Síða 2 af 4

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Fös 25. Ágú 2023 08:10
af emmi
Ég hef prufað 10G á Cat5e og það virkar fínt í venjulegu húsi/íbúð.

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Fös 25. Ágú 2023 08:32
af audiophile
subgolf skrifaði:Bara til að árétta eitt hérna að þá dugar cat5e fyrir 2.5G og 5G uppað 100m, það er bara þegar að menn eru að fara í 10gígin sem þarf að huga að betri lögnum.
Annars hef ég fundið upplýsingar um að cat5e ráði við 10gíg allt að 30m og cat6 (cat6e er onifficial staðall) ber 10gígin 50 - 70metra.

Þannig að hinn almenni notandi sem þarf aðeins meira og fer í 2.5G eða 5G ætti að vera góður frá day 1 :)
2.5G routerar eru farnir að vera ansi billegir í dag.


Gott að vita :)

Einnig eru mjög mörg móðurborð í dag með 2.5G.

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Fös 25. Ágú 2023 08:34
af TheAdder
subgolf skrifaði:Bara til að árétta eitt hérna að þá dugar cat5e fyrir 2.5G og 5G uppað 100m, það er bara þegar að menn eru að fara í 10gígin sem þarf að huga að betri lögnum.
Annars hef ég fundið upplýsingar um að cat5e ráði við 10gíg allt að 30m og cat6 (cat6e er onifficial staðall) ber 10gígin 50 - 70metra.

Þannig að hinn almenni notandi sem þarf aðeins meira og fer í 2.5G eða 5G ætti að vera góður frá day 1 :)
2.5G routerar eru farnir að vera ansi billegir í dag.

Já nei, Cat 5e ber 1000Mbit allt að 33 metra, Cat 6 ber 1000Mbit 100 metra og 10Gbit allt að 33 metra, Cat 6A ber 10Gbit 100 metra. Samkvæmt stöðlunum og vottunum. Þó að hægt sé að koma tengingu á, sem fer umfram þessa staðla, þá er ekki hægt að treysta á hana. Ef maður fylgir stöðlunum þá getur maður treyst á að tengingin sem maður er að nota gerir það sem maður býst við.

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Fös 25. Ágú 2023 10:11
af Dr3dinn
Áhugavert hversu miklar fjárfestingar í innviðum þarf að fara í til að geta boðið þetta.

Í mosó ræður míla ekki við meira en 200mb á 1gb útaf (krikahverfi) - búnaður í símstöð og álag var afsökunin sem var notuð.
(var með support case og stuðning í mánuð áður en ég fór aftur í GR) - 10gb hljómar eins og snákaolíusölumennska.

Eitt er "notandinn" annað er búnaður frá símanum/hringdu osfr til að geta boðið þetta. Ætla þeir að fara nýta strengina betur út svo við getum farið að nota strengina af alvöru eða verður þetta samnýtt út í hið ýtrasta (það eru ekki allir sem átti sig á sameiginlegri pípu út)

Fjarlægðin við útlönd er sú sama þótt pípan sé sverrari.

Nýju intel móðurborðin eru 2.5gb það var tilkynnt fyrir svolitlu síðan, en fyrir 10gb þarf alltaf netkort og cat6 eða ljós.
Hörðu diskarnir þarf að uppfæra líka til að geta staðið undir þessu (besta lúxus vandamálið)

Mjög jákvætt að Míla sé samt að horfa til framtíðar en ekki að berjast á móti þróuninni líkt og þeir hafa gert sögulega. :happy

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Fös 25. Ágú 2023 10:13
af HringduEgill
Verð fyrir 2.5 Gb/s er komið í hús. Við byrjum í 14.000 kr.

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Fös 25. Ágú 2023 10:18
af GullMoli
Uppgötvaði að ég er ekki með Mílu box og þjónustuver Ljósleiðarans segir að það sé ekki komin nein ákvörðun með uppfærslu úr 1Gb/s eins og er hjá þeim.

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Fös 25. Ágú 2023 12:33
af emmi
HringduEgill skrifaði:Verð fyrir 2.5 Gb/s er komið í hús. Við byrjum í 14.000 kr.


Er þetta miðað við ótakmarkað niðurhal?

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Fös 25. Ágú 2023 15:43
af HringduEgill
emmi skrifaði:
HringduEgill skrifaði:Verð fyrir 2.5 Gb/s er komið í hús. Við byrjum í 14.000 kr.


Er þetta miðað við ótakmarkað niðurhal?


Jamm.

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Fös 25. Ágú 2023 16:42
af jonfr1900
depill skrifaði:
emmi skrifaði:Ég er með IPv6 hjá Nova. Hvert tæki sem ég tengi við routerinn fær sína eigin public v6 tölu.


Nú er ég með forvitinn, er á ljósi frá Ljósleiðaranum í gegnum Nova enn hef ekki verið að fá IPv6 tölu frá boxinu. Þurftirðu að gera eithvað ?


Ef ég vil IPv6 á routernum hjá mér. Þá þarf að kveikja á IPv6 í routernum. Þú þarft að stilla á "native" eða "passthrough" til að fá það til að virka. Ef það er kveikt á IPv6 hjá þér.

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Fös 25. Ágú 2023 18:47
af depill
jonfr1900 skrifaði:
Ef ég vil IPv6 á routernum hjá mér. Þá þarf að kveikja á IPv6 í routernum. Þú þarft að stilla á "native" eða "passthrough" til að fá það til að virka. Ef það er kveikt á IPv6 hjá þér.


Alltaf verið kveikt enn IPv6 er ekki kveikt by default á frá Nova. Þarft eins og var útskýrt hérna að vera settur á IPv6 profileinn. Færð þá /56 sem er bara fjandi vel gert hjá Nova.

IPv6 kveikt hjá mér. Nú þarf Vaktin bara að drífa sig á v6 svo ég geti komið v6 native umferðinni uppí 100% :D

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Fös 25. Ágú 2023 18:57
af jonfr1900
depill skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
Ef ég vil IPv6 á routernum hjá mér. Þá þarf að kveikja á IPv6 í routernum. Þú þarft að stilla á "native" eða "passthrough" til að fá það til að virka. Ef það er kveikt á IPv6 hjá þér.


Alltaf verið kveikt enn IPv6 er ekki kveikt by default á frá Nova. Þarft eins og var útskýrt hérna að vera settur á IPv6 profileinn. Færð þá /56 sem er bara fjandi vel gert hjá Nova.

IPv6 kveikt hjá mér. Nú þarf Vaktin bara að drífa sig á v6 svo ég geti komið v6 native umferðinni uppí 100% :D


Ég held að /56 sé alltaf það sem fólk fær. Ég fæ hérna í Danmörku /56 hjá Norlys en þarf að stilla á Native til að það virki, en frá September þegar ég er kominn til Íslands, þá væntanlega verð ég bara með IPv4 þar sem Síminn styður ekki IPv6 yfir 4G (ég á bara 4G routera og ekki ennþá hægt að kaupa 5G routera).

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Fös 25. Ágú 2023 19:13
af emmi
Ætli þessi verði ekki næstu router kaup. :lol:

https://www.bhphotovideo.com/c/product/ ... _band.html

En svona í alvöru þá er ég ekki að sjá þörfina fyrir 10G fyrir mig amk.

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Fös 25. Ágú 2023 19:58
af Viggi
Verð að sætta mig við 5g næstu árin því ég er ekki einu sinni í planinu hjá mílu að fá ljósleiðara. Eru sko ekkert að drífa sig að þessu á landsbyggðinni. Kalla það gott ef ein gata hérna verður komin með 2.5g árið 2030

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Fös 25. Ágú 2023 20:17
af subgolf
TheAdder skrifaði:
subgolf skrifaði:Bara til að árétta eitt hérna að þá dugar cat5e fyrir 2.5G og 5G uppað 100m, það er bara þegar að menn eru að fara í 10gígin sem þarf að huga að betri lögnum.
Annars hef ég fundið upplýsingar um að cat5e ráði við 10gíg allt að 30m og cat6 (cat6e er onifficial staðall) ber 10gígin 50 - 70metra.

Þannig að hinn almenni notandi sem þarf aðeins meira og fer í 2.5G eða 5G ætti að vera góður frá day 1 :)
2.5G routerar eru farnir að vera ansi billegir í dag.

Já nei, Cat 5e ber 1000Mbit allt að 33 metra, Cat 6 ber 1000Mbit 100 metra og 10Gbit allt að 33 metra, Cat 6A ber 10Gbit 100 metra. Samkvæmt stöðlunum og vottunum. Þó að hægt sé að koma tengingu á, sem fer umfram þessa staðla, þá er ekki hægt að treysta á hana. Ef maður fylgir stöðlunum þá getur maður treyst á að tengingin sem maður er að nota gerir það sem maður býst við.



Áhugavert, getur þú bent mér á hvar þú finnur þessa staðla?
Finn voðalega misvísandi upplýsingar frá hinum ýmsu framleiðendum :/

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Fös 25. Ágú 2023 22:51
af appel
We're living in the future!

Fyrsta módemið mitt var 14.4 kbps.

En ég held að 10 Gbit sé algjört overkill umfram 1 Gbit. Allt sem maður notar internetið í, allavega persónulega, krefst ekkert meira en 1 Gbit í raun, og 1 Gbit er jafnvel overkill þegar maður er að streyma kannski 10 mbit vídeó straum, maður er að utiliza tenginguna bara um 1%.

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Fös 25. Ágú 2023 22:52
af Frost
Ég ætla að downloada öllu Steam Library-inu mínu

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Fös 25. Ágú 2023 22:57
af appel
Frost skrifaði:Ég ætla að downloada öllu Steam Library-inu mínu


Er ekki tilgangurinn með svona öflugum tengingum að þurfa í raun ekki neinn "gagnadisk" lengur? Þú gætir bara verið með Steam library cloud/netdrif sem er jafn hraðvirkt og local diskur. Sama lögmál og með videos, þú streymir bara frá vídeó þjónustu í stað þess að downloada öllu á harða disk.

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Fös 25. Ágú 2023 23:41
af Frost
appel skrifaði:
Frost skrifaði:Ég ætla að downloada öllu Steam Library-inu mínu


Er ekki tilgangurinn með svona öflugum tengingum að þurfa í raun ekki neinn "gagnadisk" lengur? Þú gætir bara verið með Steam library cloud/netdrif sem er jafn hraðvirkt og local diskur. Sama lögmál og með videos, þú streymir bara frá vídeó þjónustu í stað þess að downloada öllu á harða disk.


Jú. :sleezyjoe
Bara smá grín

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Lau 26. Ágú 2023 00:27
af thorhs
Frost skrifaði:Ég ætla að downloada öllu Steam Library-inu mínu


Pffft, rookie!

Mynd

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Lau 26. Ágú 2023 06:03
af Hizzman
appel skrifaði:
Frost skrifaði:Ég ætla að downloada öllu Steam Library-inu mínu


Er ekki tilgangurinn með svona öflugum tengingum að þurfa í raun ekki neinn "gagnadisk" lengur? Þú gætir bara verið með Steam library cloud/netdrif sem er jafn hraðvirkt og local diskur. Sama lögmál og með videos, þú streymir bara frá vídeó þjónustu í stað þess að downloada öllu á harða disk.


með þessum hraða getur mögulega öll tölvan farið í skýið, ný kynslóð skjáa með 10G ljósleiðaratengi sem sýna skjámynd frá 'remote' tölvu ??

er þetta eithvað sem gæti komið?

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Lau 26. Ágú 2023 09:37
af TheAdder
subgolf skrifaði:
TheAdder skrifaði:
subgolf skrifaði:Bara til að árétta eitt hérna að þá dugar cat5e fyrir 2.5G og 5G uppað 100m, það er bara þegar að menn eru að fara í 10gígin sem þarf að huga að betri lögnum.
Annars hef ég fundið upplýsingar um að cat5e ráði við 10gíg allt að 30m og cat6 (cat6e er onifficial staðall) ber 10gígin 50 - 70metra.

Þannig að hinn almenni notandi sem þarf aðeins meira og fer í 2.5G eða 5G ætti að vera góður frá day 1 :)
2.5G routerar eru farnir að vera ansi billegir í dag.

Já nei, Cat 5e ber 1000Mbit allt að 33 metra, Cat 6 ber 1000Mbit 100 metra og 10Gbit allt að 33 metra, Cat 6A ber 10Gbit 100 metra. Samkvæmt stöðlunum og vottunum. Þó að hægt sé að koma tengingu á, sem fer umfram þessa staðla, þá er ekki hægt að treysta á hana. Ef maður fylgir stöðlunum þá getur maður treyst á að tengingin sem maður er að nota gerir það sem maður býst við.



Áhugavert, getur þú bent mér á hvar þú finnur þessa staðla?
Finn voðalega misvísandi upplýsingar frá hinum ýmsu framleiðendum :/

Allar staðla upplýsingar er almennt hörmulegt að finna án þess að versla staðlana.
Það eru fínar upplýsingar á þessum síðum https://en.wikipedia.org/wiki/ISO/IEC_11801og https://www.truecable.com/blogs/cable-a ... comments=1

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Lau 26. Ágú 2023 12:15
af russi
TheAdder skrifaði:Já nei, Cat 5e ber 1000Mbit allt að 33 metra, Cat 6 ber 1000Mbit 100 metra og 10Gbit allt að 33 metra, Cat 6A ber 10Gbit 100 metra. Samkvæmt stöðlunum og vottunum. Þó að hægt sé að koma tengingu á, sem fer umfram þessa staðla, þá er ekki hægt að treysta á hana. Ef maður fylgir stöðlunum þá getur maður treyst á að tengingin sem maður er að nota gerir það sem maður býst við.


Aftur já og nei. Samkvæmt upprunalega staðlinum þá er þetta alveg rétt, en sé IEEE 802.3bz bætt inní keðjuna færðu 2.5Gbit og 5Gbit á þessa kapla

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Lau 26. Ágú 2023 13:05
af rapport
Er þessi ekki mílutenging bara meira oversubscription á sömu gömlu innviðina = sölutrix?

Eins og ljósnetið í gamla daga.

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Lau 26. Ágú 2023 13:39
af appel
Hizzman skrifaði:
appel skrifaði:
Frost skrifaði:Ég ætla að downloada öllu Steam Library-inu mínu


Er ekki tilgangurinn með svona öflugum tengingum að þurfa í raun ekki neinn "gagnadisk" lengur? Þú gætir bara verið með Steam library cloud/netdrif sem er jafn hraðvirkt og local diskur. Sama lögmál og með videos, þú streymir bara frá vídeó þjónustu í stað þess að downloada öllu á harða disk.


með þessum hraða getur mögulega öll tölvan farið í skýið, ný kynslóð skjáa með 10G ljósleiðaratengi sem sýna skjámynd frá 'remote' tölvu ??

er þetta eithvað sem gæti komið?


Held að þú verðir aldrei með alla tölvuna í skýinu, latency er enn vandamál, jafnvel þó það sé bara 10 ms þá finnuru fyrir því t.d. með innslátt á lyklaborð og músabendil. En allt sem viðkemur gögnum gæti alveg verið í skýinu ef þú ert með 10 gbit tengingu. Þannig að þú verður bara með "basic pc" sem veitir þér instant feedback þar sem á við, en hleður öllu inn af skýinu.

Allt þetta bras í kringum skjákort, innra minni, cpu, etc. verður "thing of the past" þar sem þú verður einfaldlega með óendanlega hraða tölvu.

Remote tölvur eru raunin nú þegar í dag. Hægt hefur verið að spila tölvuleiki í gegnum svona skýjaþjónustur í nokkurn tíma. Google Stadia var dæmi um slíkt,ekki til lengur í dag þó.

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Sent: Fim 31. Ágú 2023 13:36
af Baldurmar
rapport skrifaði:Er þessi ekki mílutenging bara meira oversubscription á sömu gömlu innviðina = sölutrix?

Eins og ljósnetið í gamla daga.


Fjarskipta fyrirtækin þurfa amk að uppfæra hjá sér til að geta þjónustað þetta.

Verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út.