Gagnabjörgunarvesen...

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Gagnabjörgunarvesen...

Pósturaf DoofuZ » Mið 29. Júl 2009 01:03

Ég er með fartölvudisk tengdan með usb við tölvuna mína og ég er að reyna að afrita gögn af honum þar sem hann bilaði en ég er í smá vanda. Málið er að sneiðin með Windows á varð unbootable, það kom bara alltaf bsod með þeim skilaboðum við ræsingu, hvort sem það var normal eða safe mode. Svo eftir að hafa reynt að laga boot sectorinn með fixmbr og fixboot í recovery console sem virkaði ekki þá fór ég yfir í að nota TestDisk og eftir mikið fikt þar tókst mér að fá Windows sneiðina læsilega í my computer nema núna sé ég ekkert inná disknum þar en í properties sést að það er slatti inná.

Ég er eiginlega búinn að gefast upp á að ég nái að sjá allt inná disknum í explorer en ég hef verið að reyna önnur forrit eins og t.d. Recuva og PC Inspector File Recovery en það síðarnefnda gefur mér besta listann yfir allt á disknum sem er æði fyrir utan það að forritið nær ekki alveg að lesa almennilega allar skrár og svo eru margar möppur og einhverjar skrár með ? í nafni sínu svo það koma endalausar villur yfir því. Ég get reyndar komist aðeins framhjá seinna vandamálinu en þá þarf ég að fara yfir ALLT, finna það sem inniheldur ? í nafni sínu og endurskýra svo það virki :roll:

Það sem mig bráðvantar núna er s.s. forrit sem getur lesið af disknum sama í hvernig ástandi boot sector upplýsingarnar eru og sýnt mér lista yfir möppur og skrár eins og það væri í explorer þar sem ég get valið hvað á að afrita og hvað ekki. EINHVER sem veit um svoleiðis forrit? Ég er búinn að prófa slatta en gengur erfiðlega að finna eitthvað gott, vil líka helst freeware forrit 8-[


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7162
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1045
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgunarvesen...

Pósturaf rapport » Mið 29. Júl 2009 01:35

Ef gögnin voru geymd í mydocs eða s.s. doc & settings möppunni þá:

Ef þú þurftir að búa til nýjan notanda/nýja uppsettningu af Windows að þú þurfit að taka ownership á gögnunum.

Mig minnir að í XP þurfi maður að starta í safe mode, hægrismella á réttu möppurnar og í security flipanum (ef ég man rétt) þá eru einhver fifferý til að taka ownership og fá loksins að vinna með gögnin.

Lenti í svipuðu með ThinkPad vél kærustunar og þurfti að taka harða diskinn yfir í flakkara til að komast inn á hann og bjarga gögnum áður en ég mundi strauja hana...

http://support.microsoft.com/kb/308421

http://www.winxptutor.com/ownership.htm


Ef þetta er eitthvað MBR fucky fucky þá kann ég ekkert á það...


Good luck.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgunarvesen...

Pósturaf DoofuZ » Mið 29. Júl 2009 02:34

Já nei, þú ert að misskjilja þetta, en takk samt! ;) Mig vantar bara eitthvað gott, einfalt, freeware data recovery forrit sem getur afritað gögnin 8-[


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgunarvesen...

Pósturaf coldcut » Mið 29. Júl 2009 09:11

Ég lenti í þessu um daginn...einhver Linux LiveCD er málið! ;)
Reyndar hafði ég fartölvudiskinn bara í fartölvunni og bootaði upp af Ubuntu LiveCD, þurfti svo að force mounta Windows volumeið, afrita gögnin á flakkara og voila!




dorg
has spoken...
Póstar: 171
Skráði sig: Lau 24. Jún 2006 10:19
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgunarvesen...

Pósturaf dorg » Mið 29. Júl 2009 09:12

DoofuZ skrifaði:Já nei, þú ert að misskjilja þetta, en takk samt! ;) Mig vantar bara eitthvað gott, einfalt, freeware data recovery forrit sem getur afritað gögnin 8-[


Reyndar ekki freeware en Ontrack Easy Recovery Pro er ansi gott til að eiga við biluð NTFS kerfi



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgunarvesen...

Pósturaf Hargo » Mið 29. Júl 2009 09:39

Ég hef notað Power Data Recovery með góðum árangri. Það er reyndar ekki freeware...

Power Data Recovery is a professional File Recovery Software and Data Recovery Software. Power data recovery software could help you recover all your data no matter the data is lost by accidental deletion, format, re-partition, system crash or virus attack. Power data recovery is able to scan your device sector by sector to recover what ever left on your device.


Getur sótt það löglega hér. Menn redda sér svo yfirleitt sjálfir ef þeir vilja ná í þetta á annan máta... :wink:



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgunarvesen...

Pósturaf DoofuZ » Mið 29. Júl 2009 18:03

Ég var reyndar fyrir nokkrum mánuðum síðan með annan svona fartölvudisk sem var í mjög svipuðu ástandi og þá notaði ég eitthvað freeware forrit sem reddaði öllu frekar vel til baka, ég bara man ekki hvaða forrit það var :? Treysti yfirleitt ekki fullkomnlega forritum sem eru ekki freeware, hvað þá forritum sem eru með eitthvað xp útlit, það virðist nefnilega loða svoldið við svoleiðis forrit að tíminn sem fór í að gera þau flott í útliti var tími sem tapaðist við að gera það betra í virkni.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgunarvesen...

Pósturaf DoofuZ » Fim 30. Júl 2009 01:03

Mig vantar helst forrit sem virkar mjög svipað og PC Inspector File Recovery nema bara aðeins betra :? Eins og ég nefndi þá kemur ? í nafn á sumum möppum eða skrám og það væri betra ef það kæmi ekki. Skil ekki alveg afhverju það er bara ekki sér stilling í þessu forriti þar sem maður gæti t.d. látið koma _ allstaðar þar sem einhvern bókstaf vantar.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Stuffz
Kerfisstjóri
Póstar: 1256
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 88
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgunarvesen...

Pósturaf Stuffz » Fim 06. Ágú 2009 16:23

ég myndi tengja hann beint við tölvu ef hægt og ekki hafa hann í usbboxinu við gagnabjörgunina, svo myndi ég nota getdataback FAT32 eða NTFS eftir hvaða filesystem þú ert með og þá þarftu að afrita gögnin á annan harðadisk með nóg pláss ekki sama diskinn.

eða ná í nýjasta hirens bootcd á bittorrent sem er stútfullur af allskonar tólum og tækjum til að laga og breyta hinu og þessu í tölvum.

keyra svo bara eitthvert af recovery forritunum á honum, og sem fyrr segir helst vera með annan harðandisk með nóg pláss til að setja gögnin á.

vona etta hjálpi.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
Rafskjótar: KS-16S, KS-S22. CAMS: Insta360 X3, FLOW, GO, ACE Pro. Skydio 2
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgunarvesen...

Pósturaf DoofuZ » Mán 10. Ágú 2009 00:00

Takk fyrir góðar ábendingar Stuffz, en ég náði að redda þessu :) Notaði á endanum Arax Disk Doctor, sem er reyndar ekki freeware en ég gafst upp á svoleiðis drasli, freeware forrit eru kannski ekki ALLTAF besti kosturinn :? En þetta með usb boxið, það skiftir í raun ekki það miklu máli svo lengi sem maður fær góða tengingu við diskinn. Ég prófaði líka fyrst svona boot cd sem ég á, það er reyndar ekki sá sami og þú nefndir en hann er með haug af öflugum tólum fyrir gagnabjörgun en vandamálið var bara að þar sem þetta var fartölvudiskur þá gat ég ekki tengt hann auðveldlega við tölvuna mína þannig að ég gæti keyrt hana upp með boot cd og lesið af disknum, hefði kannski getað farið þá leið ef fartölvan væri með tvo harða diska. Ég er ekki alveg nýr í þessu en vantar bara smá þjálfun (sem er sjaldan sem betur fer eða því miður eftir því hvernig maður lítur á það), finna réttu forritin og muna svo hver þeirra virka best og hraðast :D Takk samt! ;)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Narco
Ofur-Nörd
Póstar: 275
Skráði sig: Sun 26. Júl 2009 20:57
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgunarvesen...

Pósturaf Narco » Þri 18. Ágú 2009 21:11

Notaðu get that data forritið til að sjá hvort það er í lagi með gögnin, finndu það síðan crackað og bjargaðu því sem bjargað verður.
http://www.getdata.com/


Toshiba Satellite L555-12E. Intel Core i5 M430@2.27GHz. 4Gb 1066MHz minni. 64-bit W7. ATI mobility Radeon HD5165.
Hdmi, Esata, Vga, Bluray, Gskill 120Gb ssd. 17" Wxga+ í 16/9-LED. Og margt fleira.

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgunarvesen...

Pósturaf DoofuZ » Mið 19. Ágú 2009 01:51

Bíddu, eru menn ekkert að lesa þráðinn almennilega eða? Er þetta kannski bara svona driveby-svörun á gömlum þræði? :crazy Vil bara benda þér á, eins og ég benti Stuffz á hér rétt fyrir ofan, að ég er búinn að leysa þetta vandamál svo það er algjör óþarfi að halda umræðunni gangandi með einhverjum "glænýjum" hugmyndum :roll: Þakka samt viðleytnina :)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]