Málið er þannig að ég er kröfuharður maður en kröfur kosta pening. Ég horfi mikið á kvikmyndir og spila einn og einn leik. Ég á Xbox 360 og er að spila hana í 14" Beko sjónvarpi sem er ekki að meika það.
þá kemur vandinn hvort maður eigi að fá sér Lcd sjónvarp eða tölvuskjá.
Tvennt er ofarlega á lista hjá mér:
Gateway 21" widescreen skjár. Ég hef ekki mikkla reynslu af Gateway þannig ég er í smá hugleiðingum. En þessi skjár er á góðu veðri 600usd

http://accessories.gateway.com/Accessor ... ?ref=merch
Hinnsvegar er það Viewsonic sjónvarp: Afhvjeru Viewsonic, jú ég hef reynslu af Viewsonic og er búinn að velja eitt sjónvarp sem mér líst vel á.
ViewSonic N3260W-E 32" nú 32" er ekki mikið fyrir suma en það dugar mér og er ekki of dýrt.

http://www.bodeind.is/verslun/jadartaek ... rp/pnr/863
Núna bið ég um aðstoð ykkar.
Eins og ég segi, ég er mikið í xbox 360 og er líka þónokkuð mikið í pc tölvu líka. Ég veit að það er hægt að hafa 2 hluti tengda í sama skjáinn maður skiptir um rás. Er það ekki rétt hjá mér?.
Hvort mynduð þið fá ykkur? Nú er sjónvarpið stærra og örugglega með lengri lífstíma en báðir hlutirnir eru bara með 1 árs ábyrgð sem er skítt.
Þakka öll svör/comment
Kv.
Ragnar Jóhannesson