DVI
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
DVI
Var svona að láta mig dreyma um skjái eins og ViewSonic VX2835WM og sé að hann hefur ekki DVI tengi heldur þarf HDMI breytistykki á hann. Ég reyndi aðeins að gúggla mér þekkingu um DVI en fékk lítið útúr því. Hversu mikilvægt er að nota DVI í staðinn fyrir gamaldags VGA tengið og er verra að þurfa að nota breytistykki á HDMI tengið heldur en að hafa alvöru DVI tengi?
-
- Besserwisser
- Póstar: 3963
- Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
- Reputation: 0
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Staða: Ótengdur
Áður en þú tekur mig 100% áreiðanlegan þá er þetta bara upplýsingar sem ég hef í raun "lagt saman 2 og 2" með. HDMI og DVI eru bæði digital tengi, VGA er analog. HDMI er bæði audio og video signal en DVI er bara video. Fræðilega þá missiru einhver gæði á að nota DVI í HDMI breytistykki, en hvort þú takir eftir því, ólíklegt.
En eins og ég sagði við upphaf innleggsins þá er ég enginn expert í þessum málum.
En eins og ég sagði við upphaf innleggsins þá er ég enginn expert í þessum málum.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
svo líka sambandi við þennan skjá þá er 800:1 í hlutföllum frekar lágt við skjá af þessu caliberi, frekar að kaupa þér bara sjónvarp, en þar náttúrulega tapast skerpan, það eru til betri skjáir með hærri hlutfalla tíðni, mæli sterklega með að kynna þér aðrar týpur, svo er 5ms skuggalega lítið, mjög líklega er þetta gray to gray þá
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Klesh skrifaði:svo líka sambandi við þennan skjá þá er 800:1 í hlutföllum frekar lágt við skjá af þessu caliberi, frekar að kaupa þér bara sjónvarp, en þar náttúrulega tapast skerpan, það eru til betri skjáir með hærri hlutfalla tíðni, mæli sterklega með að kynna þér aðrar týpur, svo er 5ms skuggalega lítið, mjög líklega er þetta gray to gray þá
Ég myndi nú kynna mér málið betur já áður en ég keypti eitthvað svona dýrt, en fyrir þessa stærð er þessi skjár mjög ódýr (og það litla sem ég nennti að finna reviews fyrir hann komu þau mjög vel út).
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Þegar þú tengir digital skjá (eins og LCD er) við tölvu í gegnum VGA, þá þarf skjákortið að umbreyta digital merki í analog (sem er það sem DAC-ið á skjákortinu gerir), flytja analog merki eftir VGA kaplinum og skjárinn breytir svo analog merkinu aftur í digital til birtingar.
VGA v.s DVI getur haft mjög mikið að segja. Mismikið samt eftir gæðum þessara breyta, þ.e analog to digital breytisins í skjánum og DAC í skjákortinu. Einnig getur VGA snúran haft mikið að segja.
Dæmi: Í vinnunni er ég með 20" LCD skjái, annar er tengdur með DVI en hinn VGA. Þeir eru nákvæmlega eins að öllu leyti. Sá sem er tengdur með VGA er alveg greinilega meira fuzzy. Ákveðna grátóna liti sé ég einfaldlega ekki á honum, og brightness/contrast stillingar breyta litlu. DVI tengdi skjárinn er hinsvegar alveg crisp og fínn.
Heima er ég svo með Samsung 226BW skjá. Hann er reyndar með DVI tengi, en ég er með hann tengdan við lappa sem er ekki með DVI out. Mér finnst þessi skjár koma gríðarlega vel út og skila öllum litum vel, þrátt fyrir að hann sé bara VGA tengdur. Ég hef reyndar engan samanburð, þar sem ég hef aldrei tengt hann með DVI.
Semsagt, VGA v.s DVI getur skipt og skiptir yfirleitt einhverju, en í flestum tilfellum held ég að maður sjái ekki mikinn mun.
En ef skjárinn er með HDMI tengi, þá þarf bara DVI->HDMI adapter eins og þú segir og þú átt ekki að tapa neinum gæðum á því. HDMI á að vera 100% compatible með DVI. Ég hef skoðað þetta töluvert mikið og hef hvergi séð minnst á að svona adapter komi niður á gæðum. Þetta er digital merki, og það er ekkert active conversion í gangi þarna, bara umröðun á pinnum eftir því sem ég best veit. Þú færð því annaðhvort fullkomna mynd eða enga mynd
VGA v.s DVI getur haft mjög mikið að segja. Mismikið samt eftir gæðum þessara breyta, þ.e analog to digital breytisins í skjánum og DAC í skjákortinu. Einnig getur VGA snúran haft mikið að segja.
Dæmi: Í vinnunni er ég með 20" LCD skjái, annar er tengdur með DVI en hinn VGA. Þeir eru nákvæmlega eins að öllu leyti. Sá sem er tengdur með VGA er alveg greinilega meira fuzzy. Ákveðna grátóna liti sé ég einfaldlega ekki á honum, og brightness/contrast stillingar breyta litlu. DVI tengdi skjárinn er hinsvegar alveg crisp og fínn.
Heima er ég svo með Samsung 226BW skjá. Hann er reyndar með DVI tengi, en ég er með hann tengdan við lappa sem er ekki með DVI out. Mér finnst þessi skjár koma gríðarlega vel út og skila öllum litum vel, þrátt fyrir að hann sé bara VGA tengdur. Ég hef reyndar engan samanburð, þar sem ég hef aldrei tengt hann með DVI.
Semsagt, VGA v.s DVI getur skipt og skiptir yfirleitt einhverju, en í flestum tilfellum held ég að maður sjái ekki mikinn mun.
En ef skjárinn er með HDMI tengi, þá þarf bara DVI->HDMI adapter eins og þú segir og þú átt ekki að tapa neinum gæðum á því. HDMI á að vera 100% compatible með DVI. Ég hef skoðað þetta töluvert mikið og hef hvergi séð minnst á að svona adapter komi niður á gæðum. Þetta er digital merki, og það er ekkert active conversion í gangi þarna, bara umröðun á pinnum eftir því sem ég best veit. Þú færð því annaðhvort fullkomna mynd eða enga mynd
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 389
- Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
- Reputation: 0
- Staðsetning: 127.0.0.1
- Staða: Ótengdur
kannski líka rétt að taka það fram að það eru til 3 týpur af dvi ss.
dvi-d sem er bara digital
dvi-a sem er bara analog
dvi-i sem getur flutt bæði merki
síðan eru til digital dvi snúrur sem geta flutt tvöfalt merki (dual link) fyrir skjái sem eru með mjög háa upplausn.. ss. bara skjáir sem notaðir eru í professional vinnslu
dvi-d sem er bara digital
dvi-a sem er bara analog
dvi-i sem getur flutt bæði merki
síðan eru til digital dvi snúrur sem geta flutt tvöfalt merki (dual link) fyrir skjái sem eru með mjög háa upplausn.. ss. bara skjáir sem notaðir eru í professional vinnslu
-
- Nörd
- Póstar: 148
- Skráði sig: Mið 06. Ágú 2003 09:09
- Reputation: 0
- Staðsetning: rvk
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: DVI
Ég sé að hann er uppseldur svo ég vildi benda þér á að kaupa ekki þennan skjá nema hafa skoðað hann í gangi fyrst. Málið er að þegar maður situr við svona stóran skjá þá er það sem er lengst til hægri og vinstri svo langt frá manni að litirnir geta verið farnir að brenglast. Það er TN/film panell í þessum skjá og á þeim eru litirnir fljótir að brenglast um leið og horft er á þá frá hlið.Daz skrifaði:Var svona að láta mig dreyma um skjái eins og ViewSonic VX2835WM og sé að hann hefur ekki DVI tengi heldur þarf HDMI breytistykki á hann. Ég reyndi aðeins að gúggla mér þekkingu um DVI en fékk lítið útúr því. Hversu mikilvægt er að nota DVI í staðinn fyrir gamaldags VGA tengið og er verra að þurfa að nota breytistykki á HDMI tengið heldur en að hafa alvöru DVI tengi?
coffee2code conversion