Rafmagn fór af og netkortið hvarf

Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Rafmagn fór af og netkortið hvarf

Pósturaf Moldvarpan » Fim 25. Jan 2024 16:02

Rafmagnið fór af áðan.
Tölvan virkar fínt en þráðlausa netkortið mitt hvarf úr tölvunni. Farið úr device manager.
Búinn að reyna repaira drivera.

Afhverju er bara netkortið úti eftir svona rafmangs leysi? Er það ekki frekar skrýtið?

Er með surge protector fjöltengi við tölvuna.
Ekkert annað virðist vera að.

Þetta er https://www.computer.is/is/product/netkort-asus-pci-e-wifi-ax-pce-ax58bt-ax3000-bt50



Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn fór af og netkortið hvarf

Pósturaf Moldvarpan » Fim 25. Jan 2024 16:36

Prófaði að setja það í aðra rauf en fæ ekkert líf.

Hver ber ábyrgð? Fellur kostnaður við nýtt kort á mig?




orn
Nörd
Póstar: 143
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn fór af og netkortið hvarf

Pósturaf orn » Fim 25. Jan 2024 16:39

Var þetta á Suðurnesjum eða í Reykjavík? Ef á Suðurnesjum, þá fór rafmagnið þ.s. eldingu laust niður, þ.a. líklegast hefur það bara grillast.

Það kæmi mér verulega á óvart ef kostnaður félli á einhvern annan en þig.



Skjámynd

Langeygður
Nörd
Póstar: 123
Skráði sig: Fim 12. Des 2019 00:04
Reputation: 32
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn fór af og netkortið hvarf

Pósturaf Langeygður » Fim 25. Jan 2024 17:51

Prófa í annari rauf, ef það virkar ekki og það er í ábyrgð, fara með það í söluaðila sem bilað og enga frekari lýsingu.


Fractal Design Pop Air - Intel I9-9900K - 32GB DDR4 3600Mhz - ASUS TUF Z390M-PRO GAMING - Asus TUF RTX4080 OC 16GB Gaming - Samsung 970 PRO 500GB M.2 - Samsung 990 EVO 2TB M.2 - Samsung 870 EVO 4TB SSD - Seagate 4TB HDD

Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn fór af og netkortið hvarf

Pósturaf Moldvarpan » Fim 25. Jan 2024 22:45

Það er 2 ára og 20 daga gamalt :roll:

Þarf líklega að kaupa nýtt á 15k útaf fuckin eldingu.

Hvað er karma að reyna segja mér?




EinnNetturGaur
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Mán 21. Maí 2018 12:41
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn fór af og netkortið hvarf

Pósturaf EinnNetturGaur » Fim 25. Jan 2024 22:59

Moldvarpan skrifaði:
Hvað er karma að reyna segja mér?



Að þú fórnir ekki nógu mikið fyrir gvuðunum



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6372
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 455
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn fór af og netkortið hvarf

Pósturaf worghal » Fim 25. Jan 2024 23:08

Moldvarpan skrifaði:Það er 2 ára og 20 daga gamalt :roll:

Þarf líklega að kaupa nýtt á 15k útaf fuckin eldingu.

Hvað er karma að reyna segja mér?

farðu með þetta í heimilistrygginguna með 20þ+ í sjálfsábyrgð :lol:


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn fór af og netkortið hvarf

Pósturaf appel » Fim 25. Jan 2024 23:08

Náttúran er alltaf að reyna drepa okkur.
Bara kostnaður við að vera til og berjast gegn náttúrunni sem vill eyðileggja allt og drepa okkur, en jú skapa eitthvað annað í leiðinni.


*-*

Skjámynd

ekkert
has spoken...
Póstar: 158
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn fór af og netkortið hvarf

Pósturaf ekkert » Fös 26. Jan 2024 08:38

Það er ekki eðlilegt að vélbúnaður deyji við rafmagnsleysi. Sé ekki fyrir mér að kortið hafi "grillast" þegar rafmagn skyndilega fer, og ef afgjafinn hafi gert eitthvað af sér væri líklega meira að en bara bilað netkort. Kannski smá stýrikerfisfordómar í mér en það væri áhugavert að sjá hvort kortið virki í annari tölvu.

Ég hef einu sinni skemmt netkort með því að snerta einangrunarlaust loftnetið og allt stöðurafmagn í mér tæmdist svo hratt að ég zappaði sjálfan mig. Kortið virkaði í stýrikerfinu en merkismagnarinn í því var ónýtur og kortið sá ekki AP nema þegar það var alveg upp við routerinn.


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030

Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn fór af og netkortið hvarf

Pósturaf Moldvarpan » Fös 26. Jan 2024 17:16

Fór og skilaði hinu, það var tekið í ábyrgðarskoður/viðgerð, þótt það var komið nokkra daga fram yfir 2árin.

Það verður sent á verkstæðið til að staðfesta bilunina.

Keypti mér annað eins kort, því mér vantaði það strax. Setti nýja í og boom, þurfti ekki að setja neitt upp, kominn á netið með 2 músarsmellum.
Þannig gamla gaf upp öndina for sure.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2769
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 341
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn fór af og netkortið hvarf

Pósturaf jonfr1900 » Fös 26. Jan 2024 20:22

Eldingar valda EMP púlsum. Það er líklega það sem hefur grillað þráðlausa netkortið. Væntanlega hefur verið vörn á móðurborðinu sem kom í veg fyrir skemmdir á því, þá í gegnum spennugjafann sem tók á sig höggið með einhverjum hætti. Það hefur bara ekki náð að virka á þráðlausa netkortið.

Lightning Strike EMP Effect On Local Grids (pdf, ris.utwente.nl)




TheAdder
Geek
Póstar: 810
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 222
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn fór af og netkortið hvarf

Pósturaf TheAdder » Fös 26. Jan 2024 21:37

jonfr1900 skrifaði:Eldingar valda EMP púlsum. Það er líklega það sem hefur grillað þráðlausa netkortið. Væntanlega hefur verið vörn á móðurborðinu sem kom í veg fyrir skemmdir á því, þá í gegnum spennugjafann sem tók á sig höggið með einhverjum hætti. Það hefur bara ekki náð að virka á þráðlausa netkortið.

Lightning Strike EMP Effect On Local Grids (pdf, ris.utwente.nl)

Það væri alveg möguleiki ef eldingin hefði lostið húsið hjá honum. Eitthvað lengra í burtu, eiginlega ekki.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2769
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 341
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn fór af og netkortið hvarf

Pósturaf jonfr1900 » Fös 26. Jan 2024 23:21

TheAdder skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Eldingar valda EMP púlsum. Það er líklega það sem hefur grillað þráðlausa netkortið. Væntanlega hefur verið vörn á móðurborðinu sem kom í veg fyrir skemmdir á því, þá í gegnum spennugjafann sem tók á sig höggið með einhverjum hætti. Það hefur bara ekki náð að virka á þráðlausa netkortið.

Lightning Strike EMP Effect On Local Grids (pdf, ris.utwente.nl)

Það væri alveg möguleiki ef eldingin hefði lostið húsið hjá honum. Eitthvað lengra í burtu, eiginlega ekki.


Getur verið að púlsinn hafi farið í gegnum rafkerfið. Hugsanlega einnig loftið. Gallin er að þessar eldingar sáust ekki á eldingarkorti Veðurstofunnar. Þar sem það er ekki næganlega þétt mælanet á Íslandi fyrir slíkt.




agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 642
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 109
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn fór af og netkortið hvarf

Pósturaf agnarkb » Lau 27. Jan 2024 01:10

TheAdder skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Eldingar valda EMP púlsum. Það er líklega það sem hefur grillað þráðlausa netkortið. Væntanlega hefur verið vörn á móðurborðinu sem kom í veg fyrir skemmdir á því, þá í gegnum spennugjafann sem tók á sig höggið með einhverjum hætti. Það hefur bara ekki náð að virka á þráðlausa netkortið.

Lightning Strike EMP Effect On Local Grids (pdf, ris.utwente.nl)

Það væri alveg möguleiki ef eldingin hefði lostið húsið hjá honum. Eitthvað lengra í burtu, eiginlega ekki.


Fyrir einhverjum árum síðan sló eldingu niður í turninn í Fjölskyldugarðinum með þeim afleiðingum að tölva og fleirri tæki staðsett í "Ökuskólanum" fóru í algert fokk.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic


TheAdder
Geek
Póstar: 810
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 222
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn fór af og netkortið hvarf

Pósturaf TheAdder » Lau 27. Jan 2024 10:02

Spennuhögg getur klárlega farið í gegnum rafkerfið þegar eldingu lýstur niður, en eldingarvarar, surge protectors, og álíka varnir milda og stoppa svoleiðis. Greinilega ekki nóg af því við þennan atburð, þar sem eldingin sló út ágætis part af rafkerfinu.
En EMP púls, fylgir reglum um afltap miðað við fjarlægð, og ég endurtek, nema eldinginni hafi lostið niður í húsið hjá Moldvörpunni, þá er nánast útilokað að EMP púls hafi náð til hans frá eldingunni.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Zpand3x
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Lau 12. Des 2009 22:48
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn fór af og netkortið hvarf

Pósturaf Zpand3x » Lau 27. Jan 2024 18:23

Moldvarpan skrifaði:Það er 2 ára og 20 daga gamalt :roll:

Þarf líklega að kaupa nýtt á 15k útaf fuckin eldingu.

Hvað er karma að reyna segja mér?


Að leggja CAT snúrur og vera víraður :D


i7 4770k, MSI H97M-G43, 4x8GB, Corsair TX650W, CM silencio 550
Ryzen 3600, MSI B550I Gaming Edge Wifi, GTX 1660 Super, 2x16GB, DAN Cases A4-SFX V4.1

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2567
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 124
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn fór af og netkortið hvarf

Pósturaf svanur08 » Lau 27. Jan 2024 18:35

Glatað að lenda í svona óþarfi kostnaði.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR