File system vandamál


Höfundur
phrenic
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

File system vandamál

Pósturaf phrenic » Mið 22. Feb 2006 13:54

Sælt veri fólkið....

Þannig er mál með vexti að hörðu diskarnir mínir tveir eru búnir að vera í einhverju rugli núna í nokkuð langan tíma. Ég er búinn að reyna ýmislegt til að ráða bót á þessu (formata, defraga, chdisk) en ekkert virðist virka.

Ég skannaði diskana með Seatools Desktop og þá kom í ljós að það virtist vera alveg í lagi með diskana sjálfa, en að file systemið væri í einhverju fokki. Þessir errorar komu:

Fyrir System diskinn (Western Digital 120GB ATA):
-One or more errors were found in the index

Fyrir hinn diskinn (Seagate 200GB SATA):
-One or more files were missing security information
-One or more errors were found in the index
-One or more errors were found in metadata records
-Other errors were found


Mín spurning er nokkuð augljós: veit einhver hvernig eða hvort hægt sé að laga þetta? Þess má geta að ég keyrði chdisk í windows, spurning hvort maður ætti að keyra það einhvern veginn öðruvísi?

P.s. er með windows 2000 installað á system diskinn, og var með það líka á hinum en svo fór hann í fokk :shock:



Skjámynd

Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Heliowin » Lau 25. Feb 2006 01:45

Með hverju formattaðir þú. Hefur ekki hjálpað að formatta með Disc Wizard?

Ég er sjálfur með þetta Disc Wizard og ætla að nota í nótt á einn Seagate. Ég er með Sea Tools hlutann og Starter Edition af Disc Wizard og nota annaðhvort af þeim til að fara yfir Seagate diska með zero fill (ég man ekki hvort).

Hefurðu ekki hugsað út í hugsanlega spillingu á bootsectornum og mögulega leiðréttingu með skipanatóli, segjum Recovery Console eða öðru líku. Eða nota harðdiska tól eins og þú ert með sem eflaust getur farið betur yfir bootsectorinn (sambærileg tól gera það allavega).

Þetta virðist vera nokkuð dularfullt og gæti hugsanlega tengst tölvunni sjáfri, þ.e.a.s móðurborðinu og örgjörvanum, en það er frekar langsótt.