Er að fara uppfæra vinnutölvuna mína og ég get ekki ákveðið mig.
Búinn að finna módel af báðum þessu vélum með vélbúnað sem tickar í boxin sem ég vill og innan budget.
HP Zbook Fury 16 G1i: 98L65ET#UUW
Lenovo P16 Gen3: 21RQ0005MX
Báðar vélarnar eru:
- Intel Core Ultra 7 255HX
- 32 GB DDR5
- 1 TB SSD
- RTX PRO 2000 8 GB
- 16" 1920x1200, 60Hz
Allt annar er mér eiginlega nokk sama um þar sem ég verð með vélina í dokku 95% af tímanum fyrir utan að ég nenni ekki einhverjum þotuhreyfli hliðiná mér allan daginn. Er að vinna með CAD forrit sem er meira með stuttum álagstoppum frekar en stöðugu álagi svo kæligetan er mikilvæg.
Við höfum haldið okkur við Lenovo í langan tíma en það hefur verið svolitið hit 'n miss. En ég er bara ekkert viss um hvort grasið sé grænna hinummegin, höfum t.d slæma reynslu af Dell. Ástæðan fyrir ég skoða HP núna er að kínverskar (Lenovo) vélar eru á bannlista innanhús sumstaðar fyrir samstarfsfélaga mína og myndi ég vera tilraunadýr ef ég tæki HP vélina.
Einhver sem hefur skoðun á þessu? báðar vélarnar eru frekar nýjar og mér finnst review sem ég finn ekkert sérstaklega hjálpleg.
Lenovo P16 Gen3 vs HP Zbook Fury 16 G1i
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1062
- Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
- Reputation: 81
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Staða: Tengdur
Re: Lenovo P16 Gen3 vs HP Zbook Fury 16 G1i
Ég er sjálfur með Lenovo vél sem vinnuvél (T14 Gen 6). Og mig líkar alls ekki vel við hana.
Á svo heima hjá mér Lenovo Legion 5 Pro og finnst hún frábær.
Í dag myndi ég stökkva á HP Zbook Fury fram yfir P16.
En bara mitt álit
Á svo heima hjá mér Lenovo Legion 5 Pro og finnst hún frábær.
Í dag myndi ég stökkva á HP Zbook Fury fram yfir P16.
En bara mitt álit

LEGION 5 PRO | ASUSTOR NAS 38TB | LG B1 OLED | PS5 PRO | Switch 2 | Klipsch 5.0 | Yamaha |
-
- FanBoy
- Póstar: 752
- Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
- Reputation: 50
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Lenovo P16 Gen3 vs HP Zbook Fury 16 G1i
Það er rosalega erfitt að dæma um þetta, þekki vel til Lenovo T14, P1, P16, P16s og Zbook Studio (ath ekki Fury)
Allar vélar sem eru með slim body eins og P1, P16s og Zbook Studio eiga ekkert með að hafa high performance örgjörva og dedicated skjákort því kælingin í þeim öllum er crap miðað við hvað þær eiga að gera. Veit ekki hvernig 255HX er en ég veit að td 13800H í P1 er horbjóður að vinna með, viftan alltaf í gangi nema þú slökkvir á Turbo Boost. Thermal throttle tekur svo allt bit úr vélunum.
FYI ef þú setur CPU performance í max 99% í Power Options þá er TB disabled, algengt að sjá 20°C drop í idle hitastigi og viftan fer varla í gang.
Sama með 13980HX í P16 og jafnvel 11850H í Zbook Studio.
Þetta er ss miðað við að þú viljir ekki vera með hárblásara í gangi allan daginn.
Ég myndi bara fá vél með þeim formerkjum að taka 14-30 daga í að meta hana og ekki hika að vera krítískur á viftuhávaða osfrv.
Allar vélar sem eru með slim body eins og P1, P16s og Zbook Studio eiga ekkert með að hafa high performance örgjörva og dedicated skjákort því kælingin í þeim öllum er crap miðað við hvað þær eiga að gera. Veit ekki hvernig 255HX er en ég veit að td 13800H í P1 er horbjóður að vinna með, viftan alltaf í gangi nema þú slökkvir á Turbo Boost. Thermal throttle tekur svo allt bit úr vélunum.
FYI ef þú setur CPU performance í max 99% í Power Options þá er TB disabled, algengt að sjá 20°C drop í idle hitastigi og viftan fer varla í gang.
Sama með 13980HX í P16 og jafnvel 11850H í Zbook Studio.
Þetta er ss miðað við að þú viljir ekki vera með hárblásara í gangi allan daginn.
Ég myndi bara fá vél með þeim formerkjum að taka 14-30 daga í að meta hana og ekki hika að vera krítískur á viftuhávaða osfrv.
IBM PS/2 8086