Síða 1 af 1
Skjár fyrir Cs2 og aðra leiki
Sent: Mán 29. Des 2025 19:00
af Fautinn
Hæ, hvað myndu menn segja að væru bestu skjáir fyrir td Cs2 og skotleiki ca 27" skjái ? myndi helst ekki vilja fara yfir 100.000,-
Sá þennan
https://tolvutek.is/Leikjadeild-Tolvute ... 684.action
Re: Skjár fyrir Cs2 og aðra leiki
Sent: Mið 31. Des 2025 15:51
af raggih1
Fyrir cs2 eru flestir að nota 24-25” 1080p skjá en menn spila hann í frekar lélegum gæðum til að fá sem mest fps. Ég keppi í honum og myndi fá mér amk 240hz skjá. En fyrir þá sem vilja bara spila casually er 27” 144hz skjár alveg nóg.
Re: Skjár fyrir Cs2 og aðra leiki
Sent: Mið 31. Des 2025 18:01
af johnbig
Re: Skjár fyrir Cs2 og aðra leiki
Sent: Mið 31. Des 2025 18:11
af nonesenze
byrja á því að spyrja hvernig skjákort ertu með eða specs á pc?
Re: Skjár fyrir Cs2 og aðra leiki
Sent: Mið 31. Des 2025 18:50
af svanur08
OLED allan daginn, þetta LCD/LED er úrelt tækni.
Re: Skjár fyrir Cs2 og aðra leiki
Sent: Mið 31. Des 2025 18:59
af CendenZ
svanur08 skrifaði:OLED allan daginn, þetta LCD/LED er úrelt tækni.
mini-led kemur reyndar sterkt inn 2026, nýi panellinn hjá sony er að koma mjög vel út og kostnaðurinn heillar mjög marga. Þá auðvitað vaknar spurningin, hvernig kemur nýi panellinn út í birtu og mér finnst þessi test ekki nægilega taka á við birtuna sem kemur í raun beint á skjáinn eins og á löndum svona ofarlega á hnettinum, þ.e. þar sem birtan kemur nánast lárétt á skjáflötinn. Næstum öll test eru að miða við heimilis-led lýsingu sem varpast að ofan
Re: Skjár fyrir Cs2 og aðra leiki
Sent: Mið 31. Des 2025 19:03
af svanur08
CendenZ skrifaði:svanur08 skrifaði:OLED allan daginn, þetta LCD/LED er úrelt tækni.
mini-led kemur reyndar sterkt inn 2026, nýi panellinn hjá sony er að koma mjög vel út og kostnaðurinn heillar mjög marga. Þá auðvitað vaknar spurningin, hvernig kemur nýi panellinn út í birtu og mér finnst þessi test ekki nægilega taka á við birtuna sem kemur í raun beint á skjáinn eins og á löndum svona ofarlega á hnettinum, þ.e. þar sem birtan kemur nánast lárétt á skjáflötinn. Næstum öll test eru að miða við heimilis-led lýsingu sem varpast að ofan
Viewing angle og lélegt black level er í LCD/LED, en hinsvar getur verið burn-in á OLED þannig engin tækni er fullkomin. En myndgæðin í OLED eru miklu betri perfect black level og flottari litir og perfect viewing angle.
Re: Skjár fyrir Cs2 og aðra leiki
Sent: Fim 01. Jan 2026 00:13
af agust1337
Sem algjör CS fíkill þá verð ég að segja OLED, ég keypti mér samsung g6 360hz OLED, sé alls ekki eftir því