Síða 1 af 1
Hjálp með tölvu hjá mér!
Sent: Lau 11. Okt 2025 18:44
af grimurkolbeins
Sælir vaktarar, ég er að lenda í að tölvan hjá mér frosnar randomly þegar ég er að spila dungeons í World of warcraft og einu sinni og einu sinni í Apex Legends. Hérna eru specs:
Örgjörvi: Intel Core i7-12700KF
Kæling: Deepcool Mystique 360 ARGB AIO
GPU: Asrock Radeon RX 9070 XT Taichi
RAM: 32GB Trident Royal Neo silver DDR5 6400Mhz
Móðurborð: MSI PRO z790-P WIFI
SSD: 1TB m.2 diskur
PSU: Gamemax GX-1050 Pro BK
FANS: 3x Gamemax 120mm RGB + 2 auka viftur og auka 240gb diskur.
Ég er líka að lenda í að kælingin frá Deepcool er ekki að sýna neitt á led skjánum nema (DeepCool) logoið.
Er tilbúin að borga 10þ kr fyrir mannskju til þess að laga þetta vandamál hjá mér!
BKV Grímur!
Re: Hjálp með tölvu hjá mér!
Sent: Sun 12. Okt 2025 11:10
af Hausinn
Frá minni reynslu þegar tölva frosnar handahófskennt við álag er það vanalega annað hvort aflgjafinn eða vinnsluminni sem er að klikka. Prufaðu að keyra MemTest 86 á tölvunni og sjá hvort að það fer í gegnum testið án vandræða. Ef svo, prufaðu að skipta út aflgjafanum.
Edit: prufaðu einnig að skoða hitastigið á örgjafanum ef kælingin er að hegða sér furðulega.
Re: Hjálp með tölvu hjá mér!
Sent: Sun 12. Okt 2025 14:16
af grimurkolbeins
Ok takk fyrir ábendinguna, ertu með link á þetta test sem þú mælir með ?
Re: Hjálp með tölvu hjá mér!
Sent: Sun 12. Okt 2025 17:23
af rostungurinn77
Í flestum tilfellum þegar vinnsluminni er með leiðindi kemur einhverskonar bláskjár dauðans eða sambærilegt með villumeldingu.
Það þýðir ekki að þetta geti ekki verið vinnsluminni, bara ólíklegt.
Hver nákvæmlega er skilgreiningurinn á frosningi?
Færðu bláskjá með villu? Endurræsir tölvan sig? Hangir tölvan frostinguð?
Re: Hjálp með tölvu hjá mér!
Sent: Sun 12. Okt 2025 22:16
af agnarkb
Getur verið margt en myndir gera vélina strax betri með því að taka Gamemax aflgjafann úr henni og svo ef þú getur sett í hana góðann 850-1000W BeQuiet t.d. þá tel ég ágætar líkur á því að þetta lagist.
Re: Hjálp með tölvu hjá mér!
Sent: Mán 13. Okt 2025 16:29
af grimurkolbeins
Hún frosnar bókstaflega, myndin festist þar sem hún er.
hljóðið líka. Já væri frábært að finna útur þessu þar sem ég er að spila competitive i mythic raiding ://
En já aflgjafimm verður fyrsta tilraun til þess að finna útúr þessu held ég .
Re: Hjálp með tölvu hjá mér!
Sent: Mán 13. Okt 2025 16:36
af Cozmic
Byrjaði þetta eftir eitthverjar breytingar? t.d driver update á skjákortinu eða eitthvað nýtt hardware?
Re: Hjálp með tölvu hjá mér!
Sent: Mán 13. Okt 2025 17:59
af rostungurinn77
grimurkolbeins skrifaði:Hún frosnar bókstaflega, myndin festist þar sem hún er.
hljóðið líka. Já væri frábært að finna útur þessu þar sem ég er að spila competitive i mythic raiding ://
En já aflgjafimm verður fyrsta tilraun til þess að finna útúr þessu held ég .
Þetta hljómar nú eins og sígildur frosningur eins og allir þekktu hann forðum. Þegar örgjörvinn ofhitnaði eða frusaði.
Prufaðu að keyra eitthvað eins og Prime 95/ Aida64 / Cinebench og athugaðu hvað gerist þegar örgjörvinn hitnar. Nær kælingin að halda aftur af hitastiginu eða rís hitastigið þangað til örrinn frusar ?
Að prófa að villugreina svona á ekki að kosta þig neitt og þú ert þá alveg viss hvað er að valda vandanum og þarft ekki að fara í einhverjar óþarfar fjárfestingar.
Hins vegar er ekki tryggt að þú náir að endurskapa aðstæðurnar sem búa til frosninginn.
Ég er forvitinn um af hverju menn eru að stinga upp á aflgjafanum. Er það dæmigert einkenni að tölvan hangi ef aflgjafinn er veikur? Endurræsir ekki bara móðurborðið tölvuna eða slekkur á henni ef aflgjafinn er veikur?
Re: Hjálp með tölvu hjá mér!
Sent: Mán 13. Okt 2025 20:17
af Klemmi
Farðu með hana á verkstæði, sýnist Kísildalur vera með 6000kr skoðunargjald og þá ættirðu að fá niðurstöðu í hvað er bilað.
Þetta er of almenn bilun til að hægt sé að giska á hvað sé að.
Educated guess EF þetta er vélbúnaður væri móðurborð, svo ssd diskur, svo skjákort, svo aflgjafi, en samt eru örgjörvi og vinnsluminni ekkert útilokuð...... Né hugbúnaður, getur líka verið vandamál með drivera eða annað í stýrikerfi.
Svo já, beint á verkstæði með þetta.
Re: Hjálp með tölvu hjá mér!
Sent: Mán 13. Okt 2025 21:49
af hagur
Tölvan
FRÝS, fjandinn hafi það

Re: Hjálp með tölvu hjá mér!
Sent: Mán 13. Okt 2025 21:52
af rostungurinn77
hagur skrifaði:Tölvan
FRÝS, fjandinn hafi það

Frusningar!
Re: Hjálp með tölvu hjá mér!
Sent: Mið 15. Okt 2025 19:57
af gRIMwORLD
rostungurinn77 skrifaði:hagur skrifaði:Tölvan
FRÝS, fjandinn hafi það

Frusningar!
Þannig að þegar tölva er frosin þá er hún endurr... afsakið... afþýdd?