Eftirlitsmyndavélar og öryggiskerfi


Höfundur
T-bone
Nörd
Póstar: 101
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 13:44
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Eftirlitsmyndavélar og öryggiskerfi

Pósturaf T-bone » Fim 21. Nóv 2024 22:43

Góðan daginn.

Nú ætla ég að fara að koma upp allavega einni (líklega pan/tilt) myndavél heima.

Hef verið soldið heitur fyrir Tapo frá TP-Link því að það er margt í boði frá þeim.

Til að mynda hægt að fá skynjara á hurðir, hita og rakanema, ofnastýringar og fleira.


Þetta þarf ekki að vera flókið kerfi eða stórt. Íbúðin er um 100fm

Er eitthvað annað merki sem menn jú eða konur myndu frekar fara í sem býður upp á svona "heildar lausn" eða svoleiðis?
Vil þó helst sleppa við einhverja áskrift og cloud service og svoleiðis

væri mikið til í að heyra álit áður en ég fer í að versla þetta.

Kv. Anton


Mynd


ABss
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Eftirlitsmyndavélar og öryggiskerfi

Pósturaf ABss » Fim 21. Nóv 2024 23:32

Unifi protect?



Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 848
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 193
Staða: Ótengdur

Re: Eftirlitsmyndavélar og öryggiskerfi

Pósturaf olihar » Fim 21. Nóv 2024 23:45

UniFi eru með mjög flottar lausnir.




Höfundur
T-bone
Nörd
Póstar: 101
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 13:44
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Eftirlitsmyndavélar og öryggiskerfi

Pósturaf T-bone » Fim 21. Nóv 2024 23:56

Unifi virðast vissulega vera með flottar lausnir en þetta er 2x-5x dýrara en það sem ég hef verið að skoða svo ég held að þetta sé aðeins fyrir utan budgetið sem ég setti mér í þetta skiptið.


Mynd


elri99
has spoken...
Póstar: 170
Skráði sig: Þri 05. Apr 2011 16:45
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Eftirlitsmyndavélar og öryggiskerfi

Pósturaf elri99 » Fös 22. Nóv 2024 13:22

Ég mæli eindregið með Home Assistant, frábært kerfi.

Tp-Link er ágætis merki. Er með tvær velar frá þeim; Tapo C320WS og Tapo C110. Útivélin sýnir ótrúlega góða mynd við léleg og dimm skilyrði.

Appið er ágætt og þarf ekki að greiða fyrir áskrift nema þú kaupir geymslupláss hjá þeim. En þetta er ekki snjallkerfi.

Kannski betra að vera með tvær fixed vélar frekar en pan/tilt sérstaklega ef þú ætlar að að skilgreina svæði og nota hreyfiskynjun. Tapo C110 er með vítt sjónarhorn og getur zoomað inn.

Reolink eru líka með góðar myndavélar.

Þú getur skoðað þetta og verslað á amazon.de



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2353
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 60
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Eftirlitsmyndavélar og öryggiskerfi

Pósturaf Gunnar » Fös 22. Nóv 2024 14:19

hefurðu eitthvað skoðað ajax? það er svona heildarlausn án áskiftar.
ég er með hreyfiskynjara sem eru með innbyggðum glerbrotsskynjara. reyskynjara með innbyggðum hitaskynjara, hurðaskynjara,lekavörn undir vask, relay á útidyrnar svo ég get aflæst hurðinni þegar ég tek kerfið af í 2 sec. bjöllu sem fer af stað ef það kemur "innbrot" og ég get stjórnað öllu þessu i gegnum símann. svo er hægt að bæta við myndavélum í kerfið líka.
allt þráðlaust og segja að skynjararnir ganga í 10 ár.

https://ajax.systems/




Höfundur
T-bone
Nörd
Póstar: 101
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 13:44
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Eftirlitsmyndavélar og öryggiskerfi

Pósturaf T-bone » Lau 23. Nóv 2024 02:18

Ætla að skoða þetta.

Takk fyrir!


Mynd