Móðurborð og örgjörvi fyrir FreeBSD tölvu (þjón)


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2551
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 297
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024)
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Móðurborð og örgjörvi fyrir FreeBSD tölvu (þjón)

Pósturaf jonfr1900 » Fös 28. Jan 2022 12:57

Ég ætla að setja upp FreeBSD þjón fljótlega* sem mun meðal annars keyra Minecraft þjón og fleira. Ég er búinn að ákveða að nota Intel núna frekar en AMD, þar sem af einhverjum ástæðum sem ég þekki ekki inná. Þá virðist Intel virka betur í dag með opnum hugbúnaði en AMD.

Ég hinsvegar veit ekki hvað er sæmilega gott í þessum móðurborðum í dag. Ég þarf aðalega móðurborð sem er ódýrt og ræður við að taka lágmark 32GB af RAM og helst að komast upp í 64GB til 128GB af RAM. Þessi FreeBSD þjónn mun keyra á skipanalínu, þannig að grafík skiptir ekki máli og óþarfi að eyða afli CPU í slíkt ef ég get sleppt því.

*Þegar ég er kominn til Danmerkur en ég get keypt vélbúnaðinn á Íslandi áður en ég flyt.

Takk fyrir aðstoðina.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2551
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 297
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024)
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Móðurborð og örgjörvi fyrir FreeBSD tölvu (þjón)

Pósturaf jonfr1900 » Lau 29. Jan 2022 07:04

Ég ætla einnig að fara í það að uppfæra borðtölvuna mína sem keyrir Windows 10 Pro. Þar er meira hefðbundin notkun og leikir spilaðir. Annars er það sama og að ofan fyrir FreeBSD tölvuna með vélbúnað. Það er kominn tími á að uppfæra borðtölvuna hjá mér, vélbúnaðurinn er frá árinu 2015 og orðinn talsvert þreyttur eftir mikla notkun.




Televisionary
Tölvutryllir
Póstar: 676
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 115
Staða: Ótengdur

Re: Móðurborð og örgjörvi fyrir FreeBSD tölvu (þjón)

Pósturaf Televisionary » Lau 29. Jan 2022 14:40

Það er ekkert sem að AMD keyrir ekki, stígðu varlega til jarðar með svona fullyrðingu. Ef þú ræsir upp vél í AWS/GCP/Azure/DO/Hetzner sem dæmi geturðu valið hvort að þú keyrir kerfi X á AMD eða Intel já og jafnvel ARM. Allt undir því hvað þú vilt nota.

En ef ég væri að fara að setja eitthvað upp í dag myndi ég bara keyra sýndarþjóna heima fyrir Proxmox eða álíka. Þá geturðu keyrt hvaða þjónustur sem þér dettur í hug á þessari vél og öll stýrikerfi sem þér dettur í hug að keyra. Sem dæmi Undir niðri værirðu með Debian og einnig storage hlutann. Getur svo sett upp FreeBSD vélina sem sýndarvél og tekið X af minni og afli. Meirihluti af vélbúnaði sem er í notkun heima hjá fólki er langt í frá að vera fullnýttur.

Ég myndi skoða nýjan budget vélbúnað. En svo er aldrei útilokað að detta niður á eitthvað skemmtilegt á góðu verði. Ég fékk sem dæmi 8. kynslóð af örgjörva + móðurborð og 16GB af minni á 15 þúsund um daginn.

Suma hluti keyri ég bara í skýjunum þegar ég þarf þess. Sumir hlutir þurfa ekki að malla á vélbúnaði 24x7 í heima.

Gangi þér vel með FreeBSD. En einhver sérstök ástæða fyrir BSD frekar en Linux fyrir þetta plan þitt?

jonfr1900 skrifaði:Ég ætla að setja upp FreeBSD þjón fljótlega* sem mun meðal annars keyra Minecraft þjón og fleira. Ég er búinn að ákveða að nota Intel núna frekar en AMD, þar sem af einhverjum ástæðum sem ég þekki ekki inná. Þá virðist Intel virka betur í dag með opnum hugbúnaði en AMD.

Ég hinsvegar veit ekki hvað er sæmilega gott í þessum móðurborðum í dag. Ég þarf aðalega móðurborð sem er ódýrt og ræður við að taka lágmark 32GB af RAM og helst að komast upp í 64GB til 128GB af RAM. Þessi FreeBSD þjónn mun keyra á skipanalínu, þannig að grafík skiptir ekki máli og óþarfi að eyða afli CPU í slíkt ef ég get sleppt því.

*Þegar ég er kominn til Danmerkur en ég get keypt vélbúnaðinn á Íslandi áður en ég flyt.

Takk fyrir aðstoðina.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2551
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 297
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024)
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Móðurborð og örgjörvi fyrir FreeBSD tölvu (þjón)

Pósturaf jonfr1900 » Lau 29. Jan 2022 19:31

Það virkar að keyra Minecraft þjón og aðrar þjónustur í FreeBSD (stofna þjónustu og keyra rétta scriptu í run level). Af einhverjum ástæðum þá er erfiðara að keyra þetta í Linux útgáfum sem ég hef prófað (Gentoo Linux fyrir nokkru síðan). Það er einnig einfaldara að uppfæra FreeBSD og sinna viðhaldi en margar útgáfur af linux. Aðrar þjónustur sem ég keyri eru dhcp (rotuerar eru mjög slæmir í þessu) þjónusta, dnsmasq (virkar sæmilega í linux), mrtg (hefur verið vesen að koma þessu í gang í linux) til að vakta netkerfið.

Ský er bara tölva sem einhver annar á og það er illa hægt að treysta á slíkt.
Síðast breytt af jonfr1900 á Lau 29. Jan 2022 19:34, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2551
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 297
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024)
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Móðurborð og örgjörvi fyrir FreeBSD tölvu (þjón)

Pósturaf jonfr1900 » Lau 05. Feb 2022 03:27

Þar sem það tókst ekki hjá mér að setja upp jarðskjálftamæli sem virkar með 4G kerfinu (veit ekki hvað það er, en ég gafst upp á því veseni sem ég hef verið að standa í). Þá er ég kominn með tölvu sem ég get notað sem FreeBSD þjón (nr 1 allavegana).

Ég ætla hinsvegar að fresta því að kaupa nýja tölvu þangað til að ég er kominn til Danmerkur. Það virðist vera skortur á búnaði á Íslandi og verðlagið er farið að hækka frekar hratt finnst mér.