnokkrar verslanir að skoða bakaraofna, helluborð og fleira.

VERSTA þjónustan og þekkingin var í Elko. Manneskjurnar þurftu að leita að tækjunum, lesa á verðmiðana til að vita hvaða fídusar voru, eitthvað sem ég get alveg eins gert sjálfur og svo vantaði ótal tæki í sýningarsalinn.

BESTA þjónustan var í Smith og Norland, þvílík þekking og liðleiki, svör við öllu og meira en það. Mun eingöngu versla við þau hvað varðar stór raftæki héðan í frá.


Fór einmitt í S&N að skoða IQ500 vélina face 2 machine, fékk rosa góða þjónustu , mikil vitneskja og svona.
Annars er elko fín en, en myndi ekki verzla þar sjálfur nema kynna mér hlutinn sjálfur vel.

Fer á eftir í HT og tek IQ500 vélina.

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Mán 15. Jan 2024 16:13
af Maggibmovie
Ég er rosa ánægður með AEG
Þrífur mjög vel og lítið viðhald eins og þrif á henni
Svo er hún með timer sem lýsir á gólfið og er WiFi tengd með appi

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Mán 15. Jan 2024 16:51
af rapport
Jón Ragnar skrifaði:The S in IoT stands for security


Er þetta S ekki silent? Líkt og A-ið í Volvo?

Mynd

Re: Uppþvottavélar meðmæli

Sent: Mið 17. Jan 2024 15:02
af hfwf
Jæja tók Siemsen IQ500, þá er bara tengja og fara þrífa.

Þakka svör.

hfwf.