Ég var ólmur að komast í Ati í fyrra haust og endaði í 9800 Pro korti en í dag er sagan önnur. Ég held að Ati kortið mitt ( sem er mjög gott og stabilt og virkar vel í alla leiki og annað ) sé að verða soldið úrelt.
Ég hef einnig verið að heyra að Nx6600 kortið frá Nvidia sé að skora betur á flestum svæðum og sé að koma almennt betur út.
Hvað finnst ykkur að maður eigi að gera ? Núna er ég nýbúinn að fá mér nýtt móðurborð og örgjörva sem styðja ekki PCIe kort þannig að AGP ætti að duga manni amk í ár í viðbót en er Nvida betri kostur í dag eða er Ati ennþá endingarbetri aðillinn ?
Auk þess er ég með Nvidia based móðurborð eða öllu heldur Nforce sem kemur frá Nvidia ekki satt.. og þá spyr maður sig. Er betri stuðningur á því með Nvidia Skjákortum þá kannski líka ?
Endilega sprengið einhverju sniðugu hingað inn í svörum
