Jæja ég var að formatta vélina mína. Ég var með 2 harða diska tengda 1 raptor og einn 120gb. Ég setti windowsið uppá raptorinn og það var allt í góðu, svo næst þegar ég drep á vélinni og kveiki þá vill hún að ég formatti 120gb diskinn þar sem hann er stilltur á system. Get ég breytt raptornum úr boot í system og 120gb disknum frá system yfir í boot nenni varla að formatta aftur.
EDIT: Ég aftengdi 120gb diskinn og hún vælir ennþá um að það sé ekkert stýrikerfi inná þannig að ég formattaði bara aftur.