Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026
Sent: Þri 14. Okt 2025 13:24
Góðar fréttir, ókeypis öryggisuppfærslur á Windows 10 í eitt ár. 

Tölvu og tækniáhuga samfélagið.
https://spjall.vaktin.is/
ABss skrifaði:Daginn, hvað er til ráða fyrir þær tölvur sem þurfa 10 áfram?
...
Henjo skrifaði:Microsoft account? jæks, held að ég afþakki það alveg. En flott fyrir þá sem nota svoleiðis.
Siðlaust líka af Microsoft að neyða fólk til að henda gömlu tölvunum sínum, vona að fleiri færi sig í opnari lausnir.
gnarr skrifaði:ABss skrifaði:Daginn, hvað er til ráða fyrir þær tölvur sem þurfa 10 áfram?
...
Activiation er ekki vandamálið, heldur að þær hætta að fá uppfærslur. Það mun verða til þess að vírusar geta auðveldlega notfært sér galla sem finnast eftir að uppfærslur hætta og tölvan verður mjög óörugg fyrir vikið.
rostungurinn77 skrifaði:Henjo skrifaði:Microsoft account? jæks, held að ég afþakki það alveg. En flott fyrir þá sem nota svoleiðis.
Siðlaust líka af Microsoft að neyða fólk til að henda gömlu tölvunum sínum, vona að fleiri færi sig í opnari lausnir.
Microsoft er ekki að neyða neinn til neins. Þú getur keyrt windows 10 áfram eins og þig lystir bara eins og það eru einhverjir brjálæðingar ennþá að keyra windows xp og örugglega 2000 einhversstaðar.
Henjo skrifaði:
Fyrirtæki neyðast núna til að uppfæra uppí Windows 11 og losa sig við gamlan vélbúnað, en það er auðvitað ekki verið að neyða þau. Þau geta alveg boðið sínu fólk, og sínum viðskiptavinum uppá að nota úrelt stýrikerfi, ekki satt?
ABss skrifaði:Í mínu tilfelli snýst þetta t.d. um "iðnvélar" og önnur tæki sem er ekki fýsilegt að eiga við sem og að afskrifa ekki bara vélbúnað sem á inni mörg, mörg ár af notkun.
Persónulega var ég löngu fluttur yfir í opnari, frjálsari hugbúnað og stýrikerfi og fagna þessu skrefi því ég sé fullt af fólki færa sig yfir, besta mál.
rostungurinn77 skrifaði:Henjo skrifaði:
Fyrirtæki neyðast núna til að uppfæra uppí Windows 11 og losa sig við gamlan vélbúnað, en það er auðvitað ekki verið að neyða þau. Þau geta alveg boðið sínu fólk, og sínum viðskiptavinum uppá að nota úrelt stýrikerfi, ekki satt?
Ef við horfum til þeirrar staðreyndar að tpm 2.0 er búið að vera staðlað (er það ekki annars) síðan svona 2017-18 og í núna er farið að síga á seinni hlutann á árinu 2025 þá er þetta mun minni skellur fyrir fyrirtæki en ætla mætti.
Vissulega eru alveg einstaklega sérstök dæmi um vélar sem keyra ekki nema á windows xyz, já ég veit.
Að því sögðu þá myndi ég gera ráð fyrir að svona flest fyrirtæki með svona 10-29,30-49,50-99 starfsmenn og uppúr séu ekki að rúlla á mörgum 5+ ára tölvum bara af ástæðum sem koma þessu lítið við.
Með öðrum orðum. Ég hef litlar áhyggjur af fyrirtækjum.
Ég hef meiri áhyggjur af sjálfum mér með minn úrelta turn með i5 4690k (vúpp vúpp) sem gengur fínt og heldur áfram að ganga fínt á linux en windows fær að mæta afgangi á þeirri tölvu.
Ég get hins vegar haldið áfram að nota þann turn, og líklegast mun vélbúnaður gefa sig áður en einhver stórkostlegur öryggisgalli í windows 10 mun ná mér.
Er bara að spá í að sleppa því en það er mitt val.
rostungurinn77 skrifaði:Henjo skrifaði:
Fyrirtæki neyðast núna til að uppfæra uppí Windows 11 og losa sig við gamlan vélbúnað, en það er auðvitað ekki verið að neyða þau. Þau geta alveg boðið sínu fólk, og sínum viðskiptavinum uppá að nota úrelt stýrikerfi, ekki satt?
Ef við horfum til þeirrar staðreyndar að tpm 2.0 er búið að vera staðlað (er það ekki annars) síðan svona 2017-18 og í núna er farið að síga á seinni hlutann á árinu 2025 þá er þetta mun minni skellur fyrir fyrirtæki en ætla mætti.
Vissulega eru alveg einstaklega sérstök dæmi um vélar sem keyra ekki nema á windows xyz, já ég veit.
Að því sögðu þá myndi ég gera ráð fyrir að svona flest fyrirtæki með svona 10-29,30-49,50-99 starfsmenn og uppúr séu ekki að rúlla á mörgum 5+ ára tölvum bara af ástæðum sem koma þessu lítið við.
Með öðrum orðum. Ég hef litlar áhyggjur af fyrirtækjum.
Ég hef meiri áhyggjur af sjálfum mér með minn úrelta turn með i5 4690k (vúpp vúpp) sem gengur fínt og heldur áfram að ganga fínt á linux en windows fær að mæta afgangi á þeirri tölvu.
Ég get hins vegar haldið áfram að nota þann turn, og líklegast mun vélbúnaður gefa sig áður en einhver stórkostlegur öryggisgalli í windows 10 mun ná mér.
Er bara að spá í að sleppa því en það er mitt val.
wicket skrifaði:Ofar hafa einmitt verið í öllum fjölmiðlum með hræðsluáróður að Win10 muni bara hætta. Segja hvergi að fólk geti fengið uppfærslur eitt ár í viðbót eða neitt, verði bara að uppfæra í Win11 eða kaupa nýja tölvu. Finnst þetta lélegt money grab hjá þeim sem skapar óvissu og hræðslu hjá ekki-tölvukláru fólki.
wicket skrifaði:Ofar hafa einmitt verið í öllum fjölmiðlum með hræðsluáróður að Win10 muni bara hætta. Segja hvergi að fólk geti fengið uppfærslur eitt ár í viðbót eða neitt, verði bara að uppfæra í Win11 eða kaupa nýja tölvu. Finnst þetta lélegt money grab hjá þeim sem skapar óvissu og hræðslu hjá ekki-tölvukláru fólki.
Kristján skrifaði:wicket skrifaði:Ofar hafa einmitt verið í öllum fjölmiðlum með hræðsluáróður að Win10 muni bara hætta. Segja hvergi að fólk geti fengið uppfærslur eitt ár í viðbót eða neitt, verði bara að uppfæra í Win11 eða kaupa nýja tölvu. Finnst þetta lélegt money grab hjá þeim sem skapar óvissu og hræðslu hjá ekki-tölvukláru fólki.
Halló
Ég vinn hjá Ofar
Endilega hentu á mig dæmi um þessar auglýsingar
Ég skal 100% fara í það að reyna að slökkva á þessum auglýsingum EF þú finnur fyrir mig dæmi um þær.
beatmaster skrifaði:Kristján skrifaði:wicket skrifaði:Ofar hafa einmitt verið í öllum fjölmiðlum með hræðsluáróður að Win10 muni bara hætta. Segja hvergi að fólk geti fengið uppfærslur eitt ár í viðbót eða neitt, verði bara að uppfæra í Win11 eða kaupa nýja tölvu. Finnst þetta lélegt money grab hjá þeim sem skapar óvissu og hræðslu hjá ekki-tölvukláru fólki.
Halló
Ég vinn hjá Ofar
Endilega hentu á mig dæmi um þessar auglýsingar
Ég skal 100% fara í það að reyna að slökkva á þessum auglýsingum EF þú finnur fyrir mig dæmi um þær.
Þið gætuð alla vega bætt þessum staðreyndum inn í tilkynninguna frá ykkur, þessi tilkynnning hefur verið mikið í fréttum núna ásamt viðtölum við öryggisstjórann, væri betra að leiðrétta þetta frekar en að slökkva á einhverjum auglýsingum.
https://ofar.is/frettir/takk-windows-10 ... eidarlokum
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025 ... gt_lengur/
https://www.mbl.is/frettir/taekni/2025/ ... yrikerfid/
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... indows_10/
https://www.visir.is/g/20252789049d/-th ... lekkjanna-
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025 ... sum-456150
https://vb.is/frettir/windows-10-haettir-a-morgun/
https://www.dv.is/frettir/2025/10/14/um ... indows-10/
kornelius skrifaði:Mikið svakalega vorkenni ég þeim aðilum sem eru og eða ætla að fara yfir í windows11, hér í þessu myndbandi eru harðir Microsoft menn á ferð og eru alveg gjörsamlega búnir að fá sig alveg fullsadda og eru jafnvel að furða sig á því afhverju Microsoft sé ekki fyrir löngu búnir að gefa út sína eigin Linux útgáfu.
https://www.youtube.com/watch?v=s9wwmXtFQkc
K.