Ég er viss um að allir hérna hafa lent í tölvu sem frýs í tíma og ótíma. Það geta verið mörghundruð ástæður fyrir því, td. gamlir driverar, ónýtur vélbúnaður eða hiti eins og þú varst að spá í. Ef þú vilt fá hjálp þá skaltu lýsa vandamálinu betur. Kemur bluescreen eða frýs bara skjáborðið? Hvað ertu venjulega að gera þegar hún frýs? Settiru örugglega inn nýjustu drivera þegar þú formataðir? hviort ertu með Windows XP Pro/XP Home/2000/9x/ME/NT ? Hvernig vélbúnað ertu með?
Svo vil ég benda þér á grein nr. 2 í reglum spjallborðsins:
2grein
Ef þú hefur ekki lesið reglurnar skaltu gera það áður en þú spjallar meira hérna.