Ég er að fara að kaupa mér nýja tölvu núna helst mjög bráðlega og rakst á þessa og vildi fá ykkar skoðun á henni:
http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=356
er eitthvað þarna sem er ekki nógu gott eða er hægt að fá sambærilegt ódýrara annars staðar. Já og er eitthvað þarna sem vantar? (fyrir utan lyklaborð, skjá og stýrikerfi)
Gamla tölvan mín er að verða 5 ára þannig að ég held að það sé lítið hægt að nýta úr henni

BTW
- er ekki leikjakarl en vil hafa snappy tölvu
- vil að þetta virki líka vel á Windows Vista (með allar stillingar í botni)
- er hægt að yfirklukka þetta eitthvað að ráði?
Kærar þakkir og með von um hjálpleg svör!

Atli