Síða 1 af 1

75-85" sjónvarp sem er nothæft með tölvu.

Sent: Fös 29. Mar 2024 12:36
af Hlynzi
Sælir

Nú er ég að íhuga að uppfæra sjónvarpið hjá mér (núverandi tæki er gamalt 75" 4K LG tæki), það virkar fínt í bíómyndir og þætti en um leið og ég set tölvuna í samband við það þá er texti nær ólæsilegur, ásamt því að PS5 er að lenda í hökti á skjánum og hann er bara ekki smooth.

Ég er að íhuga að fara uppí 85" tæki, halda í 4K upplausnina, það verður notað af og til með tölvu (windows) svo ég væri til í eitthvað sem heldur sér skýru og virkar aðeins með leikjum líka.

Einhverra hluta vegna nefna reviewers nær ALDREI neitt um að nota Windows á tækjunum, tala bara um UI, Refresh rate (leikjaspilun) og myndgæði í bíómyndum.

Svo mér sýnist þetta standa á milli LG NanoCell, Samsung Crystal línan og síðan Samsung QLED. (OLED er bara ennþá verulega dýr í þessum stærðum svo ég bíð í nokkur ár með OLED).

Hvað ætli sé best í þessu ? (eða þarf ég að fara í Rafland og fá að stinga ferðatölvunni í samband til að sjá tækið í action) ?

Re: 75-85" sjónvarp sem er nothæft með tölvu.

Sent: Fös 29. Mar 2024 13:55
af nonesenze
Hvaða Skjákort ertu með?

Re: 75-85" sjónvarp sem er nothæft með tölvu.

Sent: Fös 29. Mar 2024 15:19
af Hausinn
Ertu ekki örugglega að nota Scale stillinguna í Windows?

Screenshot 2024-03-29 151604.jpg
Screenshot 2024-03-29 151604.jpg (36.81 KiB) Skoðað 1663 sinnum


Ef að þú notar 100% scale í 4k á sjónvarpi verður allur texti allt of lítill

Re: 75-85" sjónvarp sem er nothæft með tölvu.

Sent: Fös 29. Mar 2024 16:30
af Hlynzi
Hausinn skrifaði:Ertu ekki örugglega að nota Scale stillinguna í Windows?

Screenshot 2024-03-29 151604.jpg

Ef að þú notar 100% scale í 4k á sjónvarpi verður allur texti allt of lítill


Jú, breytti scaling líka, textinn verður alveg jafn slæmur, ég get sett mynd inn af þessu á mánudag, þetta er bara eitthvað með myndvinnsluna/panelinn að gera hversu óskýrt þetta er, tækið er 4K .

Re: 75-85" sjónvarp sem er nothæft með tölvu.

Sent: Fös 29. Mar 2024 16:48
af kjartanbj
Ég er með 77" LG C1 Oled og allur texti er kristalskýr bara, ert líklega að fá góðan texta í all flestum nýlegum 4k sjónvörpum

Re: 75-85" sjónvarp sem er nothæft með tölvu.

Sent: Fös 29. Mar 2024 17:20
af hagur
Það sem skiptir víst máli í þessu sambandi er hvernig "sub-pixels" eru uppbyggðir, þ.e hvernig RGB pixlunum í hverjum pixel er raðað upp. Það borgar sig að kynna sér hvaða TV nota panela sem eru með sub-pixel structure sambærilega við það sem tölvuskjáir nota.

Re: 75-85" sjónvarp sem er nothæft með tölvu.

Sent: Fös 29. Mar 2024 19:52
af Hlynzi
hagur skrifaði:Það sem skiptir víst máli í þessu sambandi er hvernig "sub-pixels" eru uppbyggðir, þ.e hvernig RGB pixlunum í hverjum pixel er raðað upp. Það borgar sig að kynna sér hvaða TV nota panela sem eru með sub-pixel structure sambærilega við það sem tölvuskjáir nota.


Það er sennilega málið! Ég er með nokkra 40" 4K skjái (3 sjónvörp frá Samsung og 1 Philips tölvuskjá) sem virka mjög vel. Ég sá að eini nýji 40" sem hægt er að kaupa í dag var frá Sharp, ég keypti slíkann og prófaði en hann var ónothæfur með tölvu (það var svona eins og að horfa í gegnum silki munstrið á skjánum).

https://ormsson.is/product/samsung-85-c ... onvap-2023 (ég er að íhuga þetta tæki, fann auðvitað ekkert um PC notkun í því á youtube eða reddit, svo ég kíki eflaust uppí ormsson á morgunn og reyni að fá að setja tölvu í samband við tækið.

Re: 75-85" sjónvarp sem er nothæft með tölvu.

Sent: Sun 31. Mar 2024 20:15
af svanur08
Hlynzi skrifaði:
hagur skrifaði:Það sem skiptir víst máli í þessu sambandi er hvernig "sub-pixels" eru uppbyggðir, þ.e hvernig RGB pixlunum í hverjum pixel er raðað upp. Það borgar sig að kynna sér hvaða TV nota panela sem eru með sub-pixel structure sambærilega við það sem tölvuskjáir nota.


Það er sennilega málið! Ég er með nokkra 40" 4K skjái (3 sjónvörp frá Samsung og 1 Philips tölvuskjá) sem virka mjög vel. Ég sá að eini nýji 40" sem hægt er að kaupa í dag var frá Sharp, ég keypti slíkann og prófaði en hann var ónothæfur með tölvu (það var svona eins og að horfa í gegnum silki munstrið á skjánum).

https://ormsson.is/product/samsung-85-c ... onvap-2023 (ég er að íhuga þetta tæki, fann auðvitað ekkert um PC notkun í því á youtube eða reddit, svo ég kíki eflaust uppí ormsson á morgunn og reyni að fá að setja tölvu í samband við tækið.


Ég er með LG OLED G3 48" og eins og þetta bara 43", var alveg hissa hvað þetta samsung er gott tæki fyrir peninginn.

Re: 75-85" sjónvarp sem er nothæft með tölvu.

Sent: Sun 31. Mar 2024 21:40
af Hlynzi
svanur08 skrifaði:
Hlynzi skrifaði:
hagur skrifaði:Það sem skiptir víst máli í þessu sambandi er hvernig "sub-pixels" eru uppbyggðir, þ.e hvernig RGB pixlunum í hverjum pixel er raðað upp. Það borgar sig að kynna sér hvaða TV nota panela sem eru með sub-pixel structure sambærilega við það sem tölvuskjáir nota.


Það er sennilega málið! Ég er með nokkra 40" 4K skjái (3 sjónvörp frá Samsung og 1 Philips tölvuskjá) sem virka mjög vel. Ég sá að eini nýji 40" sem hægt er að kaupa í dag var frá Sharp, ég keypti slíkann og prófaði en hann var ónothæfur með tölvu (það var svona eins og að horfa í gegnum silki munstrið á skjánum).

https://ormsson.is/product/samsung-85-c ... onvap-2023 (ég er að íhuga þetta tæki, fann auðvitað ekkert um PC notkun í því á youtube eða reddit, svo ég kíki eflaust uppí ormsson á morgunn og reyni að fá að setja tölvu í samband við tækið.


Ég er með LG OLED G3 48" og eins og þetta bara 43", var alveg hissa hvað þetta samsung er gott tæki fyrir peninginn.


Ég endaði einmitt að fara í þetta CU7105 (sem er á linknum), gleymdi auðvitað að taka mynd af PC desktop í gamla tækinu, ég kíkti í gær í ormsson og tengdi tölvu við nánast sömu týpu sem kemur fínt út. Maður sér þegar tækin eru hlið við hlið að QLED er 20% betra og OLED er svo önnur 20% (segjum 40-50% betra) en það er eiginlega komið í 3x verðið.

Það verður gaman að fá smá reynslu á nýja tækið, það er í það minnsta nær ómögulegt að setja þetta upp einn.

Re: 75-85" sjónvarp sem er nothæft með tölvu.

Sent: Mán 01. Apr 2024 07:14
af svanur08
flott tæki 85" fyrir peninginn, mitt OLED 48 kostar næstum jafnmikið.

Re: 75-85" sjónvarp sem er nothæft með tölvu.

Sent: Mán 01. Apr 2024 07:15
af svanur08
meina er 65 tommu er huge, en fucking 85 tommu það er sko huge!