Hvaða 5070 ti GPU ætti ég að taka?


Höfundur
Athenab
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Sun 15. Nóv 2015 14:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hvaða 5070 ti GPU ætti ég að taka?

Pósturaf Athenab » Mán 20. Okt 2025 19:55

Er að velja parta í nýja tölvu og ætla að taka 5070 ti GPU. En ég skil ekkert hvernig ég á að velja það. Sama hvaða týpu ég googla þá virðist koma upp margt gott og slæmt um hana.

Eigið þið ráð fyrir að velja GPU og hvort ég ætti að taka 850w eða 1000w PSU?
Síðast breytt af Athenab á Þri 21. Okt 2025 08:37, breytt samtals 3 sinnum.



Skjámynd

Langeygður
has spoken...
Póstar: 185
Skráði sig: Fim 12. Des 2019 00:04
Reputation: 40
Staðsetning: 102
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða 5070 ti GPU ætti ég að taka?

Pósturaf Langeygður » Mán 20. Okt 2025 20:17

Taka 1000w, 850 er ansi nálægt lágmarkinu fyrir flest kortin.


Leikjavél: AsRock X870E Nova | 9800X3D | 64GB 6000Mhz CL28 | D15 G2 LBC | Nvidia 4080 | 5TB NVME Geymsla | Corsair RM1000x | Fractal Design Pop Air
Plex/Server: i7 12700K | 128GB DDR4 | 46TB Geymsla


Höfundur
Athenab
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Sun 15. Nóv 2015 14:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða 5070 ti GPU ætti ég að taka?

Pósturaf Athenab » Mán 20. Okt 2025 21:09

oki þá tek ég 1000w, það kostar líka bara 4k meira




Vaktarinn
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2025 17:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða 5070 ti GPU ætti ég að taka?

Pósturaf Vaktarinn » Þri 21. Okt 2025 23:57

tekur bara ódýrasta 5070 ti sem þú finnur.

1000 watts er mjög overkill tbh, getur runnað þessum kortum og nýjustu amd örgjörvunum á 650w



Skjámynd

Baldurmar
Geek
Póstar: 851
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða 5070 ti GPU ætti ég að taka?

Pósturaf Baldurmar » Mið 22. Okt 2025 09:14

Vaktarinn skrifaði:tekur bara ódýrasta 5070 ti sem þú finnur.

1000 watts er mjög overkill tbh, getur runnað þessum kortum og nýjustu amd örgjörvunum á 650w


Þú mögulega gætir keyrt þetta á 650W aflgjafa, ef að hann væri 100% efficient (ekki til)

750W Aflgjafi væri í 87% loadi samkvæmt https://www.bequiet.com/en/psucalculator

9800X3d - 150W í 100% load
Intel örgjörvarnir ennþá meira ( Core 9 285K er að draga 270W )
5070ti - 300W í 100% load

Diskar og ram taka líka power

Þessar græjur geta líka spike-að, þeas í stutta stund verið að draga meira en TDP, ennþá meira ef að það eru eitthvað OC (t.d PBO á AMD eða 200s á Intel), það eru OC mode á Nvidia kortunum.

Myndi aldrei taka minna en 1000W fyrir vél með 5070ti korti og einhvern næs örgjörva.


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX


wICE_man
ÜberAdmin
Póstar: 1302
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 55
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða 5070 ti GPU ætti ég að taka?

Pósturaf wICE_man » Mið 22. Okt 2025 16:42

Baldurmar skrifaði:
Vaktarinn skrifaði:tekur bara ódýrasta 5070 ti sem þú finnur.

1000 watts er mjög overkill tbh, getur runnað þessum kortum og nýjustu amd örgjörvunum á 650w


Þú mögulega gætir keyrt þetta á 650W aflgjafa, ef að hann væri 100% efficient (ekki til)

750W Aflgjafi væri í 87% loadi samkvæmt https://www.bequiet.com/en/psucalculator


Nýttni aflgjafa hefur ekki beina tengingu við aflgetu þeirra. 650W aflgjafi sem er 87% nýtinn skilar öllum 650 wöttunum (ef hann er almennilega hannaður þolir hann að minnsta kosti 110% álag við 40-50°C umhverfishita) en hann tekur hins vegar til sín tæplega 750W (650W/0,87) til þess. Þessi tæplega auka 100W eru losuð út úr aflgjafanum í formi hita.

650W Platinum rated aflgjafar skila ekki meira afli frá sé en 650W Bronze rated aflgjar en þeir skapa minni hita við það og því er hægt að hafa þá hljóðlátari m.v. sömu wattatölu og svipaða kælihönnun.

Varð bara að leiðrétta þennan misskilning sem er allt of algengur á internetinu. #-o

Að þessu sögðu mæli ég almennt með að menn séu að velja aflgjafa útfrá því að hann sé í um 50% álagi þegar tölvan er á fullu í leikjaspilun. Þá væri formúlan þessi eftir tölum TechPowerUp:

RTX 5070Ti ca. 280W
Ryzen 7 7700 ca. 70W / Ryzen 7 9800X3D ca. 85W / i7-14700K ca. 120W / Ultra 7 265K ca. 90W
Restin af vélinni ca. 50W

Samtals: 400-450W

Þannig að ég myndi segja að góður 850W aflgjafi væri passlegur en ekkert sem bannar að fara hærra. Minna álag á aflgjafa þýðir meiri ending á aflgjafa og vandaður aflgjafi skilar jafnari spennu sem skilar sér í minna álagi á vélbúnað undir álagi. :)
Síðast breytt af wICE_man á Mið 22. Okt 2025 16:59, breytt samtals 1 sinni.


Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal


oskarom
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Mán 05. Mar 2007 18:51
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða 5070 ti GPU ætti ég að taka?

Pósturaf oskarom » Fim 23. Okt 2025 13:31

Það sem wICE_man sagði, takk.

Persónulega færi ég alltaf í vandaðan 850w aflgjafa en ódýran 1000w aflgjafa. 4.000 kr verð munur bendir til þess að þarna er eitthvað annað að breytast en bara aflið.

Aflgjafar eru óvænt skemmtileg kanínu hola... það má dvelja lengi við þennan lista, https://cultists.network/140/psu-tier-list/