Síða 1 af 1

[ÓE][Skipti] DDR5 6000 Mhz CL30 Low-profile minni

Sent: Þri 13. Jún 2023 12:49
af Atvagl
Heilir og sælir!

Þetta er ágætis shot in the dark hérna, en ég á 2x16GB Kit af G.Skill Z5 NEO RGB Trident DDR5 vinnsluminni (6000Mhz CL30 ((30-38-38-96)))
en því miður er minnið of hátt til að nota með góðu móti með kælingunni minni (Noctua NH-D15).

Ef einhver á minni með sömu specs (DDR5 2x16 GB 6000Mhz CL30), sem er Low-Profile (max hæð 32mm), þá myndi ég vilja skipta við viðkomandi. Gæti jafnvel borgað á milli, eftir atvikum.
Það þarf ekki að vera sambærilegt upp á RGB og svoleiðis, bara specs.

Re: [ÓE][Skipti] DDR5 6000 Mhz CL30 Low-profile minni

Sent: Þri 13. Jún 2023 18:17
af Gunnar
er að fara smíða mér vél í vikunni og fæ þessu minni á næstu dögum sem ég gæti allveg skipt við þig á ef það hentar.

https://www.corsair.com/eu/en/p/memory/ ... 6#overview

Re: [ÓE][Skipti] DDR5 6000 Mhz CL30 Low-profile minni

Sent: Mið 14. Jún 2023 09:11
af Atvagl
Takk fyrir gott boð Gunnar, en ég var að vonast eftir pari sem matchar specin aðeins betur.

Re: [ÓE][Skipti] DDR5 6000 Mhz CL30 Low-profile minni

Sent: Þri 27. Jún 2023 00:12
af Drilli
Þetta eitthvað sem virkar? Eru frekar low based, en vill selja. viewtopic.php?f=11&t=94562

Re: [ÓE][Skipti] DDR5 6000 Mhz CL30 Low-profile minni

Sent: Þri 27. Jún 2023 14:13
af k0fuz
Sælir,
ertu búinn að skoða það að færa viftuna sem er fyrir minnunum örlítið ofar á heatsinkið ? hef séð þetta sem lausn en veit ekki hvort það virki, man að ég var í sama veseni einu sinni með mína noctua en ég held ég hafi ekki prófað þessa aðferð þá..

Sjá: https://noctua.at/pub/media/catalog/pro ... er_1_1.png

Re: [ÓE][Skipti] DDR5 6000 Mhz CL30 Low-profile minni

Sent: Þri 27. Jún 2023 14:50
af Atvagl
k0fuz skrifaði:Sælir,
ertu búinn að skoða það að færa viftuna sem er fyrir minnunum örlítið ofar á heatsinkið ?


Sælir og takk fyrir svarið O:)
Ég er einmitt með þetta svona keyrandi í tölvunni, en því miður er samanlögð hæð minnisins og viftunnar örlítið hærri en clearance í kassanum. Svona 1-2 mm. Með því að ýta þéttingsfast á hliðarpanelinn tekst mér að loka honum, en hann helst aldrei almennilega lokaður.

Mér varð það á að kaupa Fractal Design Define 7 Compact, sem er með gler side panel sem er ekki skrúfaður á heldur ýtir maður bara panelnum á og hann festist. Til þess að losa panelinn togar maður bara í hann. Hæð viftunnar í kassanum er einmitt nóg til þess að losa einn af fjórum festipunktum á side panelnum, sem er ljótt og vekur upp áhyggjur af að hann losni af ef það verður einhver skarkali.

Það er semsagt alveg lifandi með þessu, en mér þætti gaman að geta fengið Low Profile minni í staðinn.

Svo spyr ég bara út í kosmósinn - Hverjum datt eiginlega í hug að framleiða High Profile minni? Og hvernig varð það mainstream? Ég á erfitt með að trúa að það veiti nokkuð betra performance að hafa þessu háu heatsinks (og RGB)